Bændablaðið - 08.03.2018, Qupperneq 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 2018
Óvissa um uppruna hrossa
TÆKNI&VÍSINDI
Drónar geta nýst vel í sauðfjárrækt og öðrum landbúnaði:
Sumar kindur láta
sér fátt um finnast
Þróun flygilda, eða dróna, til
notkunar í landbúnaði er á
fljúgandi ferð og talið er að þeir
geti létt bændum verulega lífið í
framtíðinni.
Á Íslandi hafa bændur verið
að þreifa sig áfram með notkun
dróna við leit að sauðfé og jafnvel
við fjárrekstur. Þetta gæti leitt til
verulegra breytinga á smalamennsku
í framtíðinni. Þá hafa fyrirtæki eins
og Virginia Tech verið að skoða
notkun dróna til að fylgjast með
sauðburði þar sem veðurlag er með
þeim hætti að fé geti borið utanhúss.
Er einkum verið að horfa til þess
að gera litlum býlum kleift að nýta
sér þessa tækni, þannig að hún sé
ekki of dýr.
Þá hafa töluverðar tilraunir verið
gerðar með notkun dróna við að
fylgjast með uppskeru og jafnvel
við áburðar- og efnagjöf á ökrum.
Meira að segja alifuglarækt er þar
ekki undanskilin. Talið er að hægt
sé að auka skilvirkni í landbúnaði
verulega með notkun slíkra flygilda.
Risastórt markaðstækifæri
PricewaterhouseCoopers reiknaði
út að hægt sé að selja dróna í
landbúnaði á heimsvísu fyrir 32,4
milljarða dollara árlega.
Við skoðun Virginia Tech við
notkun dróna í sauðfjárbúskap kom
í ljós að mjög einstaklingsbundið
var hversu viðkvæmt sauðféð var
við nærveru drónans. Sumar kindur
hlupu undan ef dróninn nálgaðist í
25 metra hæð á meðan aðrar létu sér
fátt um finnast þó dróninn kæmi í allt
að þriggja metra fjarlægð. Enn aðrar
störðu bara á fyrirbærið og hreyfðu
sig ekki. Þá kom í ljós að kindurnar
voru tiltölulega fljótar að sætta sig
við nærveru drónans ef þeim var
ekki ógnað með hröðu aðflugi. /HKr.
Vísindamenn kanna hraðhleðslumörk á bílarafhlöðum:
Telja óhætt að hlaða rafbíla allt að
fimm sinnum hraðar en gert er
Hugsanlega er í sjónmáli leið til
að hlaða rafhlöður í bílum mun
hraðar en gert er í dag. Það gæti
ýtt undir áhuga fleiri ökumanna
til að nýta rafbíla í stað bíla með
hefðbundnum sprengihreyflum að
því er fram kemur í frétt á MSN
News.
Ljóst er að miklar framfarir hafa
orðið í smíði Lithium-ion rafhlaða
á síðustu fimm árum eða svo. Eigi
að síður er mönnum mjög umhugað
um að stytta hleðslutímann eins og
hægt er. Það voru vísindamenn við
WMG háskóla í Warwick í Bretlandi
sem lögðu höfuðið í bleyti og
komust að því að það væri í raun
óþarfi að notendur rafbíla þyrftu að
bíða jafn lengi og raun er á eftir að
rafhlöðurnar hlaðist.
Fram til þessa hafa menn staðið
í þeirri meiningu að of hröð hleðsla
yfirhitaði rafhlöðurnar þannig að í
þeim gæti kviknað. Of hröð hleðsla
getur orsakað leka og útleiðslu með
skelfilegum afleiðingum. Raflausnin
í rafhlöðunum fer þá að gefa frá sér
gas sem leiðir á endanum til þess að
rafhlaðan springur. Þess vegna hafa
framleiðendur sett strangar reglur
um hleðsluhraða á rafhlöðunum.
Hægt að hlaða allt að
5 sinnum hraðar
Vísindamennirnir við WMG
háskólann í Warwick vildu skoða
nánar hvar mörkin lægju. Hönnuðu
þeir sérstaka skynjara sem geta mælt
hitastigið inni í rafhlöðum meðan
verið er að hlaða þær. Niðurstaða
þeirra var að hægt sé að hlaða flestar
Lithium-ion rafhlöður allt að fimm
sinnum hraðar en venjulega er gert.
Prófun gerð á rafhlöðu í Teslabíl
Var skynjarinn prófaður á
hefðbundinni 18650 li-ion rafhlöðu
eins og notuð er í Tesla Model S
og X bílunum. Niðurstaðan var að
hægt væri að hlaða rafgeymana
fimm sinnum hraðar en áður var
talið og það án hættu á skemmdum.
Það kemur þó fram að svo mikill
hleðsluhraði getur dregið úr
endingu rafhlaðanna, en ef slíkt
er gert af varfærni ættu áhrifin
að vera hverfandi, að mati dr.
Tazdin Amietszajew sem stýrði
rannsókninni.
Hraðari hleðsla getur stytt
endingartíma rafhlaðanna
Fram kemur að þrátt fyrir að menn
hafi sýnt fram á að rafhlöðurnar
þoli meiri hita við hleðslu, þá er
enn nokkuð í land að þetta verði
að veruleika. Hraðari hleðsla krefst
þess að hleðslubúnaðurinn sé stilltur
af mjög mikilli nákvæmni til að
koma í veg fyrir vandræði. Samt
telja menn þessa rannsókn lofa góðu
því verulegu máli geti skipt fyrir
áhugann á rafbílum hvort hægt sé
að stytta t.d. 25 mínútna hleðslutíma
niður í 5 mínútur. /HKr.
Árás hakkara á raforkukerfi
gæti lamað Bandaríkin
Tölvuhakkarar láta sér ekki
nægja að brjótast inn í hefðbundin
tölvukerfi til að sanna snilli sína.
Í janúarhefti tímaritsins Popular
Cience er fjallað um sérhæfingu
tölvuhakkara við að ráðast á
orkukerfi.
Í september á síðasta ári bárust
fréttir af því í Bandaríkjunum að
hakkar væru að undirbúa árás á
orkukerfi landsins. Umsátur væri
um tugi orkufyrirtækja þar sem
tölvuþrjótar leituðu að veikleikum
í kerfunum. Öryggisyfirvöld
(Department of Homeland
Security) gáfu út viðvörun um
stöðugan straum spilliforrita
sem reynt væri að koma fyrir í
tölvukerfum orkufyrirtækjanna.
Þau gætu mögulega framkallað
útsláttarviðburð, eða það sem menn
kölluðu svartan himinn (Black Sky
event). Það myndi lama farsímakerfi,
eyða bankareikningum, gera
sjúkrahús óstarfhæf og trufla alla
þætti fjármálakerfisins. Ekki var
talið einfalt að koma upp vörnum
gegn þessu í raforkukerfi sem á í
sumum tilfellum rætur að rekja
allt til 1917. Talið var að það gæti
kostað 500 milljarða dollara og væri
of kostnaðarsamt fyrir þau 3.200
einkafyrirtæki sem eiga búnaðinn.
Áætlað er að um 84% þeirra sem
taka ákvarðanir um öryggismál í
raforkukerfi Bandaríkjanna séu ekki
með sérþekkingu í þeim málum. Til
að bregðast við vandanum var farið
í að fjármagna teymi mjög hæfra
sérfræðinga til að þróa öryggisvarnir
sem gætu hjálpað til við að verjast
árás hakkara. Vandinn er að víða
í kerfinu hefur verið skortur á
hæfu fólki sem þekkingu hefur á
slíkum vörnum. Þar er meira um
að ræða hefðbundna skriffinna
en alvöru fagmenn á þessu sviði.
Að hluta til skýrist það af skorti
á hæfileikafólki til að takast á
við hakkarana. Sérfræðingateymi
yfirvalda er ætlað að koma þar
til aðstoðar og gera samninga um
gagnkvæma aðstoð sem veitir teymi
„netbjörgunarmanna“ (cybersaviors)
heimild til að fara inn í fjölda
fyrirtækja. /HKr.
Enn er margt sagt á huldu um
raunverulegan uppruna hrossa.
Sérfræðingar eru sagðir hafa
löngum talið að öll nútímahross
ættu uppruna að rekja til dýra
sem tilheyrðu Botai-þjóðflokki
sem uppi var í Kazakstan fyrir
um 5.500 árum.
Nú benda nýjar rannsóknir,
sem birtar voru í ritinu Science, til
að hross Botai-fólksins séu ekki
forfeður nútímahesta. Í grein í
tímaritinu Popular Science er sagt
að þessar rannsóknir séu taldar
setja í uppnám þá tilgátu að ein
af fáum upprunalegum villtum
hestategundum sem eftir eru í dag
sé Przewalski-hestakynið.
Í dag er varla til nokkur upprunaleg
hestategund sem maðurinn hefur
ekki reynt að temja. Vísindamenn
eru sagðir hafa vitneskju um að
Przewalski-hesturinn sé ekki forfaðir
nútíma taminna hesta og að það hafi
verið staðfest með efðarannsóknum.
Przewalski-hesturinn er því
langt frá því að geta talist síðasta
upprunalega villta hestakynið þótt
það sé afkomandi hesta Botai-
þjóðflokksins. /HKr.