Bændablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 2018
Landsýn – ráðstefna um aukið virði landafurða:
Gera þarf stuðningskerfið sveigjanlegra
– Bændur valdalitlir í verðmyndunarferlinu
Á ráðstefnunni Landsýn, aukið
virði landafurða, sem haldin var
í Salnum í Kópavogi föstudaginn
23. febrúar, flutti Jóhannes
Sveinbjörnsson, dósent við
Landbúnaðarháskóla Íslands,
erindi þar sem tekist var á við
spurninguna um hvert virði
landbúnaðarafurðanna væri og
hvað yrði um það.
Hann greindi opinbera
stuðninginn og það sem tölur liggja
fyrir um, en einnig verðmætin sem
liggja undir yfirborði umræðu og
opinberra gagna.
Heildar framleiðsluvirði
landbúnaðarins 66 milljarðar
Jóhannes byrjaði á að sýna glæru þar
sem fram kom hvert framleiðsluvirði
landbúnaðarins væri eftir greinum.
Heildar grunnverð árið 2016 var
66 milljarðar króna og var hlutur
nautgriparæktarinnar mestur, eða 34
prósent. Inni í þeim hluta eru allar
greiðslur til bænda reiknaðar með
– til að mynda beingreiðslur – en
framleiðslutengdir skattar dregnir
frá. Samanlagður jarðargróði til
fóðurs annars vegar (19 prósent)
og manneldis hins vegar (8 prósent)
var næststærstur með 27 prósent og
sauðfjárræktin var með 16 prósent.
Því næst braut Jóhannes niður
ráðstöfun framleiðsluvirðisins, en
samkvæmt Jóhannesi er í heimildum
Hagstofu Íslands einungis til yfirlit
yfir þetta hjá öllum greinunum til
samans. Þar kemur í ljós að mestur
hluti fer í fóður og fóðuröflun, eða
38 prósent. Liðurinn „önnur aðföng“
fær 29 prósent og 14 prósent fer í
liðinn „tekjur af atvinnurekstri“.
Gögn vantar um raunverulega
verðmyndun
Að sögn Jóhannesar er aðeins hálf
sagan sögð – og varla það – um
virðiskeðjuna þegar þarna er komið
sögu. Lítið sé til af opinberum
gögnum um verðmyndun íslenskra
landbúnaðarafurða frá haga til
maga. Hann tók þó dæmi af
verðmyndun lambakjöts árið
2012, sem Rannsóknarmiðstöð
Háskólans á Akureyri vann upp
úr gögnum Hagstofu Íslands – og
var framreiknað til ársins 2014.
Bændur fengu í því dæmi 41 prósent
afurðavirðisins, 24 prósent kom í hlut
kjötvinnslu, verslunin 15 prósent og
sláturhúsin fengu 14 prósent. Sex
prósent kæmi svo í hlut ríkisins
sem virðisaukaskattsgreiðslur. Inn
í þetta dæmi þyrfti að taka til greina
að frá árinu 2016 hefði lækkun á
afurðaverði til sauðfjárbænda orðið
35-40 prósent. Á sama tíma hefði
heildsöluverð á lambakjöti ekki
lækkað að ráði. Hann sagði að ljóst
væri að bændur hefðu misst stjórn
á hlut sínum í verðmynduninni.
Hann sagði að það væri oftast
þannig að bóndinn væri litli aðilinn
í virðiskeðjunni, sérstaklega í þeim
greinum þar sem margir bændur
væru að framleiða eina vöru – eins
og ætti við um sauðfjárræktina.
Kjötgreinar keppa innbyrðis á
markaði
Jóhannes fór svo aðeins ofan í
hlut bænda í verðmynduninni.
Greinarnar stæðu misvel, til
að mynda gagnvart því að laga
framboð að eftirspurn hverju sinni.
Hann tók dæmi af kjúklingarækt þar
sem þetta væri nærtækt, þar sem
framleiðsluferillinn væri stuttur,
fáir framleiðendur og slátrað allt
árið um kring. Hann benti á að
fyrirkomulag opinbers stuðnings
geti haft veruleg áhrif á jafnvægi
varðandi framboð og eftirspurn á
kjötmarkaði. Offramboð af einni
kjöttegund geti líka haft áhrif á
aðrar, en kjötgreinarnar keppa
innbyrðis á markaði.
Til að setja málin aðeins betur í
samhengi ræddi Jóhannes næst um
opinberan stuðning við landbúnað
á Íslandi. Þar kom fram – í tölum
frá 2016 – að beinn stuðningur
við bændur væri um 13 milljarðar.
Tollvernd, sem væri munurinn
á áætluðu innflutningsverði og
innlendu verði, væri metinn
sex til átta milljarðar á ári.
Heildarframleiðslustuðningur
árið 2015, sem hlutfall af tekjum
bænda, var 44 prósent á Íslandi.
Til samanburðar var hann 58
prósent í Noregi en 18 prósent í
Evrópusambandinu.
Af hverju eigum við að styðja við
íslenskan landbúnað?
Jóhannes sagði það augljóst að það
kosti meira að framleiða mat hér
heima en að flytja hann inn. Menn
verði því að spyrja sig í hverju
virði íslensks landbúnaðar liggi og
hverjar séu raunverulegar ástæður
fyrir því að styðja við innlenda
framleiðslu.
Nokkrar ástæður væru fyrir
því sem kannski ekki nægjanlega
oft væri haldið á lofti í almennri
umræðu þótt þær kæmu gjarnan fram
til dæmis við gerð búvörusamninga.
Fæðuöryggi væri ein af þessum
ástæðum; að Ísland sé sjálfstæðara
í eigin fæðuöflun með innlendri
framleiðslu en ef ódýrasta leiðin
væri farin. Matvælaöryggi væri
önnur ástæða en Íslendingar geta
Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
Frábært
verð á glerjum
Einfókus gler
Verð frá kr. 16.900,-
Margskipt gler
Verð frá kr. 41.900,-
Jensen 704 umgjörð
kr. 18.900,-
Mynd / smh