Bændablaðið - 08.03.2018, Side 34

Bændablaðið - 08.03.2018, Side 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 2018 BÚNAÐARÞING 2018 Syðri-Hofdalir Í umsögn sem ráðuneytið hefur tekið saman um Nes segir: „ Í Hofstaðabyggð í Skagafirði er býlið Syðri-Hofdalir. Frá árinu 1936 hefur búið þar sama fjölskyldan – nýir ættliðir tekið við af þeim eldri. Núverandi bændur þar eru hjónin Trausti Kristjánsson og Ingibjörg Aadnegard, og sonur þeirra, Atli Már Traustason, og Klara Helgadóttir, kona hans, ásamt 3 börnum sínum og tengdadóttur. Um tíma bjuggu 5 ættliðir undir sama þaki. Árið 2015 var stofnað einkahlutafélag, Hofdalabúið ehf., um allan búreksturinn sem er blandaður – mjólkurframleiðsla, nautgripaeldi, sauðfé og hross. Allt frá því þegar afi og amma Trausta komu frá Atlastöðum í Svarfaðardal 1936, hefur búið stækkað og nú eru þar um 45 árskýr og greiðslumarkið liðlega 300.000 lítrar. Búið hefur mörg undanfarin ár lagt inn úrvalsmjólk og flokkað sem fyrirmyndarbú. Allir nautkálfar eru settir á til kjötframleiðslu og í fyrra voru það 22 gripir með um 320 kg meðalþunga. Sauðfénu hefur fækkað nokkuð en telur um 650 hausa og greiðslumarkið 860 ærgildi. Áhersla er lögð á að koma sem flestum lömbum í sumarslátrun og var rúmum helmingi lambanna lógað á þeim tíma síðastliðið haust. Hrossaræktin er nú mest til skemmtunar en nokkuð er samt tamið og þjálfað og eitt og eitt hross selst, í eigu búsins eru um 40 hross. Þá eru vantalin varphænsn og fjárhundur. Ræktað land er um 140 ha. Árlega eru um 20 ha í endurræktun og einnig er stunduð kornrækt, í smáum stíl þó. Ábúendur leggja mikið upp úr góðri umgengni og snyrtimennsku og hefur búið meðal annars hlotið umhverfisviðurkenningu í sínu heimahéraði. Búið hefur til margra ára verið verknámsbær frá Landbúnaðarháskólanum á Hvann- eyri og er sá verknemi sem mætir í Syðri-Hofdali í vor númer 31. Ábúendur hafa lagt sig fram við að kynna íslenskan landbúnað. Boðið hefur verið upp á opna daga á sauðburði og allri þjóðinni var boðið upp á beina útsendingu sjónvarpsins, „Beint frá burði“, að frumkvæði RÚV og Gísla Einarssonar. Sagan heldur áfram á Syðri- Hofdölum og Friðrik Andri, elsti sonur Atla og Klöru, er að koma heim eftir nám á Hvanneyri ásamt unnustu sinni og fyrirhugaðar eru byggingar sem gjörbylta aðbúnaði bæði fyrir menn og nautgripi.“ /smh Fjárhúsin. Á búinu er um 650 fjár. Fjósið í Syðri-Hofdölum. Þar eru nú um 45 árskýr. Syðri-Hofdalir. Myndir / úr einkasafni Bændurnir í Syðri-Hofdölum taka við viðurkenningu frá ráðherra. Erlendir gestir á Búnaðarþingi Fimm erlendir gestir voru viðstaddir nýliðið Búnaðarþing. Það er hefð fyrir því að systursamtök BÍ sendi fulltrúa á þingið en þeir hafa aldrei verið fleiri en nú. Í fyrsta sinn var formaður Færeyska bóndafélagsins viðstaddur Búnaðarþing ásamt öðrum stjórnarmanni. Hópurinn brá sér bæjarleið hluta úr degi og kynnti sér starfsemina í Lambhaga, en það er eitt stærsta garðyrkjubýli landsins. Þar tók Hafberg Þórisson bóndi á móti gestunum og fræddi þá um starfsemina. Á eftir var keyrt til Þingvalla og gengið niður Almannagjá. Hittu forseta og ráðherra Að kvöldi fyrsta þingdags fóru gestirnir í heimsóknir til stjórnmálaflokka ásamt búnaðarþingsfulltrúum. Höfðu þeir á orði að tengsl bænda og íslenskra stjórnmálamanna væru til mikillar fyrirmyndar. Norski fulltrúinn var hissa á því að hitta á sama sólarhringnum forseta Íslands, landbúnaðarráðherra, utanríkisráðherra og fjölmarga þingmenn. Sagði hann að norskir stjórnmálamenn mættu taka íslensk starfssystkin sín til fyrirmyndar. Þeirra eigin forsætisráðherra hefði fimm sinnum verið boðið við setningu aðalfundar Norges bondelag og aldrei þegið boðið. - - Það var kalt en fagurt á Þingvöllum. Myndir / TBHafberg sýnir Sigert tækjakost gróðrarstöðvarinnar í Lambhaga.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.