Bændablaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 11. janúar 2018
Þegar James Bond-myndin var
tekin upp á ísilögðu Jökulsárlóni
var ísinn ekki mjög þykkur, en
nógu þykkur til að hægt var að
mynda og yfir 40 manns fengu
vinnu við að gera skemmtilega
hluti.
Í frásögn Sigurjóns Rist af
vatnamælingaferð að vetri, sem
gekk brösótt var tæpt teflt og
mistök urðu líka. Var notuð þessi
regla að þykkt íssins í sentímetrum
í þriðja veldi gaf burðarþol hans
í kílógrömmum, t.d. er burðarþol
á 10 sentímetra þykkum ís 1000
kg samkvæmt þessari reglu. Þetta
á við sléttan og sprungulausan ís
en sé hann sprunginn helmingast
burðarþolið.
Of oft sér maður fréttir af
óhöppum út af veikum ís
Aldrei hef ég verið mikill hestamaður,
en mér hefur verið sagt af hestamanni
að að ríða út á ísilögðu vatni sé með
því skemmtilegasta í hestasportinu.
Enda finnst mér alltaf flottustu myndir
sem ég hef séð af hestum myndir sem
teknar eru af reiðmönnum á ís.
Það eina sem maður þarf að passa
vel upp á er að ísinn þoli þann þunga
sem á honum er. Oft hefur verið
vitnað í óhapp þegar nokkrir hestar
fóru niður um ís á Reykjavíkurtjörn
þegar ísinn brast undan þunga
hestanna. Í því tilfelli var ísinn ekki
nema um 10 cm þykkur og þegar svo
margir hestar voru saman hlið við hlið
fór sem fór. Hefði verið nægilegt
burðarþol fyrir 2–3 hesta hlið við hlið.
Í þessu tilfelli varð engum meint af,
en of oft hefur veikur ís verið orsök
harmleiks. Til að vera viss um að ísinn
þoli þungann sem á hann er lagður
er gott að bora í hann á nokkrum
stöðum og á meðfylgjandi mynd er
ágætis viðmiðunartafla um styrk í
mismunandi þykkum ís.
Á að vera sjálfsagður hlutur að
vara við hættum
Á mörgum vötnum eru þekktir staðir
þar sem ísinn er þynnri en annars
staðar eða jafnvel vakir. Viti menn af
svoleiðis á að vera sjálfsagður hlutur
að vara við veikum ís til þeirra sem
hyggjast fara út á ísinn.
Förum varlega á ísnum og látum
ekki óvarfærni skemma þá miklu
skemmtun sem ísilögð vötn geta veitt
manni. Góða veiði og skemmtun.
KROSSGÁTA Bændablaðsins
ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI
Hjörtur L. Jónsson
liklegur@internet.is
LÖGMÁL ÁRS-GAMALL FÁLMA KK NAFN UPPNÁM MISBJÓÐA
RÓMVERSK
TALA
VALD-
SVÆÐI
VONDUR
RÖÐULL
YFIRHÖFN
HÆTTA VESÆLAR
NÝJA
SMÁBITI
PRUFA
FJÖLDI
ÓLÆTI
ÝKJUR
TRÉ
KVIKGRÓANDI
DEYFA
ÁFLOGUM
STÓRT
VÍN
FLAN
DÚKUR
DÖGG
HNUSA TUNGU-MÁL
SAFNA
SAMAN
RISPAN
VELDIS
SPIL
SVÖRÐ
BEKENNA
SVART-
LIST
NEYTA
BRAK
GLUMDI
SNÆDDI
KLAKA
ÓNÁÐA
GUFU-
HREINSA
AUÐUR
STOPP
HARLAOF LÍTIÐ
STÆKKAÐI
DANA
LÆRA
MJAKA
ÁN
SMÁU
TALA
FRÁ
BEITA
MJÓLKUR-
AFURÐ
EYJA Í
EVRÓPU
TVEIR EINS
SAMTÖKFORMAST
RÍKI Í
ARABÍU
VINNA AÐ
TEMURÁREYNSLA
MÁTTLAUS
75
Ef passað er upp á að kanna þykktina á ísnum þá á að vera auðvelt að meta
samkvæmt teikningunni hversu mikinn þunga hann þolir.
Þessir tveir voru búnir að koma sér vel fyrir á 30 cm þykkum ísnum á Hafravatni á fyrstu helgi nýja ársins.
Heiðadeild Veiðifélags Blöndu og Svartár óskar eftir
tilboðum í silungsveiði á vatnasvæði veiðifélagsins
sem er Blöndulón og þær þverár sem falla í lónið og
Blöndu ofan Blöndustíflu.
Annars vegar svæði 1, (austan Blöndu) sem er hluti
af Blöndulóni ásamt Galtará, Haugakvísl, Ströngukvísl
og Herjólfslæk. Hins vegar svæði 2 (vestan Blöndu)
sem er hluti af Blöndulóni ásamt Kúlukvísl, Seyðisá,
Beljanda, Þegjanda og Stóralæk. Einnig er hægt er
að gera tilboð í vatnasvæðið í heild sinni.
Ekki er um magnveiði að ræða á svæðinu, heldur
einstaka upplifun í ósnortnu og friðsömu umhverfi,
þar sem góðra umgengni og veiðisiða er krafist, svo
sem að sleppa öllum ósárum fiski.
Veiðifélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði
sem er eða hafna öllum.
Tilboðsfrestur er til 31. janúar 2018 og skal skila
tilboðum til formanns félagsins, Ægis Sigurgeirssonar,
sem veitir allar nánari upplýsingar. Netfang Ægis er
stekkjardalur@simnet.is og síminn 896 6011.
Stjórnin.
ÚTBOÐ Á VEIÐIRÉTTI
Á VATNASVÆÐI BLÖNDU
FRAMAN BLÖNDVIRKJUNAR