Bændablaðið - 11.01.2018, Side 46

Bændablaðið - 11.01.2018, Side 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. janúar 2018 Í mörgum tilfellum er fólk lítið að hugsa um öryggi þegar verið er að kaupa nýjan bíl. Eftir að hafa prófað um 20 bíla á síðasta ári koma upp nokkur atriði sem mætti huga að þegar verið er að kaupa nýjan bíl sem meiningin er að eiga næstu fimm til tíu árin. Fyrst vil ég nefna blind horns- vara, en svoleiðis öryggisbúnaður er sérlega góður fyrir þá sem sjaldan eru í mikilli umferð. Blindhornsvarinn er kominn í marga nýja bíla og er það mín skoðun að svoleiðis útbúnaður ætti að vera í öllum bílum. Einnig er gott að vera með akreinalesara, sérstaklega fyrir þá sem eru að keyra langar vegalengdir, en gallinn við akreinalesarana er ekki búnaðurinn sjálfur. Vandamál akreinalesaranna er slæm merking vega og viðhald, en þar sem vantar vegmerkingar er búnaðurinn ekki að virka sem skyldi og því lítið gagn í þessum annars ágæta öryggisbúnaði. Þægindi er alltaf eitthvað sem er vinsælt Að líða vel við akstur er nauðsynlegt, en í flestum bílum eru sætishitarar, en í of fáum er kæling í sætunum sem er afar þægilegt, sérstaklega í langkeyrslum. Margir bílar eru komnir með hitara í stýrið, en svoleiðis útbúnaður finnst mér hreint æðislegur á köldum vetrardögum og ef maður kemur inn í bílinn blautur um hendur á miklum rigningardögum. Þeir sem lesa reglulega þessar greinar mínar hafa eflaust tekið eftir því að ég lasta alltaf varadekkslausa bíla enda er vegakerfi Íslands ekki boðlegt fyrir varadekkslausan bíl. Það er þó smá klór í bakkann að vera með varadekk það sem ég kalla „aumingja“ sem er yfirleitt dekk sem ekki má aka á hraðar en 80 km hraða (hef líka séð „aumingja“ sem má ekki fara yfir 60). Eru rafmagnsbílar lausn eða vandamál? Um 3% af íslenskri mengun kemur frá bílaflota landsmanna, en vissulega er leitun að stað þar sem hleðslurafmagnið e r e i n s um hverfisvænt og hér. Síðustu þrjá mánuði 2017 var þriðji hver seldur bíll rafmagnsbíll, en vandamálið við rafmagnsbíla er að flestir þeirra eru varadekkslausir. Hins vegar virðist eins og að þöggun sé um hversu skaðlegir þeir eru í raun bæði í framleiðslu á rafhlöðu og við eyðingu á rafhlöðunni þegar skipta þarf henni út fyrir nýja. Ég hef lesið tvær greinar um förgun og gerð b í l a r a fh laðna . Í annarri grein- inni var sagt að förgunar mengunin væri svipuð og ársmengun frá v e n j u l e g u m meðalbíl. Í hinni var miðað við allt mengunarferli á meðal rafbíls frá Japan sem kominn var til USA og með skipaflutningi. Við smíði og förgun jafngilti mengunin V8 350 bensínvél á 2/3 snúning í heilt ár. Frekar sláandi fullyrðingar, en vert umhugs unar- efni. Stutt yfirlit um vænlegustu bílana sem ég prófaði 2017 Það er enginn vafi á að brúklegasti bíllinn sem ég prófaði á síðasta ári er RAM 3500 pallbíllinn, en hann hefur allt sem brúklegur bíll þarf að bera. Hann er rúmgóður, kraftmikill og með mikið notkunargildi. Af fólksbílum eru hagstæðustu kaupin í Dacia Logan sem fjölskyldubíl til að komast frá a til b, bíllinn er með mikið farangursrými, sparneytinn á eldsneyti og kostar lítið í innkaupum. Af jeppum voru tveir sem stóðu upp úr: Jaguar F-Pace er einhver kraftmesti og skemmtilegasti jepplingur sem ég hef ekið og verðið kom mér á óvart. Hinn jeppinn var 33" breyttur Ssang Yong Rexton á ótrúlega góðu verði með breytingu. Jeppi sem er fullkomlega samkeppnisfær við aðra jeppa. Erfitt að velja rafmagnsbíl vegna mikils fjölda Þeir rafmagnsbílar sem ég prófaði á síðasta ári voru allir með annars vegar rafmagn eða venjulega mótora. Flestir af þessum bílum gáfu þann möguleika að vera með báðar vélarnar í notkun í einu sem orkugjafa. Án efa bar af kraftmesti og sportlegasti bíllinn, VW Passat Variant GTE Premium, sem skilaði með báðar vélarnar í einu 217 hestöflum. Hins vegar var sá rafmagns/bensínbíll sem mér kom mest á óvart, Mini. Ótrúlega stöðugur fjórhjóladrifinn bíll sem var hreinn unaður að keyra. Það skemmtilega við þann bíl var að rafmagnsmótorinn sá um afturhjólin og bensínmótorinn um framhjól. Saman unnu þessi drif svo vel saman að það var hreint með ólíkindum. Hef sjaldan skemmt mér svona vel á bíl í fljúgandi hálku. „Rúsínan í pylsuendanum“ Einn var sá bíll sem kom mér á óvart og er örugglega vanmetinn sem bíll í snjó og hálku. Það var Fiat Panda Cross. Á dekkjunum sem voru undir honum þegar ég prófaði hann, komst ég ótrúlega mikið í snjó. Ef maður myndi setja minni felgur á bílinn, breiðari og hærri dekk með nöglum væri eflaust hægt að nota hann við sambærilegar aðstæður og breyttan jeppa á 35" dekkjum með lágmarkslofti í dekkjunum til að fá flot og grip í snjó og hálku. Hafa ber í huga að ofangreint eru mínar persónulegu skoðanir og eflaust væri listinn öðruvísi hjá mismunandi fólki sem myndi prófa þessa sömu bíla og ég prófaði á árinu 2017. P próf ð 2017:gt t áe ór es nul ma u bíum lum É ÁV LAB SINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Ram 3500 Limited, án efa brúklegasti bíllinn sem ég prófaði á síðasta ári. Myndir / HLJ Ssang Yong Rexton hækkaður um 115 mm á ótrúlega góðu verði með breytingu. Jeppi sem er fullkomlega samkeppnisfær við aðra jeppa. Jaguar F-Pace er einhver kraftmesti og skemmtilegasti jepplingur sem ég hef ekið og verðið kom mér á óvart. Blindhornsvari er kominn í marga bíla og ætti að vera í öllum bílum. Fiat Panda Cross 4x4 kom mér á óvart og er örugglega vanmetinn sem bíll í snjó og hálku. unaður að keyra. VW Passat Variant GTE Premium er án efa kraftmesti og sportlegasti tvinn-rafbíllinn.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.