Bændablaðið - 06.09.2018, Page 8

Bændablaðið - 06.09.2018, Page 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 20188 FRÉTTIR Verðlagsnefnd búvara: Hækkun á heildsöluverði mjólkur og mjólkurafurða Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkur- afurðum sem nefndin verð- leggur, hækki um 4,86% þann 1. septem ber nk., nema smjör sem hækkar um 15%. Vegin hækkun heildsöluverðs er 5,30%. Tilkynnt er um þetta á vef atvinnuvega ráðuneytisins. Lágmarksverð mjólkur til bænda hækkar um 3,52%, úr 87,40 kr. í 90,48 kr. Í rökstuðningi verðlagsnefndar er sagt að verðhækkunin sé til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur. Síðasta verðbreyting var gerð 1. janúar 2017. Frá síðustu v e r ð l a g n i n g u hafa gjaldaliðir í verðlags grund- velli kúabús hækkað um 3,60% og reiknuð hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar afurðastöðva hækkað um 7,14%. Nefndin samþykkti þessa niðurstöðu en annar fulltrúi velferðarráðherra greiddi atkvæði gegn henni. Sveitarfélög landsins eiga von á glaðningi á næstu dögum frá NTÍ (Náttúru- ham faratryggingu Íslands), áður Viðlaga tryggingu, í tilefni laga breytinga og nýs nafns stofnunarinnar. Um er að ræða bókina Náttúruvá á Íslandi sem kom út fyrir nokkrum árum á vegum stofnunarinnar og Háskólaútgáfunnar. „Við vorum að ljúka við að pakka og koma í póst rúmlega 70 eintökum af þessari gríðarlegu efnismiklu bók sem vegur heil 3 kg, enda inniheldur hún mikinn fróðleik um eldgos og jarðskjálfta á Íslandi og nýtist bæði sem fræði- og uppsláttarrit,“ segir Hulda Ragn- heiður Árnadóttir, fram- kvæmda stjóri NTÍ. Margir hels tu sérfræðingar landsins á sviði náttúruvár nærri 60 manns, lögðu til efni í bókina sem er tæplega 800 síður með um 1.000 ljósmyndum og skýringarmyndum. Þar er fjallað ítarlega um rannsóknir, eldvirkni og jarðskjálfta sem valdið hafa Íslendingum þungum búsifjum gegnum tíðina. Vaxandi eftirspurn hefur verið eftir vistvænum umbúðum fyrir matvörur í stað plastumbúða sem tröllriðið hafa markaðnum á undanförnum árum. Nú hefur fyrirtækið 1000 ára sveitaþorp ehf. hafið markaðssetningu á kartöflum úr Þykkvabæ í smekklega hönnuðum bréfpokum. Ársæll Markússon er hugmyndasmiðurinn á bak við þetta fyrirtæki, en hann býr á bænum Hákoti í Þykkvabæ þar sem faðir hans, Markús Ársælsson, og Halldóra Hafsteinsdóttir, móðir hans, hafa verið kartöflubændur í yfir 30 ár. Hann segir að sér hafi sviðið að sjá allt það plast sem notað er við pökkun á kartöflum auk þess sem þar fer mikið plast til spillis. „Vegna þessarar sóunar á plasti fór ég að hugsa hvort ekki væri hægt að gera þetta á umhverfisvænni hátt. Ég er síðan búinn að vera með umbúðirnar í þróun og vinnslu í um hálft ár. Pokarnir eru framleiddir fyrir okkur í Danmörku og hafa samskiptin við Danina snúist talsvert um að gæði pokanna séu nægilega mikil. Ég kaupi kartöflur af foreldrum mínum og kartöflubændum hér í kring. Síðan er þeim pakkað í höndum, pokarnir vigtaðir og saumað fyrir með handvirkum saumavélum. Ef þetta gengur upp þá vonast maður til að geta keypt aðeins stærri pökkunarvélar sem keppt geti við plastpokapökkunina. Sem stendur eru kartöflurnar frá 1000 ára sveitaþorpi eingöngu í boði í öllum Krónubúðunum, en ég hef fullan áhuga á að útvíkka starfsemina. Viðtökurnar hafa verið mjög fínar, enda hittir markaðssetningin á þessu fyrir tilviljun á plastlausan september,“ segir Ársæll Markússon. /HKr. Fyrirtækið 1000 ára sveitaþorp ehf. Með kartöflur úr Þykkvabæ á markað í vistvænum pappírsumbúðum Ársæll Markússon m Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson Náttúruhamfaratrygging Íslands: Gefur sveitarfélögum bókina Náttúruvá á Íslandi Landbúnaðarsýningin 2018: Undirbúningur gengur vel og útlit fyrir mikla aðsókn – Uppselt á úti- og innisvæði, segir Ólafur M. Jóhannesson sýningarhaldari Undirbúningur fyrir stórsýninguna „Íslenskur landbúnaður 2018“ í Laugardal í Reykjavík dagana 12.–14. október stendur nú sem hæst. Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar sýningarhaldara er uppselt á sýningarsvæðið en um 90 aðilar hafa pantað bása á inni- og útisvæði. Hann segir að fjölbreytnin verði í fyrirrúmi og að svona stór og fjölbreytt sýning muni lyfta upp ímynd íslensks landbúnaðar. „Ég er handviss um að sýningin mun vekja mikla athygli og gagnast landbúnaðinum í heild. Þetta er atvinnugrein sem byggir á gömlum merg en er jafnframt ákaflega mikils virði fyrir land og þjóð til framtíðar litið. Landbúnaður spannar allt landið og er afar mikilvægur í samfélaginu. Sjálfur er ég búinn að vera viðloðandi sýningarhald í 24 ár og halda ótal sýningar, bæði sjávarútvegs-, veiði- og hótelsýningar, mikið af heilsusýningum og fleiru. Það kom mér satt að segja á óvart hvað landbúnaðargeirinn er fjölbreyttur og stór. Bændur eru að fást við marga hluti sem er aðdáunarvert. Sjálfur held ég að greinin muni eflast í framtíðinni því að ungt fólk sækir í fjölbreytnina. Íslenskur landbúnaður er síður en svo einhæfur og getur byggt á sínu góða orðspori sem felst í hreinum og hollum framleiðsluvörum.“ Tæki, rekstrarvörur, þjónusta og matur Ólafur segir að gestir geti búist við fjölbreyttri sýningu þar sem fyrirtæki, félög og stofnanir kynni sínar áherslur. „Það verður mikið af stórum og litlum tækjum – allar tegundir í raun sem sýndar verða á úti- og innisvæði. Þarna verða allir helstu vélasalar landsins og þjónustufyrirtæki landbúnaðarins. Mikið af ýmsum rekstrarvörum verða kynntar og ekki síst framleiðsla bænda. Matvæla- og afurðafyrirtæki sýna það sem þau hafa fram að færa. Þá eru fyrirtæki sem tengjast ferðaþjónustu og húsbyggingum ýmiss konar áberandi ásamt fleirum.“ Fyrirlestrar um landbúnað Í hliðarsal í Laugardalshöllinni verða haldnir fyrirlestrar um allt milli himins og jarðar tengt landbúnaði, bæði fyrir lærða og leikna. „Það verða á annan tug fyrirlestra sem verða fluttir á laugardag og sunnudag. Það verður t.d. fjallað um smávirkjanir í landbúnaði, nýja holdanautakynið, fóðrun, skógrækt, votlendi og rannsóknir í landbúnaði og matvælaframleiðslu,“ segir Ólafur og minnir á að dagskráin verði birt á bbl.is þegar hún liggur endanlega fyrir. Á sýningarsvæðinu verður nóg að bíta og brenna. „Það verður Bændakaffi þar sem gestir geta fengið veitingar á sanngjörnu verði. Að auki munu bændur grilla á teini fyrir utan Laugardalshöllina þar sem hægt verður að smakka íslenskar úrvalsafurðir.“ Ólafur á von á því að fjöldi bænda leggi leið sína á sýninguna en hún er líka opin almenningi. „Félagsmönnum í Bændasamtökunum er öllum boðið á sýninguna og þar að auki fá fyrirtækin sem taka þátt fjölda boðsmiða til þess að koma til sinna viðskiptavina. Við finnum mikinn áhuga hjá almenningi á sýningunni sem er til marks um áhuga á íslenskum landbúnaði í dag.“ Opið frá föstudegi til sunnudags Sýningin hefst með opnunarhófi kl. 13.00 föstudaginn 12. okt. Þann dag er opnunartími 14.00–19.00, á laugardag 13. okt. 10.00–18.00 og sunnudag 14. okt. 10.00–17.00. Miðar gilda alla helgina en miðaverð er kr. 1.000 og frítt fyrir aldraða, öryrkja, námsmenn og börn yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum. Sem áður segir munu félagsmenn í Bændasamtökum Íslands fá senda boðsmiða á sýninguna sem gilda alla sýningardagana. Tímarit Bændablaðsins kemur út vikuna fyrir sýningu og mun þjóna sem sýningarblað. /TB Mynd / TB

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.