Bændablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 2018
NÝKOMIN SENDING AF COSMO JARÐTÆTURUM
www.VBL.is REYKJAVÍK
Krókháls 5F
110 Reykjavík
Sími: 414-0000
AKUREYRI
Baldursnes 2
603 Akureyri
Sími: 464-8600
Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar
JARÐTÆTARAR
Holstein kúakynsins í Brasilíu, sem
ætla má að sé með 25–30% meiri
afurðir en íslenska kúakynið.
Afar athyglisvert er einnig að
sjá að niðurstöðurnar sýna að þetta
samspil hækkunar á frumutölu og
minni daglegrar mjólkurframleiðslu
kemur fram langt undir 200 þúsund
frumur/ml. Fyrstu merki um áhrif
til nytlækkunar fundust strax þegar
frumutalan var ekki nema rétt í
kringum 12.400 frumur/ml. Með
öðrum orðum þá fer afurðasemin
að dragast örlítið saman nánast um
leið og mæla má hækkun frumutölu.
Eins og áður segir benda
niðurstöðurnar til þess að þetta
samspil á milli hækkunar á frumutölu
og samdráttar í afurðasemi sé
mismunandi innan og milli hvers
mjaltaskeiðs og því er erfitt að
koma með eina gullna tölu um
það afurðatap sem verður þegar
frumutala hækkar t.d. úr 100.000/
ml í 200.000/ml, en þó má notast
við eftirfarandi viðmið niðurstaðna
rannsóknarinnar að þegar frumutala
kúa á fyrsta mjaltaskeiði er komin í
200 þúsund/ml er meðal afurðatap
þeirra 6,5%, 8,5% hjá kúm á öðru
mjaltaskeiði og 9,0% hjá kúm á
þriðja mjaltaskeiði.
Gildir einnig um íslenska
kúakynið
Þrátt fyrir að framangreind
rannsókn byggi á gögnum um
Holstein-kýr í Brasilíu er afar
líklegt að áþekkt samhengi
frumutölu og afurðasemi gildi
einnig um íslenska kúakynið
enda hafa ótal aðrar rannsóknir
á öðrum kúakynjum í öðrum
löndum bent í sömu átt. Það eru
því miklar líkur á því að eftir
því sem frumutala kýrsýna er
hærri því hærri er væntanlegur
tekjumissir vegna samdráttar í
daglegri mjólkurframleiðslu. Það
er því eftir miklu að slæðast og má
í raun miklu til kosta til þess að ná
og viðhalda góðu júgurheilbrigði.
Jákvæð áhrif þess að ná stjórn á
júgurheilbrigði kúabús felast auk
þess ekki einungis í betri afkomu
viðkomandi bús, heldur einnig mun
skemmtilegra vinnuumhverfi með
heilbrigðari gripum þar sem allt
smitálag snarminnkar og nýgengi
júgurbólgu fellur verulega. Þá
tala þeir bændur um það sem náð
hafa næsta fullkomnum tökum á
frumutölunni að öll vinna á búinu
verði miklu léttari og skemmtilegri,
enda tekur tíma að sinna veikum
kúm og er oft miðað við að ein veik
kýr taki til sín áþekkan vinnutíma á
búi og 30–40 heilbrigðar kýr.
Heimild:
Goncalves ofl., 2018. Milk
losses associated with somatic
cell counts by parity and stage
of lactation. Journal of Dairy
Science Vol 101 no. 5 (í prentun).
Þrátt fyrir að framangreind rannsókn byggi á gögnum um Holstein-kýr í
Brasilíu er afar líklegt að áþekkt samhengi frumutölu og afurðasemi gildi
einnig um íslenska kúakynið
Aðalfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi (LLÍ) verður
haldinn að Hótel Sögu, fundarsal Kötlu II, þann 15. mars og hefst
klukkan 13.15.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.
2. Breytingar á 5. gr. samþykkta félagsins er lýtur að fundarboðun.
3. Málþing hefst að aðalfundi loknum, um kl. 14.30.
Efni: Áform ríkisins um stofnun miðhálendisþjóðgarðs og reynsla
af núverandi þjóðgörðum.
Frummælendur á málþingi:
» Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra.
» Guðrún María Valgeirsdóttir, stjórnarmaður í LLÍ.
» Anna María Ragnarsdóttir, eigandi Hótels Skaftafells.
Fundurinn er öllum opinn og bæði félagar í LLÍ og aðrir áhugasamir
eru hvattir til að mæta.
Fyrir hönd stjórnar LLÍ
Örn Bergsson
AÐALFUNDARBOÐ
UTAN ÚR HEIMI
Skrifaði SOS í olíupálma-
akur á eyjunni Súmötru
Litháski landlistamaðurinn
og aðgerðarsinninn Ernest
Zacharevic mundaði fyrir
skömmu keðjusög og felldi 1.100
olíupálma á olíupálmaakri á
eyjunni Súmötru. Eftirstandandi
pálmar mynduðu alþjóðlega
hjálparkallið SOS í landslaginu.
Akurinn er í eigu umhverfis-
samtaka sem leggja áherslu á
verndum órangútan-apa á eyjunni
og er skriftinni í skóginum ætlað að
vekja athygli á fellingu náttúrulegra
skóga og eyðingu búsvæða
órangúta.
Ákall um hjálp
Hver stafur samanstendur af
mörgum trjám og saman eru þeir
hálfur kílómetri að lengd og því
aðeins sýnilegir úr lofti af fuglum
og farþegum í flugvélum og því eins
og ákall af jörðu niðri um hjálp.
Eyðing náttúrulegra skóga og
eyðilegging búsvæða villtra dýra
vegna ræktunar olíupálma er með því
allra mesta sem gerist í heiminum.
Ódýrasta matarolían á markaði
Olíuna er að finna í fjölda
vöruflokka og ekki síst í matvælum.
Markaðshlutdeild pálmaolíu er
56% af allri verslun á jurtaolíu í
heiminum. Pálmaolía er ódýrasta
jurtaolían á markaðinum og að finna
í einni af hverjum sex tilbúnum
matvörum sem framleiddar eru.
Hana er meðal annars að finna
í súkkulaði, kexi, laufabrauði,
rískökum, flögum, pitsudeigi,
kökum, frosnu grænmeti,
hnetusmjöri, núðlum, morgunkorni,
þurrkuðum ávöxtum, smjörlíki og
barnamat. Auk þess sem pálmaolía
er notuð í sleipiefni, sápur, kerti,
sjampó, þvottaefni og snyrtivörur,
eins og tannkrem, varasalva, varalit
og í framleiðslu á lífdísil. /VH
Alþjóðlegt neyðarkall til verndunar náttúrulegra skóga og búsvæða villtra dýra á eyjunni Súmötru.