Bændablaðið - 08.03.2018, Síða 45

Bændablaðið - 08.03.2018, Síða 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 2018 SK4-316, stundum kölluð kínverska appelsínugulrótin, mest ræktað. Rætur afbrigðisins eru eilítið dökk appelsínugular, velfylltar, sléttar á yfirborðinu, um 17 sentímetra langar og 4,5 sentímetrar að ummáli og vaxtarhraði þeirra eins. Sem sagt hin fullkomna gulrót þrátt fyrir að nafnið líkist fremur heiti á íslensku aflandsfélagi frekar en afbrigði af gulrót með langa ræktunarsögu. Undanfarin ár hefur erfðatæknin talsvert fitlað við gen gulróta til að auka vöxt þeirra, sjúkdómaþol og til að auðvelda neytendum upptöku næringarefna úr þeim. Svíinn Carl Linnaeus var fyrstur til að lýsa gulrótum á prenti í bók sinni Species Plantarum árið 1753 og árið 2016 var genamengi gulrótarinnar kortlagt. Uppruni og saga Uppruni gulróta er rakinn til Evrópu og Asíu og er vitað til að fræja þeirra hafi verið neytt fyrir 7.000 árum þar sem nú er Afganistan. Þaðan bárust þær til nágrannasvæða þar sem í dag eru Rússland, Íran, Indland og Pakistan. Talið er að ræktun á gulrótum hefjist í Kína og Japan á 14. til 17. öld eftir Krist. Villtar gulrætur og fyrstu ræktuðu gulræturnar voru litlar, grannar, greinóttar og nánast hvítar á litinn enda lengi framan af voru það fræin sem voru nýtt en ekki ræturnar. Gulrætur, eins og við þekkjum þær, eiga sé aldalanga ræktunarsögu og kynbætur að baki. Flest bendir til að ræktun með áherslu á rót plöntunnar hafi hafist í Afganistan, Íran og Írak fyrir um 1000 árum. Fyrstu gulræturnar í ræktun voru gular eða fjólubláar. Rússneski plöntuerfðafræðingurinn Vavilov taldi aftur á móti að uppruni gulrótaræktunar væri í Mið-Asíu og -stan löndunum, Úsbekistan, Túrkmenistan, Tadsjikistan, Kirgisistan og Kasakstan. Grikkir lögðu sér villtar gulrætur til munns. Sagt er að hermennirnir sem voru í Trójuhestinum og lögðu borgina að lokum eftir tíu ára umsátur Grikkja hafi eingöngu lagt sér gulrætur til munns til að orsaka hægðatregðu svo að síður kæmist upp um þá. Á sinn hátt áttu því gulrætur þátt í falli Trójuborgar. Grikkinn Dioscorides, sem oft er nefndur faðir grasafræðinnar, og rómverski náttúrufræðingurinn Pliny trúðu því staðfastlega að villtar gulrætur væru lostavekjandi. Rómverjar höfðu reyndar ofurtrú á gulrótum sem ástarhvata og sagt er að rómverskir karlmenn hafi gefið konum gulrótarsúpu til að fá þær til lags við sig. Einnig segir að Kalikúla keisari hafi boðið þinginu til gulrótarveislu í von um að þingmennirnir misstu stjórn á sér og að hann gæti horft á þá riðlast hver á öðrum. Bandaríski iðnjöfurinn Henry Ford var haldinn gulrótarblæti og taldi þær allra meina bót. Ræktaðar gulrætur berast eftir verslunarleiðum um Litlu-Asíu á 10. til 12. öld, líklega fyrst með Márum frá Marokkó til Spánar en ræktun á þeim í Evrópu hófst ekki fyrr en á 14. öld og voru þær eins og gulræturnar fyrir austan, gular, hvítar, rauðvínsrauðar, svartar og fjólubláar. Gulrætur voru fyrst ræktaðar á Bretlandseyjum á 15. öld og þeirri 17. sunnarlega á Norðurlöndunum. Appelsínugular gulrætur komu fram á sjónarsviðið á 16. öld þegar hollenskir garðyrkjumenn frjóvguðu saman rauðu og gulu afbrigði gulróta. Þjóðsagan segir að Hollendingar hafi ræktað sérstaklega appelsínugular gulrætur til heiðurs William Orange sem leiddi þjóðina í sjálfstæðisbaráttunni undan yfirráðum Spánverja á 17. öld. Orange varð síðar konungur Hollendinga. Eftir að kynbætur á gulrótum hófust fyrir alvöru voru menn fljótir að móta þær eftir eigin höfði og ná fram einstofna, stórri og sífellt sætari rót. Spænskir sjófarendur fluttu með sér gulrótarfræ og sáðu þeim á eyjunni Margaríta úti af strönd Venesúela 1565. Gulrætur bárust til Norður-Ameríku með fyrstu evrópsku landnemunum og náðu fljótlega fótfestu þar og sáðu sér út í náttúruna þar sem aðstæður voru þeim hagfelldar. Fyrstu gulræturnar spíruðu í Ástralíu 1788. Gulrætur voru orðinn hluti af daglegri fæðu almennings í Evrópu og víða á 17. og 18. öld og gríðarmikil áhersla var lögð á ræktun þeirra í álfunni í heimsstyrjöldinni síðari. Í dag eru appelsínugul, sæt og stökk afbrigði gulróta ríkjandi í ræktun. Fjólublá afbrigði eru enn ræktuð í Afganistan og úr þeim bruggað sterkt áfengi. Nafnaspeki Enska heitið carrot var fyrst skráð um 1530 og er tökuorð úr frönsku, corotte, sem er aftur tökuorð úr mun að finna í indó-evróskumáli og tengist það orðinu horn vegna lögunar rótarinnar. Þjóðverjar eiga nokkur heiti yfir gulrætur eins og karotte og rübe sem virðist vera samheiti yfir gulrætur og næpur. Reyndar er rübe einnig ruddaheiti yfir mannslim, rübenkraut eða gulrótarlundur fyrir skapahár og rübensaft eða gulrótarsafi fyrir sæði. Heitið gulerod er aldagamalt í dönsku og vísar til litar rótarinnar og notar danski náttúrufræðingurinn Simon Paulli það í Flora Danica frá 1648. Eggert Ólafsson talar um gular rætur í Lachanoloia eða matjurtabók frá 1774. Ekki er vitað fyrir víst hvenær heitið gulrót festist í íslensku en Móritz Halldórsson-Friðriksson, læknir notaði orðið við þýðingu sína á garðyrkjubók Frederik Christian Schübeler sem kom út 1883. Gulrætur, kanínur og teiknimyndapersónur Bugs Bunny, eða Kalli kanína, er líklega sú teiknimyndapersóna sem flestir tengja við gulrótarát. Kalli er líklega einnig ástæða þess að margir halda að gulrætur séu uppáhalds fæða kanína. Svo er þó ekki því dæmin sýna að ef kanínur komast í matjurtagarð og fá að éta óáreittar háma þær flestu öðru í sig áður en þær leggjast á gulræturnar. Önnur skemmtileg teiknimynda- persóna sem vert er að hafa augun opin fyrir er Flaming Carrot Man sem tekur nokkuð annan pól í hæðina en Kalli kanína. Fyrstu tilraunir með ræktun gulróta á Íslandi Í tímaritinu Íslendingi frá 1863 er grein sem segir frá ágæti garðyrkju og nokkrum plöntum sem rækta má á Íslandi. Undirskrift greinarinnar er J.B. „Gulrótin (Gulerödder) er ein af jurtum þeim, er efnamenn ættu að rækta sjer til sælgætis; fyrir þær má ekki pæla grynnra en 15 þumlunga; þeim er sáð í miðjum maí, með 4–5 þumlunga millibili. Þær eru teknar upp í lok septembermánaðar; blöðin eru skorin af þeim og gefin kúm; en rótin er geymd eins og kálrófur. Hin stóra Altringham-gulrót, er ein af hinum beztu tegundum hennar. Þær skulu ræktast í sama reitnum og næpurnar.“ Schierbeck landlæknir segir aftur á móti í skýrslu um nokkrar tilraunir til jurtaræktunar á Íslandi, sem birtist í Tímariti Hins íslenska bókmenntafélags 1886. „Gulrótin mun víst naumast verða neitt til muna útbreidd á þessu landi, þar - eð hún þrífst eigi vel. Stærstu gulræturnar, sem jeg hef fengið, hafa verið á digurð við mannsfingur. Þær tegundir, sem bezt heppnast, virðast vera „Hornske Carotte“ og „Nates- gulrót. Í ár hef jeg eptir ráðleggingu Schúbelers prófessors reynt að sá í septembermánuði, og láta fræið liggja veturinn í jörðunni.“ Skömmu eftir þarsíðustu aldamót var farið að rækta gulrætur hér á landi í heitri jörð, í vermireitum og í gróðurhúsum. Ræktun á gulrótum Hér á landi eru ýmis yrki af sumargulrótum algengust í ræktun. Gulrætur þrífast best í léttum djúpum, sendnum og vel unnum frjósömum jarðvegi. Sé gefið of mikið af köfnunarefni hleypur það í ofanjarðarvöxtinn og undirtekjan verður lítil. Gulrótarfræ eru lengi að spíra og missa spírunarhæfni sína með tímanum og því best að sá alltaf nýju fræi. Best er að sá gisið beint í beð eins snemma og hægt er. Rásir fyrir fræ þurfa að vera eins til tveggja sentímetra djúpar og með 15 til 20 sentímetra bili á milli plantna. Einnig er hægt að fá borða með fræjum með réttu millibili sem sett eru í jarðveginn. Æskilegur jarðvegshiti við sáningu er 8°C. Þegar plönturnar hafa myndað tvö blöð skal grisja sé þess þörf. Skiljið eftir hraustlegar plöntur með 4 sentímetra millibili. Gott er að rækta gulrætur í vermireit eða undir gróðurhlíf til að flýta fyrir sprettu og varna því að gulrótarfluga verði til ama. Gulrætur og tómatar eru vinir og fara vel saman í samplöntun. Algeng yrki í ræktun eru ‘Nantes‘, ‘Napoli‘, ‘Nelson‘ og ‘Alamo‘ sem eru fljótsprottin og appelsínugul. ‘Purpel Haze’ er fjólublátt afbrigði en ‘Rainbow’ gultog hvít. Auk þess sem á netinu má finna alls kyns svokölluð Heirloom-yrki sem gaman væri að prófa. sumarið 2010. Gulrótin er tæpir 30 sentímetrar að lengd og 15 sentímetrar að ummáli þar sem upptöku. Yrkið er Early Nantes sem manns. langstærsti ræktandi gulróta í heiminum.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.