Bændablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 2018 Orlofsíbúðir BÍ Bændasamtökin eiga og reka parhús á Hólum í Hjaltadal og íbúð í Þorrasölum í Kópavogi. Félögum í BÍ býðst að leigja þær til orlofsdvalar í lengri eða skemmri tíma allt árið um kring. Yfir sumartímann er svo einnig mögulegt að fá aðgengi að íbúð á Flúðum. Félagsmenn í BÍ eru hvattir til að tryggja sér pláss sem fyrst. Umsóknareyðublað á pdf-formi má finna á vefsíðunni bondi.is þar sem hægt er að fylla út umsókn. Eins er hægt að fylla út auglýsingu sem er á bls. 44 í blaðinu í dag. Auk parhússins á Hólum eiga Bændasamtökin íbúð í fjölbýlishúsi í Þorrasölum 13–15 í Kópavogi og rúmar hún auðveldlega fjóra gesti. Leigutími getur verið frá einum sólarhring og upp í viku (hugsanlega lengur við sérstakar aðstæður). Skiptidagar eru alla daga nema laugardaga og sunnudaga. Sængur og sængurver eru í íbúðinni. Þeim sem hug hafa á að taka orlofsíbúð á leigu hjá BÍ er bent á að hafa samband við Halldóru Ólafsdóttur hjá Bændasamtökum Íslands í síma 563-0300 eða í netfangið ho@bondi.is. Jón Baldur Lorange, fram- kvæmda stjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar, segir að drátturinn á greiðslum til sauðfjárbænda eigi sér sínar skýringar, en fyrirkomulagið hafi verið í samræmi við reglur. Svo virðist vera að einhverjir sauðfjárbændur hafi gert ráð fyrir að fyrstu stuðningsgreiðslur ársins vegna búvörusamninga kæmu þann 1. febrúar. Búnaðarstofa Matvælastofnunar gaf út tilkynningu þann dag um að vonast væri til að hægt yrði að ganga frá ársuppgjöri beingreiðslna 2017 síðar þann dag og fyrstu beingreiðslum ársins daginn eftir. Það dróst hins vegar til 5. febrúar. „Í fyrri búvörusamningi var fyrirkomulag með öðrum hætti sem kann að hafa valdið misskilningi. Samkvæmt samstarfssamningi um sauðfjárrækt milli ríkis og bænda sem tók gildi 1. janúar 2017 skal Matvælastofnun gera ársáætlun eigi síðar en 15. febrúar um heildargreiðslur allra framleiðenda,“ segir Jón Baldur. Fyrsta greiðsla í febrúar „Fyrsta greiðsla ársins skal fara fram í febrúar þegar búið er að ganga frá framsali greiðslumarks, en bændur höfðu frest til 15. janúar til að gera það. Enn fremur þarf ársáætlun og uppgjör síðastliðins árs að liggja fyrir svo hægt sé að greiða bændum. Ársuppgjör, ársáætlun og fyrsta greiðsla þriggja styrkjaflokka af fimm var tilbúin innan tímamarka, en vinna við útreikning og greiðslu á sérstökum stuðningi stjórnvalda í janúar vegna kjaraskerðingar olli töfum á frágangi á svæðisbundnum stuðningi og býlisstuðningi. Heildarársáætlun fyrir allar stuðningsgreiðslur var birt undir rafrænum skjölum á Bændatorginu 28. febrúar, og hafa bændur 20 daga frá birtingu hennar til að gera athugasemdir við hana,“ segir Jón Baldur. Jón Baldur segist skilja það að sauðfjárbændur hafi viljað fá fyrstu stuðningsgreiðslur ársins fyrr. „Við lögðum mikla áherslu á að koma fyrstu greiðslu ársins sem allra fyrst til sauðfjárbænda. Verkefni okkar fyrstu daga ársins eru hins vegar einfaldlega það mörg og þetta verður allt að vinnast í réttri röð. Ég tek þó fram að fyrirkomulag greiðslna nú er í fullu samræmi við reglur, sem kveða á um að greiðslurnar berist í febrúar.“ Miklar annir hjá Búnaðarstofu „Skýringarnar á því að ekki náðist að greiða 2. febrúar, eins og við stefndum að, eru nokkrar. Óvenju margar tilkynningar um framsal á greiðslumarki í sauðfé vegna komandi árs bárust okkur, vinna við fyrsta innlausnardag greiðslumarks mjólkur, þar sem um 100 kúabændur óskuðu eftir kaupum á greiðslumarki, tók sinn tíma og að síðustu fólst mikil vinna við umsýslu vegna aðgerða stjórnvalda til handa sauðfjárbændum vegna kjaraskerðingar. Sú vinna varð að vera í forgangi en reglugerð var sett um þær 16. janúar og við greiddum fyrsta hluta stuðningsins til bænda 19. janúar og síðari hluta þann 26. janúar. Það breytir ekki því að við höfum fullan skilning á því að sauðfjárbændur vilja fá fyrstu greiðslu ársins fyrr, en til þess að það sé hægt þarf að búa svo um hnútana að okkur sé það mögulegt. Það er rétt að halda því til haga að árangur okkar í fyrra, á fyrsta ári nýrri búvörusamninga, verður að teljast ásættanlegur, þegar haft er í huga að allar greiðslur komu til bænda á réttum tíma í samræmi við búvörusamninga og reglugerðir stjórnvalda. Matvælastofnun hefur lagt metnað okkar í að byggja upp rafræna stjórnsýslu til að tryggja fagmennsku, gegnsæi og traust við framkvæmd búvörusamninga. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðið dyggilega við bakið á okkur í þessum verkefnum sem hefur skipt sköpum,“ segir Jón Baldur. /smh Verð á korni og mjólkurvörum á heimsmarkaði hækkaði lítillega í febrúar síðastliðnum en verð á jurtaolíu er enn lágt. Verðhækkun á korni ræðst af spám um minni uppskeru á þessu ári en því síðasta vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Verð á kjöti stóð nánast í stað milli mánaða að því undanskildu að verð á fuglakjöti féll fjórða mánuðinn í röð. Verð á jurtaolíu hefur haldið áfram að falla og er núna það lægsta í 19 mánuði. Pálmaolía féll mest og er verðlækkunin rakin til aukinnar birgðasöfnunar í Malasíu og Indónesíu. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu FAO er verð á sykri það lægsta í tvö ár vegna aukinnar framleiðslu á sykurrófum. /VH Heimsmarkaðsverð á korni hækkar FRÉTTIR Fyrirkomulag greiðslna til sauð- fjárbænda í samræmi við reglur – segir framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar Jón Baldur Lorange framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar. Mynd / smh Landgræðslan: Gamlir lúpínuakrar til leigu Áhugi fyrir að brjóta nýtt land til ræktunar hefur aukist hér á landi. Í eigu Landgræðslu Íslands er land sem hæglega er hægt að nota í þessum tilgangi og því hefur Landgræðslan ákveðið að leigja óbrotið land til ræktunar í Gunnarsholti í Rangárþingi ytra. Reyni r Þors te insson , deildarstjóri framkvæmdadeildar Landgræðslunnar, segir á heimasíðu Landgræðslunnar að auðvelt sé að koma við stórum vinnuvélum á þessum svæðum sem eru slétt og víðfeðm. „Um er að ræða gamla lúpínuakra sem hættir eru að þjóna tilgangi sínum en eru hentugir til annars konar ræktunar svo sem fyrir korn eða tún. Í Gunnarsholti eru tugir hektara, þar sem áður voru lúpínuakrar, komnir í korn eða túnrækt.“ Leiguverð er samkvæmt gjaldskrá Landgræðslunnar. Umsóknir skal senda á netfangið reynir@land.is og er umsóknarfrestur til 10. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Reynir í síma 892-1347. Einnig getur fólk sent fyrirspurnir á netfangið reynir@land.is. /VH Vöruviðskipti Íslands óhagstæð í febrúar Vöruviðskipti Íslands í febrúar, reiknuð á fob verðmæti, voru óhagstæð um 5,3 milljarða króna. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands fyrir febrúar 2018 nam fob verðmæti vöruútflutnings 48,4 milljörðum króna og fob verðmæti vöruinnflutnings 53,7 milljörðum króna. Í febrúar 2018 var verðmæti vöruútflutnings 16,9 milljörðum króna hærra en í febrúar 2017 eða 53% á gengi hvors árs. Hækkun var í öllum flokkum milli ára en mestu munar um sjávarafurðir. Verðmæti vöruinnflutnings í febrúar var 9,4 milljörðum króna hærra en í febrúar 2017 eða 21% á gengi hvors árs. Mestu munar þar um hrá- og rekstrarvörur og eldsneyti og smurolíur. /VH Hækkun á sérstöku innvigtunar- gjaldi á umframmjólk Stjórn Auðhumlu hefur ákveðið að hækka gjald fyrir innvigtun á umframmjólk frá 1. apríl 2018 vegna aukinnar framleiðslu. Viðleitni til að draga úr umframframleiðslu á mjólk, segir formaður LK. Í frétt á vef Auðhumlu segir að mjólkurframleiðslan hafi verið nokkuð meiri nú í byrjun árs en 2015 og 2016. Í því ljósi hefur stjórn Auðhumlu, á fundi sínum 28. febrúar 2018, ákveðið að sérstakt innvigtunargjald á umframmjólk verði hækkað í 52 krónur á lítrann frá 1. apríl 2018. Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, segir að líklegustu áhrif hækkunar á innvigtunargjaldi á umframmjólk munu vera að slá á framleiðsluvilja þeirra sem ekki hafa greiðslumark fyrir allri framleiðslunni. „Að mínu mati er hækkun gjaldsins viðleitni til að draga úr hvata til umframframleiðslu á mjólk.“ /VH Ófriður og veðrabreytingar ógna fæðuöryggi þjóða Fæðuöryggi íbúa Austur-Afríku er víða ótryggt. Verðhækkun á korni og ófriður á svæðinu er helsta ástæða þessa. Stór hluti íbúa landa eins og Búrúndi, Úganda og Sómalíu þarf mataraðstoð til að halda lífi. Ófriður í fjölda landa í austan- verðri Afríku er þess valdandi að milljónir hafa misst heimili sín og möguleika á að stunda búskap sér til lífsviðurværis. Vegna skorts á mat hefur verð á honum víða margfaldast og svartamarkaðsbrask með matvöru er mikið. Ræningjahópar ráðast á matvælaflutningalest hvort sem þær eru á vegum innlendra aðila eða erlendra hjálparstofnana. Minni úrkoma vegna veðrabreytinga hefur einnig leitt til uppskeruminnkunar og uppskerubrests. Á sama tíma og uppskerubrestur á korni leiðir til verðhækkunar dregur hann úr möguleikum fólks í Austur-Afríku til að afla sér matar. /VH Í umfjöllunum hér í blaðinu að undanförnu, um verðskrár afurðastöðvanna, hefur heildar meðalverð fyrir dilkakjötskílóið ekki verið rétt hjá Fjallalambi. Rangar tölur bárust fyrir samantekt blaðsins og var verðið sem birtist, 347,69 krónur á kílóið, heildar meðalverð til bænda á öllu kjöti. Rétt meðalverð dilka hjá Fjallalambi var 374,63 krónur á kílóið. /smh Verðskrár afurðastöðvanna: Leiðrétt verð hjá Fjallalambi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.