Bændablaðið - 06.09.2018, Side 54

Bændablaðið - 06.09.2018, Side 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 201854 Byggðastofnun hefur úthlutað rúmlega 170 milljónum króna í verkefnastyrki til Brothættra byggða á undanförnum árum. Markmið verkefnisins er að stöðva viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðarkjörnum og í sveitum landsins. Byggðalög sem flokkast undir Brothættar byggðir og hlotið hafa styrk eru Árneshreppur á Ströndum, Bíldudælur, Borgarfjörður eystri, Breiðdalshreppur, Grímsey, Hrísey, Raufarhöfn, Skaftárhreppur, Þingeyri og Öxarfjörður. Margvísleg verkefni Hátt á annað hundrað verkefni hafa hlotið styrki að heildarupphæð 170.300.000 króna. Verkefnin sem hafa fengið styrki eru fjölbreytt og segja má að þar sé að finna eitthvað fyrir alla. Dæmi um verkefni sem fengið hafa styrk eru uppsetning á frisbígolfvelli í Grímsey, skútlægi í Norðurfirði, uppbygging tjaldsvæðis og skógræktar í Vesturbyggð, þjálfun nýliða í Golfklúbbi Bíldudals, matvælavinnsla beint frá býli og Strandminjasafn að Hnausum í Skaftárhreppi svo dæmi séu nefnd. Skoða má yfirlit yfir allar úthlutanirnar á heimasíðu Byggðastofnunar undir Brothættar byggðir. Frisbígolfvöllur í Grímsey Umsækjandi er Kiwanis klúbburinn Grímur í Grímsey. Frisbígolf nýtur sívaxandi vinsælda hér á landi og hafa Kiwanis-félagar í Grímsey áhuga á því að útbúa nyrsta frisbígolfvöll á Íslandi. Hugmyndin er að fá sérfræðinga frá Fuzz til að koma og veita ráðgjöf við hönnun og gera tilboð til að hægt verði að koma hugmyndinni í framkvæmd sem fyrst. Tillagan er að hanna völlinn þannig að síðasta karfan verði yfir heimskautsbaug og með því má áætla að völlurinn komi til með að vekja áhuga hjá nýjum markhóp að koma og heimsækja eyjuna og kemur það þá til með að styrkja og efla ferðaþjónustu í eyjunni. Völlurinn er ekki síður hugsaður fyrir heimamenn sem fellur vel að markmiði um samheldið og þróttmikið samfélag. Einnig fellur allt verkefnið vel að starfsmarkmiði um að sérstaða Grímseyjar verði betur nýtt til markaðssetningar. Sótt er um styrk fyrir hönnunar-, efnis- og ferðakostnaði. Verkefninu var úthlutað 1.800.000 krónur. Skútulægi í Norðurfirði Verkefnið snýr að því að setja út átta legufæri sem skútur geta lagst við og bjóða þannig upp á nýja þjónustu við skútusiglingafólk sem kemur í Norðurfjörð. Hvert legufæri er hannað á þann hátt að skútur allt að 50 fetum geta á öruggan hátt legið þar og skipverjar geta farið í land og skilið bátinn eftir. Hvert legufæri samanstendur af lóði sem situr á botninum, taug frá lóðinu í belg og tveimur grennri tógum sem báturinn er bundinn við. Baujurnar verða staðsettar útaf höfninni í Norðurfirði á um 10 til 12 metra dýpi. Þjónustan yrði auglýst á vefsvæði Cruicing Association, sem eru alþjóðleg samtök skútusiglingafólks með höfuðstöðvar í London. Verkefnið er áhugavert og góð viðbót við skútumenningu staðarins ásamt Húsnæði Óska eftir íbúð/húsi á leigu í Hveragerði/ á Selfossi. Sumar- bústaður í næsta nágrenni kemur vel til greina. Uppfylli öll skilyrði sem leigusali óskar sér. Uppl. í síma 662- 5320 eða kolla.magg@icloud.com Sumarhús Rotþrær og heitir pottar. Rotþrær- heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ódýrir heitir pottar - leiðbeiningar um frágang fylgja. Borgarplast.is - sími 561-2211, Mosfellsbæ. Þjónusta í síma 663-9589 til að fá uppl. og tilboð. HP transmission Akureyri, netfang: einar.g9@gmail.com, Einar G. RG-Bókhald. Alhliða bókhalds þjón- usta fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Upplýsingar: ragna@rgbokhald.is Til leigu Tveggja herbergja íbúð til leigu í Hafnarfirði með húsgögnum og þvottavél. Uppl. á netfang steinunn654@simnet.is Smáauglýsinga- síminn er: 563 0300 Eldri blöð má finna hér á PDF: Volvo Fh16 - Árgerð 2012 Ekinn 650.000 km, 750 hestöfl, glussakerfi. Lækkað verð: 6.400.000 kr. + vsk TIL SÖLU KLETTAGARÐAR 8-10 590 5100 www.klettur.is DAF FTT XF105 - Árgerð 2008 Ekinn 580.000 km, 500 hestöfl, ný dekk. Verð: 2.700.000 kr. + vsk Scania P280 - Árgerð 2009 Ekinn 298.000 km, Vélapallur, góð dekk. Verð kr. 5.900.000 kr. + vsk MAN TGA 18.390 - Árgerð 2005 Ekinn 570.000 km, 390 hestöfl. Verð kr. 1.800.000 kr. + vsk ER ÞITT BÚ ÖRUGGUR OG GÓÐUR VINNUSTAÐUR? PO RT h ön nu n Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is FJÓRHJÓL ERU EKKI LEIKTÆKI BARNA Á síðustu árum hafa orðið mörg slys af völdum fjórhjó- la. Í flestum tilvikum eru þessi tæki án veltigrindar. Gæta skal varúðar við notkun fjórhjóla og ætíð nota tilskilinn hlífðarbúnað. Fjórhjól eru ekki leiktæki barna. Til sölu er rekstur fyrirtækisins TV verk ehf. á Trésmiðir - frábært tækifæri - Brothættar byggðir. Mynd / Byggðastofnun. Brothættar byggðir – styrkjaúthlutun: Markmið verkefnisins er að stöðva viðvarandi fólksfækkun – Meðal verkefna er frisbígolfvöllur í Grímsey og skútlægi í Norðurfirði

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.