Bændablaðið - 06.09.2018, Síða 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 201838
UPPBYGGING&TÆKNI
Íslenska kalkþörungafélagið á Bíldudal reisti átta íbúða hús fyrir starfsmenn sína:
Átta íbúða hús tilbúið á einu ári
– Það tók aðeins um hálfan mánuð að reisa þetta fyrsta hús sem byggt er í Bíldudal í nær þrjá áratugi
Rúmlega eitt ár leið frá því
Íslenska kalkþörungafélagið fékk
út hlutað lóð við Tjarnarbraut á
Bíldu dal til að byggja þar hús þar
til það var tekið í notkun fullbúið.
Húsið er raðhús á tveimur
hæðum, alls 435 fermetrar að
stærð og í því eru átta litlar
íbúðir.
„Það hefur verið viðvarandi
skortur á húsnæði í öllu héraðinu,
ekki bara á Bíldudal heldur líka í
nágrannabyggðum, Patreksfirði og
Tálknafirði,“ segir Einar Sveinn
Ólafsson, nýfjárfestingastjóri hjá
Marigot hér á landi, en félagið
er eigandi Ískalks á Bíldudal.
Íbúðirnar eru ætlaðar fyrir starfsfólk
félagsins. Ekki hefur verið byggt
nýtt hús á Bíldudal í tæplega þrjá
áratugi, eða frá árinu 1989.
Smíðað í Eistlandi og
allt fylgir með
Bæjarstjórn Vesturbyggðar
úthlutaði félaginu lóðinni í
fyrrasumar. Húsið er smíðað í
Eistlandi og flutt hingað til lands.
Húsið var tekið í notkun með
opnu húsi fyrir íbúa Bíldudals og
nærsveita, sveitarstjórnarfólk og
alþingismenn voru á meðal gesta
og eins kom Ásmundur Einar
Daðason, ráðherra húsnæðimála.
Um eitt hundrað manns litu inn og
skoðuðu húsið og íbúðirnar.
Húsið er smíðað frá grunni í
Eistlandi, hjá byggingafyrirtækinu
Akso-Haus, sem einnig annaðist
uppsetningu þess í Bíldudal og sá
um allan frágang en íbúðirnar eru
afhentar fullbúnar til innflutnings,
búið að mála, leggja gólfefni,
setja upp eldhúsinnréttingu og
raftæki, húsgögn sömuleiðis og á
baðherbergi sem er dúkalagt eru
öll tilheyrandi tæki. Gólfhiti er í
gólfum baðherbergja en sérstök
varmadæla í hverri íbúð hitar önnur
rými.
Gekk hratt fyrir sig
Einar Sveinn segir að verkið hafi
gengið hratt fyrir sig. Skipafélagið
Atlantic Shipping ehf., umboðsaðili
Akso-Haus, sá um flutning
húseininganna til landsins ásamt
steyptri botnplötu sem framleidd
var í Eistlandi og eins flutti það
öll húsgögn í íbúðirnar átta en þau
fylgdu með í kaupunum.
„Frá því flutningaskipið með
farminn lagðist að bryggju við
Bíldudal tók aðeins um hálfan
mánuð að reisa húsið, tengja lagnir
og leggja lokahönd á verkið til að
unnt yrði að flytja inn,“ segir hann.
Eina færa leiðin
Ástæðu þess að Íslenska kalkþör-
unga félagið fer þessa leið, aflar
sér byggingaleyfis og reisir hús
á Bíldudal, segir Einar Sveinn
vera þá að mikill og viðvarandi
skortur hafi verið á húsnæði í
Bíldudal og hefði það hamlað
nýráðningum til að uppfylla
mannaflaþörf fyrirtækisins.
Forsendur hafi ekki verið til staðar
fyrir einstaklinga, einkum ungt
fólk, til að ráðast í húsbyggingar
á staðnum né heldur hafi verið
kostur á kaupum á eldra húsnæði,
auk þess sem lánastofnanir láni
einungis að hámarki fyrir 70% af
fasteignamati.
„Við töldum að þetta væri
eina færa leiðin, að ráðast á eigin
kostnað í byggingu íbúðarhúsnæðis
á Bíldudal sem við síðar getum selt
á almennum markaði ef og þegar
aðstæður skapast til þess,“ segir
hann. Fjárfestingakostnaður við
verkið er í kringum 300 milljónir
króna með smíði, húsgögnum,
flutningi, uppsetningu og öllu sem
til þarf til að flytja inn í íbúðirnar.
/MÞÞ
Það tók aðeins um hálfan mánuð að reisa húsið, tengja lagnir og leggja
lokahönd á verkið til að unnt yrði að flytja inn.
Hönnun íbúðanna er öll hin snotrasta.
Húsið var tekið í notkun í sumar með opnu húsi fyrir íbúa Bíldudal og
nærsveita, sveitarstjórnarfólk og alþingismenn voru á meðal gesta.
Húsið er raðhús á tveimur hæðum, smíðað í Eistlandi. Í því eru átta litlar
íbúðir.
Þægilegur prjóna-/skel jakki úr
prjónuðu pólýester og fóðraður að
innan með flís. Vasi með rennilás á
vinstri ermi og tveir vasar á hliðum.
Stórir vasar að innanverðu.
Litir: Grár/svartur
Stærðir: XS-4XL
Prjónasoftshell jakki
Verð: kr. 4.900,-
KH Vinnuföt Nethyl 2a 110 Reykjavík Sími: 577 1000 info@khvinnufot.is www.khvinnufot.is
Húsið er raðhús á tveimur hæðum, smíðað í Eistlandi. Í því eru átta litlar íbúðir.
Um 100 manns mættu í opið hús þegar Íslenska kalkþörungafélagið á Bíldudal
sýndi nýtt 2. hæða og 8 íbúða raðhús, hið fyrsta sem reist er á Bíldudal í tæp
30 ár. Frá vinstri eru Jane María Sigurðardóttir ásamt ungri dóttur sinni, Ólafíu
Maríu, Einar Sveinn Ólafsson, nýfjárfestingastjóri Marigot, eigandi Ískalks á
Bíldudal, Gísli Þrastarson, framkvæmdastjóri Atlantic Shipping og eiginmaður
Jane Maríu, Einar Ásmundur Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra,sem
jafnframt fer með húsnæðismál, og Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska
kalkþörungafélagsins.
Rúmlega eitt ár leið frá því Íslenska
kalkþörungafélagið fékk úthlutað
lóð við Tjarnarbraut á Bíldudal til að
byggja þar hús þar til það var tekið í
notkun fullbúið.