Bændablaðið - 08.03.2018, Síða 27

Bændablaðið - 08.03.2018, Síða 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 2018 Munið að p anta fyrir 15 mars 201 8 Lambamerkin fást í tveimur útgáfum: Rototag® Tagomatic® TagoMatic eru einföld og ódýr merki. Þau eru í einu lagi og merkingin er laser-prentuð á merkið. Þessi merki eru úr lakara næloni en Rototag merkin, svokölluð sláturmerki og hönnuð til þess að endast í eitt ár og duga vel í það. Tölurnar eru stórar og greinilegar á merkinu. Þar sem merkið er í einu lagi er fljótlegra að hlaða ísetningar- töngina. - Einföld merki á frábæru verði. Athugið: Lágmarkspöntun á öllum merkjum er nú 50 stk og fjöldi merkja þarf að standa á heilum tugum. Sama töngin gengur ekki fyrir Tagomatic og Rototag. Helmingsafsláttur af ísetningartöngum með fyrstu pöntun. Rototag eru gömlu og góðu Dalton lambamerkin. Þau eru í tveimur hlutum, framleidd úr hágæða næloni. Merkingin er laser prentuð Verð kr. án vsk. 27,- Verð kr. án vsk. 39,- ÞÓR FH REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Baldursnes 8 Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is Samhliða því að trjátegundum í Evrópu fækkar dregur það úr líffræðilegri fjölbreytni í álfunni. Nýjar rannsóknir sýna að pöddum af öllu tagi hefur einnig fækkað. Ekki síst bjöllum sem lifa á trjám. Ýmsum kann að þykja það kostur að pöddum og skorkvikindum fækki í nærumhverfi sínu en slíkt er verulega vanhugsað. Pöddur af öllu tagi eru nauðsynlegar til að frjóvga plöntur, ekki síst ávaxtatré, og pöddurnar eru nauðsynleg fæða fugla og lítilla spendýra. Bjöllum fækkar Bjöllur geta verið skaðræðis- kvikindi og valdið verulegum búsifjum á ökrum og í skógrækt og viðarvinnslu. Talning á bjöllum í Evrópu sýnir að þeim hefur fækkað gríðarlega og eru þær taldar til þeirra pöddutegunda sem fækkar hraðast. Á þetta sérstaklega við svokallaðar barkarbjöllur sem lifa á eða undir berki lifandi trjáa. Bjöllufriðunarsinnar segja að allt að 18% trjábjöllutegunda í Evrópu séu í alvarlegri útrýmingarhættu. Samkvæmt greiningum eru bjöllutegundir í Evrópu hátt í 29 þúsund og um fjögur þúsund þeirra lifa á gömlum og rotnandi trjám. Staða bjöllunnar er ekki viðkvæm fyrir þær sakir að margar þeirra eru sérhæfðar þegar kemur að kjörlendi. Sumar halda sig við ákveðnar trjátegundir, á ákveðnum svæðum og meira að segja trjátegundum á ákveðnum aldri, ekki síst eldri tré. Vegna þess er ekki nóg að huga eingöngu að friðun bjöllunnar því svo að slíkt sé mögulegt þarf að friða tré og skóga. Samhengi náttúrunnar Skógaeyðing og einhæf útplöntun trjátegunda fyrir eldri blandaða skóga er því ekki einungis slæmt fyrir tré heldur alla lífkeðjuna og rífur hið dásamlega samhengi alls í náttúrunni. /VH Merkingar augnbrúna- og augnháralita ekki fullnægjandi Umhverfisstofnun stóð nýverið fyrir eftirlitsverkefni með merkingum og innihaldsefnum augnbrúna- og augnháralita. Vörur til slíkrar notkunar innihalda oftar en ekki efni sem gera kröfu um að tiltekin notkunarskilyrði og varnaðarorð á íslensku fylgi þeim. Á heimasíðu Umhverfis- stofnunar segir að verkefnið hafi gengið út á að kanna hvort merkingar vara í úrtaki eftirlitsins væru í samræmi við gildandi kröfur hvað þetta varðar og einnig hvort öll innihaldsefni þeirra væru leyfileg. Í úrtaki voru sex birgjar. Skoðaðar voru 22 vörur sem þeir setja á markað, en af þeim voru tvær vörur án frávika. Í 17 tilvikum vantaði alfarið íslenskar merkingar eins og krafa er um. Lagfæra þurfti merkingar á þremur vörum. Engar vörur reyndust innihalda bönnuð efni. Birgjarnir fengu sendar niðurstöður eftirlitsins þar sem fram komu kröfur um úrbætur. Brugðust þeir almennt vel við og urðu við kröfum Umhverfisstofnunar, að einum undanskildum, sem brást ekki við innan tilskilins frests og fór mál hans því til eftirfylgni hjá stofnuninni. Verkefni þetta sýnir að ekki er vanþörf á að fylgst sé með markaðssetningu á augnbrúna- og augnháralitum sem þurfa íslenskar merkingar af því að þeir innihalda tiltekin innihaldsefni sem geta valdið hættu. Þá þarf að leiðbeina um gildandi reglur og fylgja því eftir að merkingar séu í samræmi við þær. /VH Umhverfismál: Bjöllur á undanhaldi Maðksmoginn viður. Lirfur barkarbjalla lifa á við og mynda svona för eftir því sem þær éta sig áfram.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.