Bændablaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 2018 49 Prjónaðar tátiljur með garða- prjóni og picot-kanti frá Drops Eskimo. Stærðir: 20/21 - 22/23 - 24/25 - 26/28 – 29/31 – 32/34 Lengd fótar: 12 - 13 - 15 - 17 - 18 - 20 cm Garn: Drops Eskimo 100-100-150-150-150-200 g nr 54, millifjólublár Prjónar: hringprjónar (40, 60 eða 80 cm) nr 5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 lykkjur x 33 umf með garðaprjóni verði 10 x 10 cm. Garðaprjón (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. PICOT KANTUR (prjónaður fram og til baka): Umferð 1 (= rétta): Prjónið sl. Umferð 2 (= ranga): Prjónið sl. Umferð 3 (= rétta): Prjónið sl þar til 4 lykkjur eru eftir, þær eru prjónaðar þannig: 2 slétt saman, sláið uppá prjóninn, í hverja og eina af 2 síðustu lykkjum eru prjónaðar 2 lykkjur = 2 nýjar lykkjur á prjóni. Umferð 4 (= ranga): Takið 1 lykkju óprjónaða, 1 lykkja sl, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, 1 lykkja sl og steypið öftustu lykkju á hægri prjón yfir fremstu, fækkað hefur verið um 2 lykkjur – prjónið nú sl út umf. Endurtakið umf 1 til 4. TÁTILJA: Stykkið er prjónað fram og til baka. UPPÁBROT: Fitjið upp 14-14-16-16-18-18 lykkjur á hringprjóna nr 5 með Eskimo. Setjið 1 prjónamerki innan við 4 síðustu lykkju á prjóni á vinstri hlið á stykki (séð frá réttu). Prjónið garðaprjón– sjá skýringu að ofan, jafnframt er prjónaður picot kantur yfir síðustu 4 lykkjurnar – sjá skýringu að ofan. Haldið svona áfram þar til prjónaðar hafa verið alls 56-64-68-76-84-88 umf garðaprjón, stykkið mælist ca 17-19-21-23-25-27 cm, fellið af. FÓTUR: Prjónið upp 1 lykkju í hvern garð meðfram langhlið án picot kantar = 28-32-34-38-42-44 lykkjur. Prjónið garðaprjón í 2 cm, síðasta umf = frá röngu. Prjónið fyrstu 8-10-11-12-14-15 lykkjur með garðaprjóni og setjið þessar lykkjur á band, aukið út um 1 lykkju, prjónið næstu 12-12-12-14-14-14 lykkjur með garðaprjóni, aukið út um 1 lykkju, prjónið síðustu 8-10-11-12-14-15 lykkjurnar og setjið þær á band, klippið frá. Prjónið síðan garðaprjón yfir þær 14-14-14-16-16-16 lykkjur sem eftir eru. Þegar efri hlutinn mælist 4-4-5-6-6-7 cm fellið af 1 kantlykkju á hvorri hlið frá röngu = 12-12-12-14-14-14 lykkjur, setjið lykkjur á 1 band. Klippið frá. Prjónið næstu umf þannig (= rétta): Prjónið lykkjur af bandi jafnframt eru prjónaðar upp 7-7-9-10-10-12 lykkjur hvoru megin við efra stykki innan við 1 kantlykkju = 42-46-52-58-62-68 lykkjur. Héðan er nú mælt. Haldið áfram fram og til baka með garðaprjóni. Setjið 1 prjónamerki fyrir miðju framan á tá. Þegar stykkið mælist 2 cm eru prjónaðar 2 lykkjur slétt saman hvoru megin við prjónamerki og prjónið 2 lykkjur slétt saman innan við 1 kantlykkju á hvorri hlið, endurtakið úrtöku í annarri hverri umf (= alls 4 l færri í annarri hverri umf). Haldið áfram með úrtöku þar til stykkið mælist 3-3-4-4-5-5 cm – fellið af. Saumið saum undir il yst í lykkjubogann svo að saumurinn verði ekki of þykkur. Prjónið aðra tátilju alveg eins. Prjónakveðja, Mæðgurnar í Handverkskúnst www.garn.is adnæB 02 . ptemberse Kósísokkar á börn HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 3 5 9 1 4 2 8 6 6 7 4 3 5 4 3 2 1 9 7 9 6 8 1 5 2 1 6 3 7 1 6 7 9 5 8 Þyngst 4 3 1 7 1 3 8 7 6 9 5 7 9 8 3 4 6 5 2 1 1 6 2 4 6 8 8 2 6 9 6 4 7 1 2 4 2 4 8 7 5 6 1 5 5 2 6 8 4 7 5 2 3 6 9 1 7 5 1 1 9 4 8 3 5 9 2 4 1 6 8 7 4 9 1 2 2 6 3 Fór í stærsta turn í heimi FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Andreas Haraldur er nýlega fluttur í Flóahrepp með foreldrum og þremur systrum. Hann á ættir að rekja til Japans og Þýskalands og langar að heimsækja þessi lönd. Andreas stundar hestamennskuna og er mjög áhugasamur um að rækta hross. Nafn: Andreas Haraldur Ketel. Aldur: 12 ára. Stjörnumerki: Steingeit. Búseta: Lækjarbakki í Flóa. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir, vera með vinum mínum. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Ef ég má velja hvaða dýr sem er myndi ég klárlega velja úlfinn. Ef það er verið að spyrja um dýr í sveit þá segi ég hundur. Uppáhaldshljómsveit: Á enga uppáhalds hljómsveit en Khalid er í miklu uppáhaldi núna. Uppáhaldskvikmynd: Rampage. Fyrsta minning þín? Fyrsta minning mín í fljótu bragði var þegar ég var í leikskólanum að Hólum í Hjaltadal að leika mér í stóra skóginum með pabba, mömmu og Kamillu. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta og hef mjög gaman af. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég fór til Dubai og fór meðal annars í Burj Kalifa, stærsta turn í heimi, með fjölskyldunni. Næst » Þar sem Eva Rut skoraði á mig ætla ég að skora á Soffíu Náttsól sem býr í Forsæti 2. Hamrahlíð 17 Hús Blindrafélagsins Sími 552-2002 ÓDÝR Margskipt gleraugu Verð 39.900 kr Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tvær vikur) Marg i t l augu Umgjörð og gler
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.