Bændablaðið - 06.09.2018, Page 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 201844
...frá heilbrigði til hollustu
Smölun og haustleitir:
Velferð í göngum og réttum
Smalamennskur og fjárleitir eru
vandasamt verk þar sem gæta
þarf öryggis en alltaf ætti að hafa
velferð fjárins og hrossanna að
leiðarljósi.
Lengstu fjárleitir eru um 6-7
daga smalamennskur á afréttum
Árnesinga. Þeir Flóamenn sem
fara í lengstar fjallferðir eru 11
daga í ferðinni á hestbaki. Kind
úr Flóanum sem finnst inni í
Tjarnarveri getur átt fyrir sér 100 km
göngu á sex dögum þangað til hún
kemur í Reykjaréttir. Sem betur fer
eru ekki margar kindur sem koma
fram í smalamennskum svona langt
frá byggð, en það er mikil ábyrgð
sem hvílir á þeim sem ætla að koma
þessum kindum til byggða.
Að féð hlaupi sig ekki uppgefið
Mikilvægt er að standa þannig að
smalamennskum að féð hlaupi sig
ekki uppgefið. Þessu ber einkum að
vara við þar sem notuð eru vélknúin
hjól sem aldrei þreytast og eru mun
hraðskreiðari en bæði hestar og
kindur.
Þegar fé er náttað í gerði er
mikilvægt að það hafi aðgang að
vatni. Í rekstri verður að fara hægt
og hafa farartæki við höndina til þess
að taka þreyttar eða haltar kindur
tímanlega á vagn. Sérstaklega reynir
mikið á féð ef heitt er í veðri, þá er
mikilvægt að æja vel og lengi þegar
dagurinn er heitastur.
Því miður hafa slys orðið þegar
verið er að reka fé yfir vatnsföll
sem jafnvel eru ekki nema lækir
alla jafna. Þess vegna er mikilvægt
að velja rekstrarleiðir þar sem hægt
er að nota brýr og forðast vöð þar
sem þrengir að fénu.
Hætta á sjúkdómasmiti
Á afrétti er ekki mikil hætta á
sjúkdómasmiti, en sú hætta eykst
eftir því sem féð þéttist í rekstri.
Jafnframt verður féð næmara fyrir
smiti þegar það þreytist og er undir
álagi. Þess vegna er margra daga
rekstur fjár frá mörgum bæjum
saman, vísasta leiðin til að breiða
út sjúkdóma á borð við riðuveiki,
kregðu, tannlos og kýlapest.
Matvælastofnun minnir á
mikilvægi þess að hausar séu
teknir af fullorðnum kindum sem
drepast á fjalli og haft sé samráð
við héraðsdýralækni um sýnatöku
úr þeim ásamt nákvæmum
upplýsingum um urðunarstað t.d.
með GPS tæki, hafi ekki verið hægt
að koma hræinu til byggða.
Ef aflífa þarf kind þá skal
tryggja að það sé gert skv. 13.
gr. reglugerðar nr. 1066/2014 um
velferð sauðfjár og geitfjár, aflífun
utan sláturhúss.
Réttir
Það er með ýmsu móti hvernig staðið
er að sundurdrætti fjár eftir að það
kemur úr sumarhögum. Víða er fé
réttað í fjármörgum réttum þó að
nú sé fjárfjöldinn ekki svipur hjá
sjón hjá því sem var hér áður fyrr.
Í þessum réttum má ekki á milli
sjá hvort er fleira fólk eða kindur.
Óhjákvæmilega vill stundum verða
heilmikill atgangur þegar verið er að
reka kindurnar inn í almenninginn
og handsama kindurnar. Þá er
mikilvægt að við fullorðna fólkið
séum þeim yngri til fyrirmyndar,
förum vel að fénu og gera börnunum
grein fyrir því að kindurnar eru ekki
reiðskjótar. Við drátt skal forðast
að taka utarlega í horn þar sem
það eykur líkur á að þau brotni, og
varast að hanga eða toga kröftuglega
í ullina, því slíkt veldur blæðingum
undir húð. Aldrei skyldi snúa upp á
né draga í eyru hrossa þegar þau eru
handsömuð.
Varast að kindur troðist undir
Það er einnig mikilvægt að fólkið
sem er í almenningnum víki fyrir
fénu í innrekstri og forðist að þrengja
svo mikið að því að kindur troðist
undir. Hundar eiga ekkert erindi í
almenninginn og er varað sérstaklega
við að farið sé með hunda hverrar
tegundar eða stærðar sem er sem
ekki eru vanir sauðfé inn í kindahóp.
Góðir fjárhundar eru gulls ígildi, en
það er á ábyrgð eiganda hundsins að
hann bíti ekki kindur, og gelti né reki
þær til af tilefnislausu.
Smitvarnir
Á öðrum stöðum eru ekki réttir,
heldur er fé af takmörkuðu svæði
dregið í sundur heima á bæjum. Þar
sem þannig háttar eru talsverð brögð
að því að fé sé dregið í sundur inni í
fjárhúsum. Það er afleit aðferð. Það
er misjafn sauður í mörgu fé og hvar
sem er á landinu geta verið kindur í
fjársafni sem eru óvelkomnar af því
að þær eru langt að komnar og geta
borið með sér sjúkdóma sem ekki
eru á þeim bæ sem dregið er sundur
á eða á því svæði. Slíkar kindur geta
hæglega smitað húsin þannig að erfitt
og jafnvel ómögulegt getur orðið
að losna við smitið. Drykkjarílátin
eru greið smitleið. Sýkingar eins og
garnaveiki og pestarsýklar geta lifað
lengi í húsunum.
Þar sem sá siður hefur verið
tekinn upp að draga í sundur inni
í fjárhúsum eru bændur hvattir til
að gera þá kröfu til samsveitunga
sinna að gerð verði aðstaða úti við
með grindum til að drag fé í sundur.
Þá hjálpar náttúran við að draga úr
smitinu á milli rétta því sólskin og
víxl frosts og þíðu hjálpar til við að
fækka sýklum.
Á þeim svæðum þar sem skylda
er að bólusetja gegn garnaveiki er
það góð regla að velja ásetningslömb
snemma hausts, bólusetja sem allra
fyrst og merkja þau jafnharðan, taka
þau frá fullorðna fénu, setja þau á
tún sem jórturdýrum hefur ekki
verið beitt á að vorinu, taka þau
svo í hreinar stíur án snertingar við
óhreinindi frá fullorðnu fé og tryggja
þrifalega umgengni um hey og vatn.
Bólusetningum skal vera lokið fyrir
31. desember.
Sigrún Bjarnadóttir,
dýralæknir nautgripa- og
sauðfjársjúkdóma hjá
Matvælastofnun
Sala á kindakjöti nokkuð góð það sem af er ári
Almennt má segja að sala á
kindakjöti hafi verið nokkuð góð
það sem af er þessu ári.
Um mánaðamótin júlí/ágúst var
heildarsala frá upphafi sláturtíðar
2017 um 5.600 tonn af lambakjöti
sem er sama magn og var selt á
sama tímabili árið áður. Ekki eru
komnar sölutölur fyrir ágústmánuð.
Mikill útflutningur og birgðir
í lágmarki
Mikið magn af kindakjöti var flutt
út í sláturtíðinni síðastliðið haust.
Um mánaðamótin júlí/ágúst var
búið að flytja út 3.691 tonn frá
upphafi síðustu sláturtíðar. Sem er
um 970 tonnum meira en á sama
tíma árið áður.
Um mánaðamótin júlí/ágúst
voru birgðir af lambakjöti um
1.138 tonn en voru á sama tíma
árið áður um 1.816 tonn.
Gera má ráð fyrir að
innanlandssala í ágúst verði um
500 tonn og því verða birgðir við
upphaf sláturtíðar um 600 tonn.
Það er 500 tonnum minna en á
sama tíma árið áður. Sé litið til
5 ára meðaltals hafa birgðir af
lambakjöti við upphaf sláturtíðar
verið um 1.000 tonn.
Verðþróun
Vísitala neysluverðs mælir þróun
verðlags hér á landi. Vísitala
neysluverðs er byggð á fjölmörgum
undir vísitölum, ein þeirra er
vísitala lambakjöts, sem mælir
þróun á smásöluverði lambakjöts.
Þróun vísitölu lambakjöts, það
sem af er þessu ári, bendir til þess
að verð til neytenda hafi staðið í
stað frá síðasta hausti. Yfir 5 ára
tímabil hefur vísitala lambakjöts
hins vegar lækkað um 10% á
meðan vísitala neysluverðs hefur
hækkað um 9%. Á sama tíma hefur
afurðaverð til bænda lækkað um
35%.
Sep Okt Nóv Des Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú
2017 2018
Útflutt 388 1.059 798 463 257 112 81 229 146 51 107
Kindakjöt 71 191 63 25 50 32 34 25 37 26 33
Lambakjöt 708 903 457 389 416 548 443 561 433 410 394
0
400
800
1.200
1.600
2.000
To
nn
Sala á kindakjöti 2017-2018
Lambakjöt Kindakjöt Útflutt Sep Okt Nóv Des Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú
2015-2016 261 950 1482 1725 1960 2163 2422 2588 2665 2806 2856 2953
2016-2017 237 663 1460 1568 1747 1870 2068 2195 2496 2634 2715 2981
2017-2018 388 1447 2245 2708 2965 3077 3158 3387 3533 3584 3691
0
500
1.000
1.500
2.000
2.500
3.000
3.500
4.000
U
pp
sa
fn
að
ur
ú
tfl
ut
ni
ng
ur
, t
on
n
Útflutningur á kindakjöti
109
65
90
0
20
40
60
80
100
120
140
160
180
200
2014 2015 2016 2017 2018
Vísitala neysluverðs Afurðaverð Lambakjöt (vísitala)
Unnsteinn Snorri Snorrason
framkvæmdastjóri
Landssamtaka sauðfjárbænda
unnsteinn@bondi.is