Bændablaðið - 06.09.2018, Qupperneq 24

Bændablaðið - 06.09.2018, Qupperneq 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 201824 Snilldarlausn í sláturtíð fyrir bændur og veiðimenn á afskekktum stöðum: Sláturhús og vinnsla á hjólum – Hentar jafnt fyrir kjúklinga, sauðfé, stórgripi, sem vinnslu á hreindýrum uppi á heiðum Nú er ekki lengur nauðsynlegt að keyra sláturgripi um langan veg í sláturhús. Í stað þess er nú hægt að koma með sláturhús á hjólum heim til bóndans eða veiðimannsins úti á mörkinni. Þetta fyrirbæri er nefnt TriVan Mobile Slaughter Trailer og hugmyndin kviknaði 2002. Þá setti Samvinnufélag bænda í San Juan-sýslu í Bandaríkjunum sér það markmið að slátra sjálft öllum sínum búfénaði. Var útbúið fullkomið sláturhús í gámavagni sem dreginn var af dráttarbíl á milli staða. Var þetta fyrsta færanlega trukkasláturhúsið sem hlaut samþykki landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna. Með 16 ára reynslu Frá 2002 hefur TriVan trukka- sláturhúsið (Truck Body) verið notað víða og boðið þjónustu sína um alla Norður-Ameríku. Þannig hefur það verið notað við slátrun og vinnslu á hreindýrum í Alaska, nautgripum og kjúklingum í Kanada, við slátrun á buffalóum í Norður-Dakota í Bandaríkjunum og ýmsu öðru. Sláturhúsið hefur töluverða afkastagetu og hægt er að nota það þótt veðurfar sé slæmt. Boðið er upp á margs konar staðlaða hönnun sem og hönnun sem byggð er á séróskum hvers og eins. Þannig er hægt að nota færanlegar kjötvinnslur fyrir mikil afköst sem henta staðbundnum aðstæðum og einnig fyrir sjálfbæran búskap. Til sýnis í Washingtonríki Framleiðendur bjóða viðskipta- vinum að koma og skoða TriVan Truck Body sláturhús og kjötvinnslur á 1.300 fermetra sýningarsvæði hjá Bob Lodder í Ferndale í Washington. Netfangið er blodder@trivan.com. /HKr. 551 5000 Ármúla 15, 108 Reykjavík - www.proventus.is - proventus@proventus.is TIL FJÖLBREYTTRA STARFA UM LENGRI EÐA SKEMMRI TÍMA Útvegum starfsmenn Nánari upplýsingar í síma 551 5000 eða sendið fyrirspurn á netfangið proventus@proventus.is UTAN ÚR HEIMI Alifuglaslátrun. TriVan sláturhús á hjólum. Sláturhúsbíllinn mættur til að vinna kjöt veiðimanna úti í haga. Dádýr á leið í vinnslu. Slátrun stórgripa og vinnsla er ekki vandamál. Hönnun er miðuð við að hægt sé að gæta ítrasta hreinlætis. Þrif að lokinni vinnslu eru mjög auðveld.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.