Bændablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 2018 Bændur græða landið: Rúm sjö tonn af fræi Bætt dýravelferð í svínaeldi á Íslandi og hefðbundnum geldingum hætt: Um 99% galtargrísa eru nú bólusettir gegn galtarlykt Hefðbundin gelding á galtargrísum þekkist varla lengur hér á landi og er það mikil breyting á stuttum tíma til bættrar dýravelferðar og sennilega sú hraðasta sem þekkist í heiminum. Vigdís Tryggvadóttir, sérgreina- dýra læknir svínasjúkdóma og súna hjá Matvælastofnun, segir að mikil breyting hafi orðið á hvað varðar geldingu á galtargrísum í svínaeldi hér á landi á stuttum tíma. „Í dag er afar sjaldgæft að galtargrísir séu geltir á hefðbundinn hátt með skurðaðgerð en þá eru eistun fjarlægð. Aðgerðin er framkvæmd undir staðdeyfingu og verkjastillingu.“ Upplýsingar um bólusetningu galtargrísa byggja á seldum skömmtum bóluefnis, eftirliti Mast og upplýsingum frá bændum. Bændur ánægðir með bólusetninguna „Til 2014 voru galtargrísir geltir án deyfingar en eftir mikla fjölmiðlaumræðu og tilkomu nýrra laga um velferð dýra ákváðu svínabændur að fá dýralækna til að gelda galtargrísina með staðdeyfingu og verkjastillingu. Strax í kjölfarið var farið að skoða aðrar og betri leiðir til að koma í veg fyrir galtarlykt og galtarbragð með því að bólusetja. Aðferðin reyndist vel og fleiri bændur fóru að bólusetja og er sú aðferð allsráðandi í dag,“ segir Vigdís. Galtarlykt og bragð Gelding grísagalta er framkvæmd vegna þess að galtarlykt og eða galtarbragð í kjöti galta eftir kynþroska veldur mörgum óþægindum og óbragði við eldun á svínakjöti. Stór hluti neytenda er næmur fyrir lyktinni, sem er neytendum hættulaus, og til að hindra að svínakjöt með galtarlykt fari á markað eru galtargrísir geltir. Lyktin og bragðið er sama eðlis og þegar talað er um hrútabragð af kjöti. Vigdís segir að tvennt valdi galtarlykt. „Annars vegar kynhormónið androstenone og hins vegar lífræna efnasambandið skatole. Skatole myndast í þörmum allra svína, jafnt gyltum sem og göltum, en þar sem lifur svína brýtur niður skatole veldur það venjulega ekki galtarlykt. Androstenone myndast í eistum galtargrísa við kynþroska. Androstenone veldur galtarlykt eitt og sér en það dregur líka úr niðurbroti skatole í lifrinni sem safnast þá upp og veldur þá enn frekar galtarlykt hjá kynþroska göltum.“ Bóluefnið stuðlar að myndun mótefna „Bóluefnið gegn galtarlykt, Improvac, er ekki hormón eins og margir halda og hefur ekki bein áhrif á hormónakerfið. Galtargrísirnir eru sprautaðir tvisvar með fjögurra vikna millibili með próteini sem örvar ónæmiskerfið til að mynda mótefni. Mótefni hefur þau áhrif að eistu galtargrísa fá ekki skilaboð að mynda androstenone. Þannig dregur það úr galtarlykt hjá galtargrísum, bæði beint með að hindra myndun androstenone og óbeint með að lifrin vinnur án áhrifa frá androstenone og brýtur skatole niður líkt og í gyltum.“ Íslensk svínabú í fararbroddi „Bóluefni gegn galtarlykt kom á markað fyrst árið 1998 í Ástralíu og hefur verið notað þar síðan. Lyfið fékk síðan markaðsleyfi hjá Lyfjastofnun Evrópu árið 2009, en til að fá markaðsleyfi þurfa að liggja fyrir ítarlegar rannsóknir um öryggi þess. Ég tel aðferðina tvímælalaust stórt skref fram á við hvað dýravelferð varðar og aðferðin er hvergi jafn útbreidd og hér á landi. Vitað er að verið er að bólusetja að hluta í sumum Evrópulöndum, svo sem Belgíu, Svíþjóð og Noregi, en víðast hvar annars staðar er hefðbundin gelding algengust og jafnvel án deyfingar.“ Hefð fyrir galtakjöti til staðar erlendis „Í sumum löndum er geldingu sleppt og framleitt svínakjöt með galtarlykt. Hefð fyrir þess konar kjöti er algeng í Bretlandi, Spáni og Ítalíu og það er algengt á markaði þar. Í öðrum löndum er galtargrísum einfaldlega slátrað áður en þeir ná kynþroska og þannig komið í veg fyrir galtarbragðið,“ segir Vigdís. Hættulaust neytendum Vigdís segir að svínakjöt frá bólusettum svínum sé hættulaust neytendum og engin hætta á að efnið berist áfram upp fæðukeðjuna. „Bóluefnið hefur enga virkni við inntöku þar sem meltingarensím eyðileggja byggingu þess og þar með virkni. Bóluefnið er uppbyggt af próteinum og líkt og önnur prótein, brotnar það niður í amínósýrur í meltingarkerfinu. Bóluefnið er aftur á móti ekki hættulaust í meðhöndlun líkt og mörg önnur lyf sem notast er við. Notaðar eru sérstakar öryggisinngjafasprautur og haldin hafa verið námskeið fyrir dýralækna um notkun og meðferð á inngjafasprautunum og lyfinu. Dýralæknar hafa síðan þjálfað þá starfsmenn svínabúa sem sinna bólusetningum. Strangar öryggiskröfur gilda um meðferð lyfsins og möguleg slys, svo sem stunguslys.“ / VH Síðastliðið haust greindust tveir plöntusjúkdómar í tómatrækt hérlendis og einn í agúrkurækt. Um er að ræða pepino mosaic virus (PepMV) og spóluhnýðilssýkingu (Potato Spindle Tuber Viroid) í tómatrækt og cucumber green mottle mosaic virus (CGMMV) í agúrkurækt. Í kjölfarið birti atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið reglugerð um aðgerðir til varnar útbreiðslu plöntusjúkdóma og Matvælastofnun birti leiðbeiningar um smitvarnir við garðyrkjurækt. Einnig var ráðgerð sýnataka í tómatrækt, agúrkurækt og kartöflurækt. Eins og fram kemur í reglugerð 933/2017 um aðgerðir til varnar útbreiðslu plöntusjúkdóma er ræktendum garðyrkjuafurða gert að taka upp smitvarnir til þess að takmarka útbreiðslu plöntusjúkdóma. Í leiðbeiningum um almennar smitvarnir fyrir ræktendur garðyrkjuafurða sem Mast hefur birt á heimasíðu sinni, http://www.mast. is/frettaflokkar/frett/2018/03/01/ Leidbeiningar-um-smitvarnir-thrif- og-sotthreinsun-a-grodurhusum/, segir meðal annars: Ræktendur þurfa að greina umfang eigin rekstrar og taka smitvarnir föstum tökum til þess að fyrirbyggja að smit berist til og frá ræktunarstöðum. Birtar hafa verið lágmarks smitvarnir sem miða að þríþættri nálgun smitvarna: 1. Smitvarnir við inn- og útganga 2. Svæðaskipting og skipulag húsnæðis 3. Staðlað verklag starfsmanna. Mikilvægt er að ræktendur taki upp eins víðtækar smitvarnir og kostur er. Matvælastofnun beinir því enn fremur til ræktenda sem ákveða að þrífa og sótthreinsa hús hjá sér að kynna sér aðferðir og efnanotkun vandlega áður en tekist er á við verkefnið. Við slík þrif er mikið undir og afar mikilvægt að þrif og sótthreinsun beri árangur. Reglubundin þrif á gróðurhúsi eru mikilvæg fyrir gott plöntuheilbrigði. Birtar hafa verið leiðbeiningar um þrif og sótthreinsun gróðurhúsa sem verða uppfærðar eftir því sem við á. /VH MAST hvetur ræktendur til að þrífa og sótthreinsa gróðurhús Nýlega kom út ársskýrsla um samstarfsverkefnið Bændur græða landið, fyrir árið 2017. Bændur græða landið er samstarfsverkefni L a n d g r æ ð s l u n n a r o g landeigenda um stöðvun rofs og uppgræðslu heimalanda. Á árinu 2017 voru skráðir þátttakendur 548, af þeim voru á árinu 499 virkir þátttakendur. Í skýrslunni segir að þátttakendur í verkefninu hafi í heildina borið á 1063,9 tonn af áburði og sáð 7.170 kíló af fræi. Samstarfsverkefni bænda og Landgræðslunnar Bændur græða landið er samstarfsverkefni bænda og Landgræðslunnar um uppgræðslu heimalanda. Verkefninu var formlega hleypt af stokkunum árið 1994 en fyrirrennarinn var óformlegra samstarf bænda og Landgræðslunnar um uppgræðslu á heimalöndum. Markmið verkefnisins er einkum uppgræðsla heimalanda og skilyrði fyrir þátttöku í verkefninu er að á landinu séu lítt eða ógróin svæði og að beitarálag þar sé hóflegt. Starfsmenn Landgræðslunnar sjá um faglega ráðgjöf og eftirlit með verkefninu en þátttakendur sjá um beina vinnu við verkefnið, s.s. pöntun á áburði, áburðargjöf og sáningu. Landgræðsla ríkisins styrkir bændur um 85% af verði uppgræðsluáburðar og lætur þeim í té fræ ef þess gerist þörf. Kostnaður Sértekjur verkefnisins voru framlög sveitarfélaga sem námu ríflega 3,5 milljónum króna. Kostnaður vegna verkefnisins var rúmar 68 milljónir króna. Í lokaorðum skýrslunnar segir að verkefnið eigi upphaf sitt í svokölluðu heimalandaverkefnis sem hófst árið 1990 og hefur því verið rekið með nær óbreyttu sniði í 27 ár. Frá upphafi hefur BGL verið eitt af mikilvægustu verkefnum Landgræðslunnar og fyllilega sannað gildi sitt. Í gegnum verkefnið hefur fjölmörgum hekturum ógróins eða illa farins lands verið umbreytt í gróið land, jarðvegsrof hefur verið stöðvað, auk þess sem verkefnið er grundvöllur öflugs og náins samstarfs Landgræðslunnar við bændur og aðra landeigendur um allt land. Með verkefninu hefur skilningur bænda á landnotkun og landgræðslu aukist og einnig hefur bæst verulega í þekkingarbrunn Landgræðslunnar. /VH FRÉTTIR Bólusetning gegn galtarlykt er stórt skref fram á við hvað dýravelferð varðar og aðferðin er hvergi jafn útbreidd og hér á landi. Vigdís Tryggvadóttir, sérgreina- dýralæknir svínasjúkdóma og súna hjá Matvælastofnun. Gyltur eiga 8 til 12 grísi í goti sem eru frá 400 til 800 grömm að þyngd við got. Síðastliðið haust greindust tveir plöntusjúkdómar í tómatrækt hérlendis og einn í agúrkurækt. /Mynd Odd Stefán. Í heildina báru þátttakendur í verkefninu Bændur græða landið á 1063,9 tonnum af áburði og sáðu 7.170 kíló af fræi árið 2017.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.