Bændablaðið - 08.03.2018, Síða 44

Bændablaðið - 08.03.2018, Síða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 2018 Appelsínugular gulrætur eins og við þekkjum best komu fram á sjónarsviðið á 16. öld þegar hollenskir garðyrkjumenn frjóvguðu saman rauðum og gulum afbrigðum gulróta. Gulrætur voru leynivopn Grikkja í stríðinu um Trójuborg. Áætluð heimsframleiðsla á gulrótum er tæp 40 milljón tonn. Kína er langstærsti ræktandi gulróta í heiminum og hefur verið það í mörg ár og mest er ræktunin í Shandong, Hebei og Fujian héruðum. Talið er að gulrótarframleiðsla í Kína sé um 18 milljón tonn, sem er um 45% heimsframleiðslunnar. Úsbekistan sem er í öðru sæti framleiðir tæp tvö milljón tonn. Rússland er þriðji stærsti ræktandinn með 1,7 milljón tonn, Bandaríki Norður-Ameríku er í fjórða sæti með 1,4 milljón tonn og Úkraína í því fimmta og ræktar um 900 þúsund tonn. Þar á eftir koma Pólland, Bretlandseyjar, Japan, Þýskaland og Tyrkland, sem öll framleiða undir 800 þúsund tonn á ári. Kínverjar eru stærsti útflytjandi gulróta í heiminum og flytja mest til Sádi-Arabíu, Kanada, Taílands, Malasíu og Mongólíu. Þýskaland, Belgía Bandaríkin Norður-Ameríka, Rússland, Frakkland, Kanada og Sameinuðu arabísku furstadæmin eru þau lönd sem flytja inn mest af gulrótum. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru ræktuð um 778 tonn á Íslandi árið 2016 og flutt inn tæp 795 tonn. Á vef Hagstofu Íslands eru nýjar gulrætur og næpur settar í sama tollflokk og árið 2017 voru flutt inn samanlagt af þessum tegundum rétt 805 tonn. Teljast verður líklegt að miðað við neysluvenjur Íslendinga að stór hluti séu gulrætur. Mest er flutt inn frá Hollandi, rúmur helmingur, og svo Danmörku og Spáni. Ekki fundust tölur um innflutt magn af frystum gulrótum eða gulrótum í annars konar formi. Ættkvíslin Daucus Innan ættkvíslarinnar Daucus, sem er af sveipjurtaætt, finnast um 25 tegundir. Flestar eru tvíærar en einstaka tegund ein- eða fjölær. Allar mynda þær stólparót. Blöðin smá, sepótt, fíngerð og samsett úr gagnstæðum og dökkgrænum smáblöðum sem saman mynda fjaður- eða þríhyrningslaga laufblað sem mjókkar í endann. Blómstilkurinn hærður og mislangur eftir tegundum en getur hæglega náð eins metra hæð. Saman mynda blómin, sem eru smá og með hvít, gul, bláleit, bleik eða rauð krónublöð, sveipinn sem ættin er kennd við. Skordýr sjá um frjóvgun blómanna. Fræin bjúglaga, 2 til 5 millimetrar að lengd, hart og þurrt viðkomu og sum með krókum sem festa sig í feld dýra og dreifast þannig. Tegundir innan ættkvíslarinnar eru þekktar villtar víða um heim en algengastar í tempraða beltinu í löndunum við Miðjarðarhafið og Suðaustur-Asíu. Þekkasta tegundin innan ættkvíslarinnar er gulrót, Daucus carota ssp. sativus, sem er ræktunarafbrigði villigulrótarinnar D. carota. Gulrætur voru skepnufóður Appelsínugular gulrætur eins og við þekkjum þær sem rótargrænmeti eru ræktunarafbrigði villigulróta og ólíkt sætum nútímagulrótum eru villigulrætur rammar á bragðið. Þær eru tvíærar og rótin nýtt til matar eftir vöxt á fyrra ári áður en hún trénar um of. Blöðin eru einnig æt í litlu magni og notuð sem krydd löngu áður en menn fóru að borða ræturnar. Blómin gefa af sér fölhvítan lit við litun. Löngu áður en gulrætur voru vinsælar sem mannamatur í Evrópu voru þær helst nýttar sem skepnufóður og þóttu góðar fyrir nautgripi. Fræ plöntunnar voru notuð í lækningum, meðal annars við sársaukafullum þvaglátum og óreglulegum tíðum. Í dag eru gulrætur taldar geta bætt meltingu og dregið úr náttblindu. Í gulrótum er mikið af litarefni sem kallast bete-kaóten sem líkaminn notar til að búa til A-vítamín. Auk þess sem í þeim eru B- og C-vítamín og steinefni. Gulrætur innihalda talsvert af sykri. Í matreiðslu eru gulrætur notaðar á fjölbreyttan hátt, í salöt, grænmetisrétti, súpur, kökur, safa og búðinga. Gulrætur innihalda sáralitla sterkju. Mikil neysla á gulrótum getur valdið því að húðin verði appelsínugul. Dæmi eru um að þurrkuð gulrótarlauf hafi verið reykt í staðinn fyrir tóbak ef tóbak var af skornum skammti. Hundruð eða þúsundir afbrigða Í grófum dráttum er gulrótum skipt í tvo flokka, asískar og vestrænar gulrætur. Asísku gulræturnar eru yfirleitt rauðleitar eða fjólubláar og er fjölbreytni þeirra mest í Afganistan, Rússlandi, Íran og á Indlandi. Vestrænar gulrætur eru ljósari og oftast appelsínugular. Gulrætur eru til í hundruðum eða líklega þúsundum landsorta, ræktunarafbrigða, stað- og tilbrigða. Þær eru í öllum regnbogans litum, appelsínugular, hvítar, gular, svartar, rauðar, fjólubláar og mislitar. Lögun þeirra er mismunandi, allt frá því að vera litlar og kúlulaga yfir í stórar og langar eða kræklóttar og kynjalaga. Í Kína, sem er stærsti ræktandi gulróta í heiminum, er afbrigðið Gulrætur eru til í hundruðum eða líklega þúsundum landsorta, ræktunarafbrigða, stað- og tilbrigða. HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Gulrætur eru í öllum regnbogans litum, appelsínugular, hvítar, gular, svartar, rauðar, fjólubláar og mislitar.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.