Bændablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 2018 Saga frönsku Someca dráttarvéla er nokkuð flókin. Dráttarvélarnar komu fyrst á markað árið 1953 og framleiddar af SIMCA sem var þá dótturfélag Fiat Auto Italia. Árið 1934 stofnaði FIAT fyrirtæki í Frakklandi sem kallaðist SAFAF, Société Anonyme Française des Automobiles Fiat. Fyrirtækinu var ætlað að framleiða bifreiðar og bifreiðahluti. Það fyrirtæki hóf einnig strax innflutning á dráttarvélum frá Fiat og Steyr til Frakklands. Síðar stofnaði Fiat SIMCA, Société Industrielle de Mécanique et Carrosserie Automobile, sem var ætlað að framleiða ítalska bíla og dráttarvélar í Frakklandi. Árið 1953 hófst framleiðsla í Frakklandi á dráttarvélum sem fengu heitið Someca sem voru byggðir að hluta á dráttarvélum sem kölluðust MAP en síðar á hönnun ítalskra Fiat dráttarvéla undir frönsku vörumerki. Undir lok sjötta áratugar síðustu aldar varð Someca hluti að SIMCA iðnaðarsamsteypunni. Fyrst MAP síðar SOM 40 Áður en SIMCA hóf framleiðslu á dráttarvélum keypti fyrirtækið dráttar vélaframleiðsluhluta fyrirtækis sem kallaðist MAP, Manufacture d´Armes de Paris. Auk þess að framleiða landbúnaðartæki var MAP helsti vopnaframleiðandi Frakklands og hafði verið það frá 1665 þegar stofnandi fyrirtækisins hóf framleiðslu á hnífum og sverðum og síðar skotvopnum. MAP er helsti framleiðandi hátækni skotvopna í Frakklandi í dag. Tæknibúnaður MAP var eftir kaup SIMCA notaður til að framleiða fyrstu Someca traktoranna. Fyrsti Someca traktorinn, sem fékk heitið DA50, var að stórum hluta byggður á eldri dráttarvél sem kallaðist MAP DR3 og gat afkastað 37 hestöflum við 1500 snúningahraða á klukkustund. Næsta týpa kom á markað 1957 og fékk heitið SOM 40. Sá traktor var einn af allra stærstu dráttarvélum sem smíðaðar höfðu verið í Frakklandi og nutu mikillar velgengni í landinu og stolt Frakka á þeim tíma. Vélin í SOM 40 var af gerðinni Fiat OM COID 45, fjögurra strokka, 4165 cc dísilvél, sem afkastaði um 45 hestöflum við 1500 snúninga á klukkustund. Árið 1964 var framleiðslu SOM 40 hætt en á þeim tíma höfðu verið framleiddir 18.741 slíkur en alls ríflega 40.000 SOMECA dráttarvélar í Frakklandi. SOMECA í Argentínu Árið 1953 setti Fiat á fót dótturfyrirtæki í Argentínu til að framleiða dráttarvélar. Í fyrstu kallaðist fyrirtækið Fiat Someca Construcciones Córdoba en árið 1959 var nafninu breytt í Fiat Concord. Flestar dráttarvélarnar sem Fiat framleiddi í Argentínu á þessum árum voru undir merki SOMCA SOMECA síðan Fiat Miklar breytingar urðu á framleiðslu SOMECA árið 1965 þegar fyrirtækið setti á markað svonefnda 15 seríu sem var hrein eftirmynd af Fiat Trattori dráttarvélum. Fiat var allt frá upphafi meirihlutaeigandi í SOMECA en árið 1983 var fyrirtækið flutt undir FiatAgri sem var sá hluti Fiat sem sá um framleiðslu á landbúnaðarvélum. Heiti FiatAcri var breytt í Fiat New Holland árið 1993 og kallast í dag Fiat CNH Global. / VH Someca, franskur Fiat Breski ljósmyndarinn Tim Flach gaf á síðasta ári út ljósmyndabókina Endangered, eða Í hættu, þar sem sjá má undurfallegar ljósmyndir af 180 dýrategundum sem eru í útrýmingarhættu. Tim ferðaðist um allan heim til að ná myndum af ótrúlegum dýrum og vistkerfum sem glíma við óblíðar áskoranir. „Meginskilaboð með bókinni er að núna verðum við að breyta menningarlegu sambandi okkar við hinn náttúrulega heim. Við þurfum að auka tilfinningalega nánd við dýrin sem eru í útrýmingarhættu sem hvetur okkur til björgunaraðgerða,“ útskýrir Tim en að bókinni koma einnig dýralæknirinn Jonathan Baillie og Sam Wells. Breytingar orðnar mjög aðkallandi Tim hefur alltaf haft ástríðu fyrir og áhuga á því hvernig mannfólkið mótar dýrin og merkingu þeirra. „Þessi tilfinning um aukna vitund, okkar eigin kaffæring inn í ríki náttúrunnar er orðið eitthvað sem ég er alltaf að reyna að leitast við að miðla í mínum verkum sem ljósmyndari. Í hinum einfaldasta skilningi þá líkar mér hin stjórnaða ringulreið við að taka myndir af dýrum en ég hef einnig áhuga á skynjun sem er skipt niður milli áberandi vera. Það er þessi óttatilfinning og undrun sem kemur saman og það er alltaf óöryggi yfir því hvað mun koma í ljós í settinu. Mér finnst gott að hvetja til hugmynda um það hvernig við sjáum hvert annað,“ útskýrir Tim og segir jafnframt: „Hugmyndin um að hinn náttúrulegi heimur sé berskjaldaður hefur aðeins komið inn í nútíma almenna meðvitund á síðustu áratugum. Við lifum á einstökum tíma í sögunni þar sem við verðum að gera menningarlegar breytingar og ég skynjaði þetta aðkallandi ástand. Þetta verkefni sem varð afrakstur bókarinnar tók mig tvö ár að vinna en ég og teymið mitt unnum sex mánaða rannsóknarvinnu áður en fyrsta mynd var tekin fyrir þetta verkefni. Ég varð að ferðast víða til að ná að segja þá sögu sem ég vildi, sumir staðir þekktari en aðrir og stundum fór ég að mynda í öfgakenndu umhverfi með öfgakenndu hitastigi!“ Fjölbreytni og áskoranir Tim ferðaðist líkt og áður sagði um allan heim með teymi sínu til að ná hinum fullkomnu myndum en hann myndaði allt frá fílum og niður í minnstu skordýr fyrir bókina. „Mesta áskorunin var að mynda Saiga antílópuna. Ég reyndi fyrst um sumar en það bar ekki árangur og mætti ég eingöngu vandamálum við þá tilraun. Þessi tegund af antílópum er mjög feimin þannig að ég beið fyrir sólarupprás liggjandi á jörðinni í felulitunum og bjó mig undir að þær kæmu. Um 10-leytið skildi ég ekkert í því að myndavélin mín var eingöngu að ná óskýrum myndum á hvolfi, en þá hafði hitinn frá jörðu brenglað ljósið svo mikið að myndin hafði undist í loftinu. Ég kom aftur um veturinn og lenti þá í öðru eins öfgafullu hitastigi en þá var -35 gráður og ég náði nokkrum römmum áður en antílópurnar flúðu. Það var vel þess virði að endurskoða þetta skot því vetrarbúningurinn er allt annar en sumarstemningin sem gaf þessari töku ævintýralegri blæ. Mér líkaði fjölbreytnin við tökurnar en síðan er þetta ögrun að tengja fólk við náttúruna með myndunum,“ segir Tim og varðandi framhaldið bætir hann við: „Næsta verkefni mitt er bók þar sem ég fagna undri fugla, bæði þeim sem eru í útrýmingarhættu og þeim sem eru það ekki. Mig langar að skapa myndir sem kemur við okkur tilfinningalega þannig að við, mannfólkið, finnum þá þörf hjá okkur að vera þvinguð til aðgerða og til að skilja sögu þessara dýra. Með því að tengja fólk við persónuleika dýranna og einkenni held ég að við getum framkallað breytingar og hvatt til aðgerða.“ /ehg Tim Flach hefur myndað 180 dýrategundir í útrýmingarhættu: Undur náttúrunnar í einni bók UTAN ÚR HEIMI Órangútan-apar í Borneo eru meðal tegunda sem taldar eru í útrýmingarhættu. Mynd / Tim Flach Breski ljósmyndarinn Tim Flach hefur myndað 180 dýrategundir í þar sem gefur að líta einstakar ljósmyndir af dýrategundum um allan heim. gefur góð fyrirheit um það sem koma ska l við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.