Bændablaðið - 06.09.2018, Síða 12

Bændablaðið - 06.09.2018, Síða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 201812 FRÉTTIR Sveitarstjórn Blönduósbæjar mótmælti fyrir skömmu harðlega skertri þjónustu Arion banka á Blönduósi en bankinn stytti afgreiðslutíma útibúsins. Í samþykkt sem gerð var á fundi sveitarstjórnar nýverið segir að í stefnu bankans um samfélagsábyrgð standi að bankinn setji sig í spor viðskiptavina og leitist stöðugt við að gera betur í dag en í gær. Sveitarstjórn geti ekki séð að boðaðar breytingar samræmist þessari stefnu. Arion banki tilkynnti um breyttan afgreiðslutíma í útibúinu á Blönduósi í lok síðasta mánaðar, en frá og með 5. júní sl. er opið frá klukkan 10–12 og 12.30–15 alla virka daga. Áður var opið frá 9–12 og 12–16 virka daga. /MÞÞ Sveitarstjórn Skagastrandar skorar á ríkisstjórn Íslands sem aðaleiganda Landsbankans að taka stjórnarhætti og hugmyndafræði stjórnenda bankans til alvarlegrar skoðunar. Mynd / HKr. Niðurskurði í útibúi Landsbankans á Skagaströnd mótmælt: Starfsfólki öllu stefnt í musteri í miðborg Reykjavíkur Sveitarstjórn Skagastrandar hefur mótmælt harðlega niðurskurði í útibúi Landsbankans á Skagaströnd við bankastjóra Landsbankans. Í ályktun sem sveitarstjórn hefur sent frá sér segir að með uppsögn á einu og hálfu starfi í eina bankaútibúi Landsbankans í Austur-Húnavatnssýslu, þar sem íbúafjöldinn sé um 1.800, sé höggvið í sama knérunn og í öðrum byggðum þar sem Landsbankinn segir upp starfsfólki í ellefu útibúum víðs vegar um landið. Hægt að nýta starfsfólk þvert á búsetu „Í nafni hagræðingar sé störfum í litlum byggðum fórnað á forsendum þess að tæknivæðingin hafi leyst fólkið af hólmi. Það mótmæli því hins vegar enginn að þróun og framfarir breyti störfum og verkefnum en með sömu tæknivæðingu og þróun væri hægt að nýta starfsfólk þvert á alla búsetu þar sem þekking og reynsla starfsmanna er notuð á nýjum forsendum, á nýjan hátt. Í þessu hlutverki hafi Landsbankinn alfarið brugðist og virðist ætla að stefna sem flestu starfsfólki sínu saman í musteri sem stjórnendur bankans eru að reisa í miðborg Reykjavíkur, sjálfum sér til dýrðar. Kostnaðurinn við það musteri, sem hlaupi sennilega á tug milljarða, geri hagræðingu með uppsögn nokkurra starfsmanna á taxtalaunum næsta hjákátlega,“ segir í ályktuninni. Sveitarstjórn Skagastrandar skorar á ríkisstjórn Íslands sem aðaleiganda bankans að taka stjórnarhætti og hugmyndafræði stjórnenda bankans til alvarlegrar skoðunar. /MÞÞ Blönduós: Mótmæla harðlega skertri þjónustu Arion banka Frá Blönduósi. Mynd / HKr. Gestastofan á Þorvaldseyri. Mynd / HKr. Stjórn Kötlu Jarðvangs á Suð- ur landi vinnur nú að því að taka Gestastofuna á Þorvalds- eyri undir Eyjafjöllum á leigu sem þýðir að hún verður þá gestastofa jarðvangsins. „Það er ekki búið að útfæra nánar með hvaða móti gestastofan verður, en þar verða veittar upplýsingar um jarðvanginn, fræðsla, jafnvel einhver minjagripasala o.fl. Málið er í vinnslu og er frekari frétta að vænta á næstunni. Ef allt gengur upp þá ætti opnun gestastofunnar að verða um áramót, þetta er spennandi verkefni,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra og formaður stjórnar Kötlu Jarðvangs. /MHH Fjölmenni mætti við formlega opnun nýju Gestastofunnar á Þingvöllum, Guðmundsson, alþingismaður og formaður Þingvallanefndar, en þeir eru hér í fremstu röð til vinstri. Myndir / MHH Ný og glæsileg gestastofa fyrir ferðamenn á Þingvöllum Nýlega var opnuð ný og glæsileg gestastofa á Hakinu í þjóð- garðinum á Þingvöllum í þeim tilgangi að útbúa betri aðstöðu fyrir móttöku ferðamanna fyrir ofan Almannagjá. Í nýju stofunni eru fjölnota fyrir lestrarsalur, glæsileg gagnvirk sýning um sögu og náttúru Þing valla, rúmgott anddyri fyrir upplýsingagjöf, verslun, veitingasala, skólastofa og skrif- stofurými „Við erum afskaplega stolt og ánægð með nýju gestastofuna því með henni opnast enn meiri möguleikar í miðlun á sögu og náttúru Þingvalla og upplýsingagjöf til gesta þjóðgarðsins sem er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins með um eina og hálfa milljón ferðamanna á ári,“ segir Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður. /MHH Gestastofan á Þorvaldseyri: Katla Jarðvangur tekur stofuna á leigu Með gagnvirkni stofunnar er m.a. hægt að læra um ferðalög fornmanna til Þingvalla með gagnvirkum hætti, bregða sér í hlutverk lögsögumanns í lögréttu í sýndarveruleika, fræðast um lífríki Þingvallavatns og jarðsögu svæðisins. Deilan endalausa um vegagerð í Austur-Barðastandarsýslu: Ábúendur tveggja jarða senda sveitar- stjórn Reykhólahrepps athugasemdir – Segja að vegalagning um Reykjanes muni kljúfa sex jarðir á svæðinu Ábúendur á tveim bæjum á Reykj anesi við Þorskafjörð hafa ritað sveitarstjórn Reyk hóla- hrepps bréf vegna hugmynda um vegalagningu um Reykjanes sem nú er til skoðunar í stað vegar um Teigsskóg sem skilgreind er sem leið Þ.H. í gögnum Vega- gerðarinnar Bréfið sem Bændablaðið hefur fengið afrit af var undirritað af 7 einstaklingum sem tengdir eru bæjunum Stað og Árbæ þann 3. júlí 2018. Á þeim jörðum er m. a. mikið æðarvarp. Í bréfinu segir: „Vegna þeirrar nýju hugmyndar um þverun Þorskafjarðar og veg um Reykjanes, í stað Þ.H. leiðar viljum við koma eftirfarandi á framfæri. Þ e s s i vegur klífur í sundur land 6 jarða sem stundaður er búskapur á. Slíkur vegur með mikilli umferð gerir alla nýtingu erfiða og spillir mjög gildum jarðanna. Varðandi jarðirnar Stað og Árbæ kemur vegurinn yfir ósnortið land, varphólma með miklu friðlýstu æðarvarpi, vog og tjarnir með fjölskrúðugu fuglalífi. Að margra mati hefur svona landsvæði ekki minna verndargildi heldur en margumtöluð Þ.H. leið.“ Meinað um aðgang að bréfinu nema gegn skilyrðum Kristinn H. Gunnarsson, fyrr- verandi þingmaður, greinir frá því á vefsíðu sinni, kristinn.is, að Ingimar Ingimarsson, oddviti Reykhólahrepps, hafi þann 10. ágúst sl. neitað blaðinu Vestfirðir um aðgengi að fyrrgreindu bréfi nema gegn ströngum skilyrðum og framvísun persónugagna. Ingimar segir í svari til Kristins að þetta sé ekki neitun en ber fyrir sig persónuverndarlögum og að þetta sé í samræmi við 15. gr. upplýsingalaga. Kallað eftir endurmati í kjölfar keypts álits Bréfið er tilkomið vegna ákvörðunar núverandi sveitar- stjórnar um að óska eftir endurmati Vega gerðarinnar á lagningu vegar um Reykjanes með þverun yfir mynni Þorskafjarðar. Sveitarstjórn hafði í mars samþykkt að unnið yrði samkvæmt tillögu Vegagerðarinnar um vegagerð um Teigsskóg. Var þeirri ákvörðun síðan slegið á frest í kjölfar keypts álits athafnamanna í Reykjavík frá norskri verkfræðistofu. Þar var lagt til að lagður verði vegur yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg. Vegagerðin hafði áður gert úttekt á þessari leið og taldi hana ekki koma til greina vegna kostnaðar. Í rökum Vegagerðarinnar var m.a. bent á að endurbyggja þurfi upp allan veginn um Reykjanes þar sem hann beri ekki umferð sem hlýst af tengingu þjóðvegar um Reykjanes og yfir í Melanes eða Skálanes. Þá hafa talsmenn Vegagerðarinnar bent á að þessar vegabætur um Reykhólasveitarveg með tengingu inn á aðalveg við Berufjörð séu ekki inni í kostnaðargreiningu norsku verkfræðistofunnar. Þrátt fyrir það er Vegagerðin nú með þessa leið til endurskoðunar, enda er skipulagsvaldið í höndum Reykhólahrepps. Samkvæmt samtölum Bænda- blaðsins við íbúa á svæðinu er alveg ljóst að vegagerð um Reykjanes mun ekki verða að veruleika átakalaust frekar en Teigsskógarleiðin. Er m.a. bent á að eftir eigi að meta áhrif á landbúnað sem þarna er starfræktur og lífríki svæðisins og þar með á viðkvæmt æðarvarp. Pólitískt vandræðamál Virðist ákvörðun forsvarsmanna Reykhólahrepps frá því í vor því ekki skapa sátt heldur vera að steypa málinu í enn harðari deilur. Mál þetta er líka orðið verulega vandræðalegt fyrir stjórnvöld í landinu. Þá sýnir þetta að margra mati í hvaða ógöngur umhverfisverndarumræðan er komin, þar sem hægt er að tefja þjóðhagslega mikilvæg mál án úrlausnar með kærum, að því er virðist í það endalausa. Í áratugi hefur heldur engin ríkisstjórn, samgönguráðherra né umhverfisráðherra treyst sér til að höggva á þennan hnút. Hefur þetta ráðleysi viðgengist þrátt fyrir margítrekaðar ályktanir sveitarstjórna og hagsmunaaðila um að tafir á vegabótum á þessu svæði hafi haft verulega hamlandi áhrif á atvinnuuppbyggingu og byggð á Vestfjörðum. /HKr.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.