Bændablaðið - 08.03.2018, Side 7

Bændablaðið - 08.03.2018, Side 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 2018 Nemendur í öðrum bekk í matreiðslu í Verkmenntaskólanum á Akureyri glíma við margvísleg og áhugaverð verkefni í sínu námi. Eitt þeirra var að útfæra hinn vinsæla en árstíðabundnda rétt, saltkjöt og baunir, á nýstárlegan hátt. Og spreyta sig síðan á gómsætum eftirrétti, sem var hjónabandssæla. Hallgrímur F. Sigurðsson, matreiðslumeistari á Akureyri, var gestakokkur dagsins, en hann rekur tvo veitingastaði í Menningarhúsinu Hofi, 1862 Nordic Bistro og Nönnu Seafood, auk þess barinn R5 við Ráðhústorg. Útkoman þótti einstaklega vel heppnuð og staðfestu nemendur með vinnu sinni að saltkjöt er miklu meira en saltkjöt sem er soðið á sprengidaginn með baunasúpunni. Úr því er nefnilega hægt að gera dýrindis rétti sem myndu sóma sér vel á matseðlum veitingahúsa. Miðlaði kunnáttu en lærði í leiðinni Hallgrímur segist hafa ánægju af því að prófa sig áfram með óhefðbundið hráefni eins og saltkjöt og meðlæti sem passar með því. Hann útbjó sína útfærslu af saltkjötsréttinum og hjónabandssælueftirréttinum og miðlaði kunnáttu sinni til verðandi matreiðslumanna. „Ég lærði gríðarlega mikið og reyndi að gefa af mér eitthvað af því sem dottið hefur inn í reynslubanka minn síðustu 25 árin, eða svo,“ segir Hallgrímur. /MÞÞ Nemar í matreiðslu í VMA: Nýmóðins hjónabandssæla og vellukkuð útfærsla á saltkjöti og baunum MÆLT AF MUNNI FRAM F átt er dýrmætara en glöggir lesendur ritaðs máls, svo ekki sé nú talað um vísur sem birtar eru á prenti. Oftlega fæ ég líka athugasemdir við birtar vísur og eða óskir um leiðréttingu. Í síðasta vísnaþætti birtist brot úr rímu Höskuldar Einarssonar frá Vatnshorni ortri til Sigurðar frá Brún. Þar tókst mér að misfara með tvær vísur. Sigríður Höskuldsdóttir á Kagaðarhóli vakir yfir verkum mínum, og þó sérlega vísum föður síns, enda á hún þessa rímu föður síns ritaða hans eigin hendi. Því birti ég hér þær tvær vísur úr rímu Höskuldar sem ekki reyndust rétt skráðar: Feyskist víðir, fölna tún, fjölgar hríðum stærri, alltaf síðan Siggi Brún sást ei ríða nærri. Veðra um gnúinn fjallafald ferð hann snúa kunni, við að búa upp tösku og tjald talaði drjúgum munni. Síðan rennur ríma Höskuldar áfram: Valda augum ofsýni, óró taugum góðum, þokuhaugar þreifandi þar á draugaslóðum. Veðrin þeysa voðadans, veldið geysa fanna. Auðnuleysi útlagans eyðihreysin sanna. Freðið hauður, fátt um skjól ferill nauðum skráður, þar hefir dauðinn búið ból bjargarsnauðum áður. Eiga brall við ófarir eggjar snjalla guma. Töfrar fjalla táldrægir trylla og kalla á suma. Vorið breytir veðrunum, vermast leiti og hjallar, tíbrá heit þá titrar um tröllasveitir allar. Sindrar glóð um sendinn hól, seytlur hljóðar glitra, fjallagróður fer á ról, fjólur rjóðar titra. Hæðir reika í hillingum, hefjast leikir víða, hvar úr bleikum hverunum hvítir reykir líða. Mera barna er misjöfn gerð, margt er skarni bundið. Oft hefur þarna einn á ferð í þeim kjarna fundið. Stundir langar þurfti þó, þóf við angurgapann, uns lét ganga ærsla jó upp í fangi spakan. Í þriðja hluta rímunnar breytir um bragarhátt. ( hringhent og samhent): Nóttin svalar sárþreyttum, setur kala af jöklunum, hestaval á hagblettum hafa skal í áningum. Þá er vært í verunum, vatnið tært í stóránum, Sigga fært á sandinum, sumblið kært úr pelanum. Víða er grýtt með vörðunum, vegað lítt á öræfum, þó er frítt á fjöllunum, frelsið vítt í hreinviðrum. Væri svöl um veðraskil vikudvölin hérumbil, yfir Kjöl og Kiðagil kastar föli af og til. Sporagreiðum hestum hann hottaði á leið er dagur rann, kaldur reið í kontrosann kuldinn sveið hann hélaðan. 197 Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com Það vafðist ekki fyrir nemunum, undir styrkri handleiðslu Hallgríms F. Sigurðssonar, að útfæra hinn vinsæla en árstíðabundnda rétt, saltkjöt og baunir, á nýstárlegan hátt. Myndir / Óskar Þór. LÍF&STARF Hallgrímur F. Sigurðsson, matreiðslumeistari á Akureyri, var gestakokkur dagsins. Hjónabandssæla, glæný útgáfa. Læjartún í Ásahreppi: Opið hús í Uppspuna helgina 17. og 18. mars Hjónin Tyrfingur Sveinsson og Hulda Brynjólfsdóttir, sem reka fyrirtækið Uppspuna í Lækjartúni í Ásahreppi, hafa ákveðið að vera með opið hús laugardaginn 17. mars frá kl. 13.00 og 11.00 til 16.00 á sunnudeginum 18. mars. Þar ætla þau að kynna nýju smáspunaverksmiðjuna sína, allir eru velkomnir. Í Uppspuna er verið að framleiða band, æfa ýmsar útfærslur, prófa sig áfram, læra nýja hluti og þróa vörur. „Æfingarnar hafa skilað það góðu að við erum komin með fjórar tegundir af garni í sölu. Við höfum líka komist að því að hægt er að vinna 100% hreina ull í vélunum og garnið er heldur mýkra en hingað til hefur þekkst. Í samstæðunni er vél sem skilur að tog og þel og gefur það marga nýja möguleika. Markmið okkar er að vinna með sauðalitina eins og þeir koma af kindinni og eykur það fjölbreytnina, því mjög margir litir leynast í íslenska fjárstofninum,“ segir Hulda, sem hvetur fólk til að koma og sjá vélarnar og sjá hvað þær geta gert en þær voru keyptar í Kanada hjá fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir ullarvinnsluvélar fyrir lítil fyrirtæki og kalla þær „Mini Mill“. /MHH vörur sem framleiddar eru hjá Uppspuna. Mynd / Hulda Brynjólfsdóttir.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.