Bændablaðið - 06.09.2018, Qupperneq 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 2018 49
Prjónaðar tátiljur með garða-
prjóni og picot-kanti frá Drops
Eskimo.
Stærðir: 20/21 - 22/23 - 24/25 - 26/28 – 29/31
– 32/34
Lengd fótar: 12 - 13 - 15 - 17 - 18 - 20 cm
Garn: Drops Eskimo
100-100-150-150-150-200 g nr 54, millifjólublár
Prjónar: hringprjónar (40, 60 eða 80 cm) nr 5 – eða
þá stærð sem þarf til að 17 lykkjur x 33 umf með
garðaprjóni verði 10 x 10 cm.
Garðaprjón (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.
PICOT KANTUR (prjónaður fram og til baka):
Umferð 1 (= rétta): Prjónið sl.
Umferð 2 (= ranga): Prjónið sl.
Umferð 3 (= rétta): Prjónið sl þar til 4 lykkjur eru
eftir, þær eru prjónaðar þannig: 2 slétt saman, sláið
uppá prjóninn, í hverja og eina af 2 síðustu lykkjum
eru prjónaðar 2 lykkjur = 2 nýjar lykkjur á prjóni.
Umferð 4 (= ranga): Takið 1 lykkju óprjónaða,
1 lykkja sl, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, 1
lykkja sl og steypið öftustu lykkju á hægri prjón
yfir fremstu, fækkað hefur verið um 2 lykkjur
– prjónið nú sl út umf. Endurtakið umf 1 til 4.
TÁTILJA:
Stykkið er prjónað fram og til baka.
UPPÁBROT:
Fitjið upp 14-14-16-16-18-18 lykkjur á hringprjóna
nr 5 með Eskimo. Setjið 1 prjónamerki innan við
4 síðustu lykkju á prjóni á vinstri hlið á stykki
(séð frá réttu). Prjónið garðaprjón– sjá skýringu
að ofan, jafnframt er prjónaður picot kantur
yfir síðustu 4 lykkjurnar – sjá skýringu að ofan.
Haldið svona áfram þar til prjónaðar hafa verið
alls 56-64-68-76-84-88 umf garðaprjón, stykkið
mælist ca 17-19-21-23-25-27 cm, fellið af.
FÓTUR:
Prjónið upp 1 lykkju í hvern garð meðfram langhlið
án picot kantar = 28-32-34-38-42-44 lykkjur. Prjónið
garðaprjón í 2 cm, síðasta umf = frá röngu.
Prjónið fyrstu 8-10-11-12-14-15 lykkjur með
garðaprjóni og setjið þessar lykkjur á band, aukið
út um 1 lykkju, prjónið næstu 12-12-12-14-14-14
lykkjur með garðaprjóni, aukið út um 1 lykkju, prjónið
síðustu 8-10-11-12-14-15 lykkjurnar og setjið þær á
band, klippið frá. Prjónið síðan garðaprjón yfir þær
14-14-14-16-16-16 lykkjur sem eftir eru. Þegar efri
hlutinn mælist 4-4-5-6-6-7 cm fellið af 1 kantlykkju
á hvorri hlið frá röngu = 12-12-12-14-14-14 lykkjur,
setjið lykkjur á 1 band. Klippið frá. Prjónið næstu umf
þannig (= rétta): Prjónið lykkjur af bandi jafnframt
eru prjónaðar upp 7-7-9-10-10-12 lykkjur hvoru
megin við efra stykki innan við 1 kantlykkju =
42-46-52-58-62-68 lykkjur. Héðan er nú mælt.
Haldið áfram fram og til baka með garðaprjóni.
Setjið 1 prjónamerki fyrir miðju framan á tá. Þegar
stykkið mælist 2 cm eru prjónaðar 2 lykkjur slétt
saman hvoru megin við prjónamerki og prjónið 2
lykkjur slétt saman innan við 1 kantlykkju á hvorri
hlið, endurtakið úrtöku í annarri hverri umf (= alls 4 l
færri í annarri hverri umf). Haldið áfram með úrtöku
þar til stykkið mælist 3-3-4-4-5-5 cm – fellið af.
Saumið saum undir il yst í lykkjubogann svo að
saumurinn verði ekki of þykkur. Prjónið aðra tátilju
alveg eins.
Prjónakveðja,
Mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is
adnæB
02 . ptemberse
Kósísokkar á börn
HANNYRÐAHORNIÐ
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma
fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um.
Létt
Þung
Miðlungs
3 5 9 1 4
2 8 6
6 7 4 3
5 4 3 2
1 9 7
9 6 8 1
5 2 1 6
3 7 1
6 7 9 5 8
Þyngst
4 3 1 7
1 3
8 7 6 9
5 7 9 8
3 4
6 5 2 1
1 6 2 4
6 8
8 2 6 9
6 4 7
1 2 4
2 4
8 7 5 6
1 5
5 2 6 8
4 7
5 2 3
6 9 1
7 5 1
1 9 4
8
3 5
9 2 4 1 6
8 7
4
9 1 2
2 6 3
Fór í stærsta
turn í heimi
FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ
Andreas Haraldur er nýlega
fluttur í Flóahrepp með foreldrum
og þremur systrum.
Hann á ættir að rekja til Japans
og Þýskalands og langar að
heimsækja þessi lönd. Andreas
stundar hestamennskuna og er mjög
áhugasamur um að rækta hross.
Nafn: Andreas Haraldur Ketel.
Aldur: 12 ára.
Stjörnumerki: Steingeit.
Búseta: Lækjarbakki í Flóa.
Hvað finnst þér skemmtilegast í
skólanum? Íþróttir, vera með vinum
mínum.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Ef
ég má velja hvaða dýr sem er myndi
ég klárlega velja úlfinn.
Ef það er verið að spyrja um dýr
í sveit þá segi ég hundur.
Uppáhaldshljómsveit: Á enga
uppáhalds hljómsveit en Khalid er í
miklu uppáhaldi núna.
Uppáhaldskvikmynd: Rampage.
Fyrsta minning þín? Fyrsta minning
mín í fljótu bragði var þegar ég var í
leikskólanum að Hólum í Hjaltadal
að leika mér í stóra skóginum með
pabba, mömmu og Kamillu.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á
hljóðfæri? Ég æfi fótbolta og hef
mjög gaman af.
Hvað er það klikkaðasta sem þú
hefur gert? Þegar ég fór til Dubai og
fór meðal annars í Burj Kalifa, stærsta
turn í heimi, með fjölskyldunni.
Næst » Þar sem Eva Rut skoraði á mig ætla ég
að skora á Soffíu Náttsól sem býr í Forsæti 2.
Hamrahlíð 17
Hús Blindrafélagsins
Sími 552-2002
ÓDÝR
Margskipt gleraugu
Verð 39.900 kr
Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tvær vikur)
Marg i t l augu
Umgjörð og gler