Bændablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 2018 HUGMYNDA SAMKEPPNI Orka náttúrunnar, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Nýsköpunarmiðstöð Íslands efna til hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. Tilgangur samkeppninnar er að fá fram hugmyndir um nýtingu varmaorku sem finnst víða á Suðurlandi og býður upp á fleiri tækifæri en nýtt eru í dag. Markmiðið er að nýta betur verðmætin sem eru í orkunni, auka fjölbreytni í atvinnulífi með umhverfismál að leiðarljósi og vinna að nýsköpun í orkutengdri starfsemi. Um er að ræða almenna hugmyndasamkeppni og hún er öllum opin. Hugmyndir verða áfram eign þeirra sem skila inn tillögum. Ekki er gerð krafa um að hugmyndir verði framkvæmdar. Heildarupphæð verðlauna er 3.000.000 kr. og verða fyrstu verðlaun að lágmarki 1.500.000 kr. Tillögum skal skila með tölvupósti á netfangið samkeppni@sass.is eigi síðar en þriðjudaginn 17. apríl 2018. Ítarlegri upplýsingar má finna á slóðinni www.sass.is/hugmyndasamkeppni Veðrið getur haft áhrif á glókollinn „Veðrið getur farið illa með smáfugla, eins og glókoll, auðnutittling og músarrindil. Stofnar þessara fugla sveiflast eftir veðri og hafa slæm vetrarveður verst áhrif á þá. En þeir virðast alltaf ná sér á strik aftur. Þetta er sérstaklega áberandi hjá hinum nýja landnema, glókolli. Stofninn hefur tvisvar hrunið á þeim 20 árum sem þeir hafa orpið hér, en þeir hafa náð sér vel á strik aftur á þremur árum,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Íslands, þegar hann var spurður hvernig veðrið eins og það hefur verið eftir áramót hefur farið með fugla landsins. Meðfylgjandi mynd tók Jóhann Óli af glókolli í garðinum við Hallskot í Friðlandinu í Flóa en þessi fugl er minnsti fugl í Evrópu. /MHH Sigursveinn Sigurðsson, sem sest í stól skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands 1. ágúst í sumar. Mynd / MHH Yngsti skóla- meistari landsins Sigursveinn Sigurðarson, kennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, hefur verið ráðinn skólameistari í eitt ár við skólann, frá 1. ágúst 2018 til 1. ágúst 2019. Um er að ræða þann tíma sem Olga Lísa Garðarsdóttir skólameistari tekur sér ársleyfi frá störfum. Sigursveinn er ekki nema 38 ára og þá mjög líklega yngsti skólameistari landsins. Hann á ekki langt að sækja skólameistaratitilinn því pabbi hans, Sigurður Sigursveinsson, var skólameistari Fjölbrautaskólans í 14 ár. „Starfið leggst mjög vel í mig, þetta er mikil og spennandi áskorun sem ég er að fara að takast á við,“ segir Sigursveinn. /MHH Lágu afurða- verði mótmælt Aðalfundur Fjárræktarfélags Sveinsstaðahrepps, var haldinn á Blönduósi nýverið. Samþykkt var ályktun þar sem fundurinn mótmælti harðlega því verði sem SAH-Afurðir greiddu fyrir sauðfjárafurðir síðastliðið haust. Aðalfundurinn skorar á fyrirtækið að greiða sambærilegt verð og aðrar afurðastöðvar gera. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.