Bændablaðið - 06.09.2018, Qupperneq 34

Bændablaðið - 06.09.2018, Qupperneq 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 201834 Stórar dráttarvélar í dag eiga það flestar sameiginlegt að vera fjórhjóladrifnar, með öll dekkin í sömu stærð og vera knúnar af hundruð hestafla sex strokka dísilvél. Bræðurnir Doug og Maurice stigu sín fyrstu skref í hönnun og smíði dráttarvéla í gamalli hlöðu á kúabúi sínu í Minnesota-ríki í Bandaríkjum Norður- Ameríku um miðjan áratug síðustu aldar. Hugmyndin var að smíða stóra og kraftmikla dráttarvél sem uppfyllti allar kröfur búsins. Traktorinn, sem að sjálfsögðu var kallaður Steiger, var frumsýndur vorið 1957 og reyndist vel og margir sýndu honum áhuga. Fjöldaframleiðsla Árið 1963 hófu þeir fjölda- f r a m l e i ð s l u á dráttarvélunum og settu saman 125 slíkar af ólíkum gerðum í fjóshlöðunni næstu árin. Allir áttu dráttarvélar Steiger bræðra það sameiginlega að vera fjórhjóladrifnar, öll hjólin jafnstór og vélin vel yfir hundrað hestöfl og knúin áfram af sex strokka dísilvél. Hönnunin var svo vel heppnuð að flestar stórar dráttarvélar byggja á henni enn í dag. Steiger dráttarvélarnar hafa frá upphafi verið stórar og kraftmiklar. Frumgerðin var 238 hestöfl og vélarnar sem fyrir tækið framleiddi á árunum 1963 til 1974 voru á bilinu 118 til 300 hestöfl. Að sex árum liðnum var orðið nauðsynlegt að stækka við sig og byggðu bræðurnir með hjálp fjárfesta dráttarvélaverksmiðju í Fargo og réðu 26 manns í vinnu. Framleiðsla óx hratt næstu árin og traktorarnir seldust vel og Steiger náði 36% markaðshlutdeild í sölu á stórum dráttarvélum í Bandaríkjunum og Kanada. Árið 1974 var reist enn önnur verksmiðja og er það verksmiðjan þar sem Steiger dráttarvélar eru settar saman í dag. Stærð og afl dráttarvélanna hélt áfram að aukast á níunda áratug síðustu aldar í ríflega 500 hestöfl. Steiger vélarnar þykja vandaðar og eru þær auglýstar sem lífstíðareign. Erfitt efnahagsástand á níunda áratug tuttugustu aldarinnar reyndist fyrirtækinu erfitt og um tíma starfaði það á 25% afkastagetu. Árið 1986 var fyrirtækið sett í gjaldþrotaskipti og sama ár keypti Case þrotabúið. Framleitt fyrir aðra Eftir að nýja verksmiðjan var tekin í notkun tók fyrirtækið að sér að setja saman dráttarvélar fyrir framleiðendur eins og Allis-Chalmers, CCIL Canadian CO-OP og International Harvester. Árið 1979 setti fyrirtækið saman sína tíu þúsundustu dráttarvél. 18 mínútur að setja saman dráttarvél Reyndar er búið að margendurbæta verksmiðjuna frá 1974 og í dag vinna þar um 1.100 manns og er sagt að það taki menn og vélmennin ekki nema átján mínútur að setja sama fullbúna nýja dráttarvél. /VH UTAN ÚR HEIMI Steiger – stórir traktorar Erfðatækni og búfjársjúkdómar: Gera svín ónæm fyrir alvarlegum PRRS vírussjúkdómi Vísindamönnum í Skotlandi hefur tekist með hjálp erfðatækninnar að gera svín ónæm fyrir alvar- legum vírussjúkdómi sem veldur bændum og svínakjöts- framleiðendum í Evrópu og víðar milljarða tjóni á ári. Vírusinn sem um ræðir leggst á öndunarfæri svína og kallast á ensku „porcine reproductive and respiratory syndrome“, eða PRRS. Sýkt svín eru ekki hættuleg til neyslu en vírusinn veldur öndunarörðugleikum, grísadauða og fósturmissi hjá gyltum. Þriðjungur svína sýkt Til þessa hefur engin lækning verið við sjúkdómnum og þrátt fyrir varnaraðgerðir til að hefta útbreiðslu hans er talið að um 30% eldissvína í Evrópu séu að jafnaði smituð. Samkvæmt því sem segir í fréttum um áfangann náðist ónæmið með því að fjarlægja þann hluta erfðaefnis svínanna sem var veikt fyrir PRRS sýkingunni. Í tilraunum þar sem svín sem erfðaefnið hafði verið fjarlægt úr voru hýst með sýktu svínunum sýndi engin merki um sýkingu. Svo virðist að það að hafa fjarlægt hluta erfðaefnisins hafi ekki haft nein önnur áhrif á svínin en að gera þau ónæm fyrir PRRS. Þrátt fyrir að ekki sé enn ljóst hvort erfðabreytingin falli undir lög sem banna eldi á erfðabreyttum gripum í Evrópu til manneldis eru vonir enn bundnar við að áfanginn eigi í framtíðinni eftir að hafa mikil áhrif til aukinnar dýravelferðar og eigi ekki síst eftir að spara svínakjötsframleiðendum háar fjárhæðir vegna betra heilsufars dýranna. Vonast er til að áfanginn sé skref í þá átt að draga úr notkun á sýklalyfjum í landbúnaði enda PRRS einungis einn af mörgum alidýrasjúkdómum sem talið er að koma megi í veg fyrir með erfðatækni. Lagaflækjur Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu sem fjármagnaði rannsóknirnar, Genus Pic, segir að nú sé verið að skoða lagalega hliðina á því að setja kjöt af svínunum á markað. Fastlega er gert ráð fyrir að það muni gerast fyrst í Bandaríkjunum Norður-Ameríku þar sem lög um erfðabreytingar eru ekki eins strangar og í Evrópu. /VH Talið er að 30% alisvína í Evrópu séu sýkt í öndunarvegi vegna víruss sem fyrst varð vart í Bandaríkjum Norður- Ameríku á miðjum níunda áratug síðustu aldar. Aukin kjötneysla mun hafa slæm áhrif á umhverfið Ný greining á kjötneyslu í heiminum bendir til að neysla á kjöti muni aukast með auknum fólksfjölda og að aukning í neyslu kjöts muni hafa verulega slæm umhverfisáhrif. Í grein sem birt var í Science er haft eftir faraldsfræðingi við háskólann í Oxford að kannanir sýna að neysla á kjöti í heiminum sé að aukast og að flest bendi til að hún eigi eftir að aukast enn meira á næstu áratugum vegna aukins mannfjölda. Samkvæmt greininni er ekki nóg með að mikil kjötneysla sé slæm fyrir umhverfið, meðal annars vegna áhrifa kjötframleiðslu til aukinnar hlýnunar jarðar, því mikil kjötneysla, sérstaklega unnar kjötvörur, eykur líkur á ristilkrabbameini og hjartasjúkdómum. Fram kemur að meðalneysla á kjöti jókst úr 23 kílóum árið 1961 í 43 kíló á mann árið 2014. Aukningin í framleiðslu á kjöti í heiminum frá 1961 til okkar tíma er ríflega fjórföld. Reyndar hefur dregið úr kjötneyslu í nokkrum löndum heims undanfarin ár. Kjötneysla á Bretlandseyjum hefur til dæmis minnkað um 4,2% og neysla á beikoni um 7% frá 2012. Aðra sögu er að segja frá Kína og mörgum löndum í Austur-Asíu þar sem neysla á kjöti hefur aukist um 76% og er enn að aukast frá aldamótum. Neysla á nautakjöti í Asíu hefur aukist um 69% og svínakjöti um 42% á sama tíma. Í dag eru íbúar jarðar tæplega 7,7 milljarðar og gera spár ráð fyrir að þeir verði 10 milljarðar árið 2050 ef ekkert alvarlegt gerist til að draga úr fólksfjölda. Í greininni í Science segir að ekki sjái fyrir endann á því hvernig eigi að sjá stórum hluta þess fólks fyrir kjöti án þess að ganga alvarlega á umhverfið og valda gríðarlegum umhverfisspjöllum. /VH Neysla á nautakjöti í Asíu hefur aukist um 69% og svínakjöti um 42%.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.