Bændablaðið - 06.09.2018, Síða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 201814
FRÉTTIR
„Það var mikil eftirvænting hjá
okkur félögum þegar haldið var af
stað í veiði fyrir skömmu,“ sagði
Hörður Heiðar Guðbjörnsson, en
Litla-Þverá rennur neðarlega í
Haukadalsá í Dölum.
„Litla-Þverá var eitthvað sem við
vissum ekkert um og mjög erfitt að
fá upplýsingar um hvernig hefði
gengið á síðasta ári. Eina og kannski
besta ráðið var að kíkja í bókina sem
gefin var út um árið fyrir Þverá,
Kjarrá og Litlu-Þverá.
Það var reyndar lítið skrifað
um Litlu en við treystum á það
sem við lásum og heyrðum. Við
græjuðum okkur vel og fylltum
vel á nestið (a.m.k. sumir) því það
var langur dagur fram undan. Það
var algjör veðurblíða, logn og sól
sem er kannski ekki það besta fyrir
veiðimenn, nema þá helst til að vera
að njóta.
Ekki sérlega bjartsýnir
Þegar við keyrðum upp með ánni
vorum við lítið bjartsýnir, enda
var mjög lítið vatn og sums staðar
nánast vatnslaus. Við vorum farnir
að ræða það hvar við gætum eytt
deginum ef þetta yrði það sem
koma skyldi. Við keyrðum beint
á efsta stað sem er Fossinn. Við
byrjuðum á því að stelast til að kíkja
í staðinn (sem er í raun ekki gott því
þá gæti fiskurinn farið ef hann er
á annað borð á svæðinu). En viti
menn, þarna lágu nokkrir fiskar og
voru ekki mikið að velta því fyrir
sér hvort þarna væru einhverjir að
kíkja á sig, enda lágu þeir bara í
makindum við einn steininn.
Við græjuðum okkur og héldum
til veiðar, fullir bjartsýni. Eftir
nokkur köst var hann á, nei, það
var ekki lax, það var einn lítill
urriði, en takan var komin og það
jókst enn á bjartsýnina við þetta
að setja í lax. En það var mun
erfiðara. Við reyndum alls konar
brögð, með litlum, meðalstórum
og stórum flugum ásamt því að
reyna að „hitsa“. En eftir langa
og stranga bið tókst það, hann var
á og sigurinn var unninn. Fimm
punda hængur og gleðin ósvikin.
Eftir þetta gáfum við hylnum frið
og fengum okkur kaffi. Þá kíktum
við aftur í fossinn en hann vildi ekki
taka. Síðan gengum við niður gilið
til að skoða fleiri staði.
Veiðivörðurinn kíkti á okkur og
gaf okkur ráð um staði og sagði
okkur frá fiskum sem hann hafði
séð. Það var hárrétt hjá honum, það
voru fiskar á nokkrum stöðum, en
allir frekar slakir í sólinni. Einn var
vel vænn og lét ekki plata sig.
Sáttir við daginn
Við héldum niður með ánni til að
skoða enn fleiri staði áður en heim
var haldið og þegar það var vel
liðið á daginn náðum við að setja
í einn til viðbótar, sama stærð, og
þar voru líka nokkrir aðrir fiskar
sem vildu ekki kíkja á agnið okkar.
Þegar hér var komið var liðið
vel á daginn og við ákváðum að
skoða nokkra staði í viðbót áður
en heim var haldið. Við skráðum
veiðina í veiðibók í veiðihúsinu
við Þverá-Kjarrá. Þar sagði einn
við okkur að við værum að veiða
meira þarna en allt hollið hefði veitt
í Þverá-Kjarrá þennan dag.
Þannig að við vorum vel
sáttir við daginn, enda góður
félagsskapur, gott veður og fiskar
að gleðja okkar litla hjarta. Svo er
bara að bíða eftir næsta túr, annar
okkar er að fara í Langadalsá 2.
september en undirritaður fer
sennilega ekki fyrr en um miðjan
september í Langá, það verður
eitthvað,“ sagði Hörður, sem
alls ekki er hættur að veiða þetta
sumarið.
Gunnar Bender
gunnarbender@gmail.com
Hörður Heiðar Guðbjörnsson með lax úr Litlu-Þverá.
Litla-Þverá í Borgarfirði
Góð gæsaferð.
Margir fengið vel í soðið
„Gæsaveiðin hefur farið nokkuð
vel af stað hjá okkur vinunum en
við erum búnir að fara þrisvar
og legið fyrir þeirri gráu. Fengið
13 fugla og upp í 30 fugla, sem
er bara nokkuð gott,“ sagði
Reynir M. Sigmundsson, stang-
og skotveiðimaður.
Gæsaveiðitíminn er rétt byrjaður
og margir farið að skjóta en fuglinn
virðist samt víða vera ennþá uppi
á fjöllum og komi alls ekki niður
fyrr en kólnar verulega.
„En miðað við að tímabilið er
bara rétt farið af stað finnst mér
ungarnir mun betur haldnir en
á sama tíma í fyrra og töluvert
hefur sést af henni hérna í túnum
á Vesturlandi. Og ástæðan er, að ég
held, að það er lítið sem ekkert af
berjum hérna núna,“ sagði Reynir
enn fremur.
Er þetta virkilega eitthvað sem veitir ánægju?
„Við vorum við veiðar í
Laugardalsá og lentum í afar
sérstökum aðstæðum,“ sagði
Stefán R. Dagsson í samtali við
Bændablaðið en hann var að veiða
í Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi
fyrir skömmu.
„Við erum á stað 15 og sjáum
hvar eitthvað gulbrúnt kemur upp
ána á móti straumnum, fer svo að
fara í hringi í hylnum. Við fylgjumst
með og ræðum okkar á milli hvað
þetta sé sérstakt. Svo flækist línan
og flugan í einhverju, eðlilega
dregið inn til að losa. Um leið rýkur
„þetta“ af stað og hefst baráttan
um að landa þessum sérstaka hlut.
Loks tekst að landa og í eftirdragi
er 63 cm lax. Sem
sagt fyrirbærið
var eitthvert flot
„kleinuhringur“ með
sökkum og öngli
og að auki gömlum
maðki. Er þetta
virkilega eitthvað sem
veitir ánægju? Mun
ódýrara er að kaupa
lax í næstu fiskbúð ef
það er málið. Sportið
og ánægjan við að
veiða lax er miklu
meira en þetta,“ sagði
Stefán eftir þetta
skrýtna veiðidót í
Laugardalsá.
Laxinn og búnaðurinn sérkennilegi sem
notaður var við veiðarnar í Laugardalsá.
Ytri-Rangá:
Bragi með flottan lax
Eystri-Rangá er gjöfulasta lax-
veiðiáin þessa dagana og Ytri-
Rangá þar rétt fyrir neðan. Síðan
kemur Þverá í Borgarfirði næst.
„Já, ég var að koma úr Ytri-Rangá
og þetta slapp til, fékk einn ansi
góðan og nokkra í viðbót,“ sagði
Bragi Guðbrandsson, sem var á
veiðislóðum fyrir fáum dögum.
„Sá stóri tók Black Collie litla
túbu og var 83 sentímetrar. Fiskurinn
fór beint í klakið,“ sagði Bragi enn
fremur.
Bragi var fyrr í sumar á urriðas-
væðinu í Þingeyjarsýslu og veiddi
vel, flotta fiska.
Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is
KLEFAR
Kæli- & frystiklefar
í miklu úrvali.
Vottaðir gæðaklefar með
mikla reynslu á Íslandi.
Einfaldir í uppsetningu.
HILLUR
fyrir kæli- & frystiklefa.
Mikið úrval og auðvelt að setja saman.
Sérhannaðar fyrir matvæli.
KÆLI & FRYSTI
BÚNAÐUR
Hafðu samband í síma 587 1300
og við sérsníðum lausn sem hentar þér!
Bragi Guðbrandsson með 83 sentí-
metra laxinn.