Bændablaðið - 06.09.2018, Síða 26

Bændablaðið - 06.09.2018, Síða 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 201826 Kartöfluræktendur á Suðurlandi hafa glímt við óvenju mikla vætutíð í sumar: Slæmar uppskeruhorfur í Flóahreppi – Væg frostanótt kom í Forsæti IV Fyrir nokkrum vikum voru upp- skeru horfur á bænum Forsæti IV slæmar vegna stanslausra rign- inga í sumar, en ágætt veður í lok ágúst gaf þeim vonir um að útkoman yrði ágæt þrátt fyrir allt. Vægt næturfrost aðfaranætur 30. ágúst hefur dregið nokkuð úr þeim væntingum. Hún er löng, saga kartöfluræktar á bænum Forsæti IV í Flóahreppi. Hjónin Kristján Gestsson og Anna Guðbergsdóttir eru ábúendur þar og hafa ræktað kartöflur frá 1972, þar áður stunduðu foreldrar Kristjáns þar hefðbundinn blandaðan búskap og ræktuðu kartöflur frá 1960. „Við vorum með kýr í smátíma, en hættum þeim búskap fyrir þó nokkrum árum og snerum okkur alfarið að kartöflunum,“ segir Kristján. Góður jarðvegur sem þolir talsverða vætu „Jarðvegurinn er góður hér, frekar þurrlent – hann þolir töluverða vætu,“ segir Kristján og brosir, en óvenju mikið vatnsveður snemmsumars olli búsifjum í tilteknum görðum í Forsæti IV þar sem allt fór á flot og ekki alveg útséð með hvernig uppskeran verður þar á endanum. „Við erum með þessar fjórar sígildu tegundir; Gullauga, Rauðar íslenskar, Milva, Premiere – og svo reynum við að vera alltaf með eitthvað nýtt af erlendum tegundum til að prófa hvort henti íslensku veðurfari. Það fer mikið magn af þeim kartöflum í matvælavinnslu og á veitingastaði, en við seljum líka slíkar kartöflur í verslanir. Langmest selst þó alltaf af Gullauga og einnig mikið af Rauðum íslenskum. Við seljum í gegnum Sölufélag garðyrkjumanna og koma pakkaðar kartöflur þaðan merktar bænum okkar. Premiere spretta hraðast en þær rauðu hægast af þessum fjórum tegundum,“ segir Kristján. Spurður um hvort þær rauðu séu viðkvæmari en hinar, til dæmis hvort hættara sé á því að þær springi við suðu, segir Kristján að svo sé ekki. „Það gildir í raun það sama um allar kartöflur; að þær þurfa að jafna sig eftir upptöku þannig að hýðið styrkist. Við viljum helst að kartöflurnar bíði í jörðinni í um 10 daga með föllnum grösum áður en sett er í hús.“ Eru búin að taka upp í heilan mánuð „Við erum búin að taka upp í heilan mánuð núna af því sem var ræktað undir plasti. Þetta leit vægast sagt illa út með allt hitt fyrir nokkrum vikum. Við höfum sem betur fer fengið ágætt veður í ágúst og vonum að svo verði áfram. Við erum þó alltaf hrædd við frostið; því þegar það kemur þá falla grösin, kartöflurnar hætta að vaxa og við verðum að taka allt upp,“ segir Kristján. Þau Anna sjá að mestu leyti um vinnu við framleiðsluna en á mestu álagstímunum á haustin fá þau meiri hjálp frá börnum og tengdabörnum. Ef við fengjum tíu daga til hálfan mánuð í viðbót eins og þetta hefur verið að undanförnu, þá verður ástandið hér bara orðið nokkuð gott. Maður vill helst fá um 20–25 tonn á hektara úr þeim 24 hekturum sem við erum með í ræktun, en það verður ekki núna. Í raun urðum við fyrir tveimur áföllum í sumar í ræktuninni. Fyrst þessar rigningar þegar allt fór á flot af þessu sem við vorum búin að setja fyrst niður og má segja að um 10% af því sé ónýtt. Síðan hélt bara áfram að rigna í sumar þannig að vöxturinn varð mjög hægur. Um 70 prósent framleiðslunnar er í Flóahreppi Kristjáns segir að ef það komi fljótlega frost sé hægt að segja að uppskeran verði ekki góð. „Það er talsvert í húfi þar sem að minnsta kosti 70 prósent kartöfluframleiðslunnar á Íslandi er hér í Flóahreppi og í Þykkvabænum. Það er tíðarfarið sem yfirleitt ræður mestu um það hversu lengi íslenskar kartöflur eru í boði yfir árið fyrir neytendur á Íslandi. Kartöflubændum hefur fækkað, en á móti kemur að þeir sem eru enn í ræktun hafa aukið sína framleiðslu.“ Mikilvægt að hafa góðan vélakost Að sögn Kristjáns er mikilvægt að hafa góðan vélakost þegar tíðin er hagstæð og til þess að geta vélvætt sig vel hjálpar að hafa náð ákveðnu umfangi, eða 20–30 hektara ræktun. „Síðustu ár hefur verið það góð uppskera að hún hefur dugað allan ársins hring – og jafnvel þurft að henda afgöngum. Núna hins vegar horfir ekki eins vel.“ Aðfaranótt 30. ágúst, nóttina eftir viðtalið við Kristján, féllu kartöflugrösin til hálfs í vægu næturfrosti. Kristján segir að það þýði að kartöflurnar vaxi áfram þótt mjög hægist á vextinum. /smh Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Láttu dæluna ganga! Hjá Dynjanda færðu öflugar háþrýstidælur fyrir fjölbreyttar aðstæður og verkefni. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð. Myndir / smh Ferskar íslenskar búvörur í Litlu Melabúðinni Það er svo sannarlega vel þess virði fyrir þá sem unna ferskum íslenskum búvörum að kíkja í Litlu Melabúðina þessa dagana, sem stendur við garðyrkjubýlið Mela á Flúðum. Þar reka hjónin Guðjón Birgisson og Sigríður Helga Karlsdóttir sveitaverslun sem býður upp á það ferskasta sem bændur í héraðinu geta boðið upp á. Mest er af fersku grænmeti beint frá Melum – til dæmis salat og kryddjurtir, en einnig má þar til dæmis finna kjöt frá Langholtskoti, silung frá Tungufelli, svínakjöt frá Korngrís, brodd frá Sólheimum, flatkökur, hverabrauð, margs konar sultur og fleira góðgæti. Uppskeran úr útiræktuninni fer í verslunina Vöruúrval byggist á uppskeru og framboði á hverjum tíma og segir Guðjón að nú sé til að mynda tími úti- ræktaðs græn - metis; blómkáls, spergil káls, kína- káls, hvítkáls og flestar aðrar tegundir eru einnig í boði. Hann hafi minnkað umfang útiræktunar mjög á síðustu árum og ræktar nú fyrst og fremst til sölu í Litlu Melabúðinni. Þá eru gúrkur og tómatar af ýmsu tagi alltaf til sölu í Litlu Melabúðinni, sem eru í heilsársræktun á Melum – auk annarra gróðurhúsategunda. /smh Myndir / smh

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.