Bændablaðið - 06.09.2018, Síða 33

Bændablaðið - 06.09.2018, Síða 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 2018 33 árum. Búið er að bæta verulega við sýningaraðstöðu undir þaki og endurbæta aðstöðuna utanhúss, auka rými bæði fyrir dýrin sem þarna er að finna og gestina. Þá hefur dýrum verið fjölgað og finna má ýmis framandi dýr eins og skjaldbökur og auðvitað páfagaukana sívinsælu. Búið er að taka eldhúsmálin fyrir veitingastaðinn í gegn samkvæmt ströngustu kröfum og endurbæta alla aðstöðu innanhúss og auka við veitingaplássið. Þar eru að sjálfsögðu vínveitingar eins og á vel flestum veitingastöðum landsins. Vatns- og raflagnir hafa einnig verið endurnýjaðar og stígar utanhúss. Helgi segir einstaklega gam- an að sjá hvað fólk er viljugt að koma og njóta þess sem þarna er upp á að bjóða. Þarna er líka gott aðgengi fyrir fatlaða og góð aðstaða fyrir barnafólk til að njóta þess sem í boði er. Í mínígolfinu geta líka allir verið með, allt frá smábörnum og upp í afa og ömmur. Slakki er vel staðsettur á því mikla ferðamannasvæði sem Suðurland er orðið. Ekki minnkaði gildi staðsetningarinnar við nýju brúna yfir Hvítá sem skapaði hringleið fyrir ofan Reykholt og yfir á Flúðir. Þá hefur Helgi og margir aðrir líka horft vonaraugum á væntanlega brú frá Árnesi og yfir Þjórsá þegar þar verður reist virkjun. Í dag eru um 90 kílómetrar frá Slakka í Galtalæk en það mun styttast niður í um 30 kílómetra eða svo með tilkomu brúar úr Árnesi og yfir. Þá verður öll Rangárvallasýslan komin á kortið hjá Slakka og öllum öðrum þjónustuaðilum á stóru svæði. Bættar samgöngur og vegtengingar skipta svæðið því verulegu máli. /HKr. Danuta og Kuba er par frá Póllandi sem er að ljúka dýralæknanámi. Þau una sér vel í Slakka þar sem þau annast eftirlit með dýrunum. aldar. Það varð síðan kveikjan að því að ráðist var í að breyta gróðrarstöðinni í dýra- og skemmtigarð 1993. Púttvöllurinn inn af veitingasölunni er alltaf vinsæll. Grýtubakkahreppur: Tillögur þóttu ófullnægjandi Tveir aðilar óskuðu eftir sam- starfi við Grýtubakkahrepp og sendu inn hugmyndir að upp byggingu ferðaþjónustu í hreppnum, en hvorug þótti full- nægjandi Hreppurinn auglýsti á liðnu vori eftir samstarfsaðilum um slíka uppbyggingu sem og afnot af landi í eigu hreppsins til þyrluskíðamennsku eftir árið 2021. Hafa báðir aðilar í framhaldinu mætt á fund sveitarstjórnar og kynnt sínar hugmyndir. Sveitarstjórn hefur farið yfir hugmyndirnar og metið, m.a. með tilliti til þess hvort þær séu raunhæfar og líklegt að þær gangi eftir. Áfram unnið með hugmyndir Niðurstaða sveitarstjórnar var að hvorugur aðili hefði skilað inn tillögum sem væru fullnægjandi til þess samstarfs sem lagt var upp með í auglýsingunni. Niðurstaða hefur því ekki fengist í málinu og engin ákvörðun tekin um framhald samnings um þyrluskíðamennsku að sinni. Sveitarstjórn mun áfram vinna með þær hugmyndir sem hafa verið uppi og þrátt fyrir að ekki kæmi niðurstaða nú, hefur sveitarstjórn fulla trú á því að á næstu árum verði myndarleg uppbygging í ferðaþjónustu í hreppnum. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.