Bændablaðið - 06.09.2018, Page 31

Bændablaðið - 06.09.2018, Page 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 2018 31 Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Vottaður hífi- og festingabúnaður Námskeið um notkun á hífibúnaði Skoðanir og eftirlit á hífibúnaði Hífi- og festingabúnaður www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is Fyrir nokkrum árum keypti ég kú, sem ég á enn; hún heitir Kola. Hún er engin framúrskarandi mjólkurkýr og sæti, eftir frammistöðu sinni í þeim efnum, við röðun varla fyrir ofan miðjan bekk. En ef raða ætti eftir greind og öðrum mannlegum eiginleikum kæmi þykkja í mig fyrir hennar hönd ef hún fengi ekki að sitja efst. Þegar ég eignaðist Kolu átti ég aðra kú, er öðrum fremur leit eftir kálfum sem fylgdu kúnum, en þegar Kola fór að kynnast tók hún alveg að sér þetta starf. Var hún ávallt öftust af kúnum og kálfarnir þar hjá henni. Yfir um á fara kýrnar stundum oft á dag, fram og aftur. Hafði Kola þá jafnan þann sið að nema staðar í miðri ánni, hversu djúpt sem var. Stóð hún þar baulandi og beið eftir kálfunum, og er þeir komu lét hún þá fara fram hjá sér og á undan það sem eftir var yfir um, svo að hún sæi hvað þeim liði. Aldrei vantaði svo kálfana á kvöldin að ekki vantaði Kolu líka. Hún mat meira að líta eftir þeim en að fylgja kúnum heim til mjalta á venjulegum tíma. Ef hret var hafði hún kálfana ýmist í skjóli við sig ef hún lá eða undir kverk sér ef hún stóð. Veturinn næstan eftir var kálfur undan Kolu látinn lifa, ásamt öðrum kálfi á sama aldri. Um þessa kálfa lét hún sér mjög annt er farið var að hleypa þeim út um vorið. En er kom fram á sumarið varð vart vanheilinda á kálfi Kolu. Sást það brátt að hann mundi dragast upp, og lét ég því slátra honum. Kálfurinn var tekinn úr fjósinu um morguninn og kúnum hleypt út rétt á eftir. Kola hafði veður af því að farið var með kálfinn heim að bæ. Hljóp hún því beina leið heim að bæjardyrum með miklu skerandi öskri; stóð hún þar langan tíma og horfðu margir á að tár runnu ótt og títt ofan vangana. Hún var gröm, grenjaði af sorg og vildi heimta aftur afkvæmi sitt er hún unni svo heitt, en hafði nú verið svipt. Í nokkra daga á eftir kom hún á hverjum morgni heim að bæ og stóð þar stundarkorn öskrandi; hún er ekki gleymin. Ekki leit hún það sumar sem eftir var við hinum kálfinum, enda var hún ein og utan við sig. Næsta sumar kom og leið. Kálfar voru með kúnum, en ekki sinnti Kola þeim. Veturinn næsta var aftur látinn lifa kálfur sem hún átti. Þá fyrst náði hún sér aftur, og þegar sumarið kom fór hún á ný að hugsa um kálfana og annast þá eins og fóstra. /Úr bókinni Forustu Flekkur SÖGUR &SAGNIR ÚR SVEITINNI Kola STARF RÁÐGJAFA HJÁ RML Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir ráðgjafa sem gæti sinnt fjölbreyttu ráðgjafar- og þróunarstarfi á sviði landbúnaðar. Starfs- og ábyrgðarsvið: » Starf í ráðgjafateymi RML. » Þróun og sala á fjölbreyttri ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við annað starfsfólk RML. » Þróunar og ráðgjafavinna tengd tækniþróun og umhverfis- málum í landbúnaði. » Önnur tilfallandi verkefni. Menntunar- og hæfniskröfur: » Háskólapróf sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun á sviði raungreina, náttúruvísinda tækni eða hagfræði æskileg. » Þekking á forritun og gagnavinnslu er kostur. » Þekking á verkefnastjórnun og aðferðafræði LEAN er kostur. » Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. » Geta til að vinna undir álagi. » Góðir samskiptahæfileikar. Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga á landbúnaði í sínum víðasta skilningi og hefur metnað og frumkvæði til að vinna að ráðgjafastarfsemi RML. Gert er ráð fyrir að starfsstöð viðkomandi verði á Akureyri eða Selfossi. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er ráðgjafarfyrirtæki í eigu bænda sem sinnir landbúnaðarráðgjöf um allt land. Starfsemin er dreifð um landið á 13 starfsstöðvum. Við bendum áhugasömum á heimasíðu ráðgjafarfyrirtækisins www.rml.is þar sem sótt er um starfið og einnig hægt að kynna sér starfsemina enn frekar. Umsóknarfrestur er til og með 15. september. Nánari upplýsingar veita Karvel L. Karvelsson klk@rml.is og Berglind Ósk Óðinsdóttir boo@rml.is. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 volundarhus.is · Sími 864-2400 GLÆSILEGT ÚRVAL AF SUMARHÚSUM á frábærum verðum www.volundarhus.is

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.