Bændablaðið - 08.03.2018, Page 52

Bændablaðið - 08.03.2018, Page 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 2018 Undanfarin fjögur ár hefur RML boðið bændum að taka þátt í ráðgjafarpakka sem kallaður er Sprotinn. Markmiðið með honum er að ná vel utan um alla jarðræktina á búinu með skráningum m.a. á því sem er ræktað, borið á og uppskorið og einnig eftir því sem þurfa þykir, sýnatöku á jarðvegi til að greina það sem hugsanlega má bæta. Ráðgjöfinni lýkur síðan alltaf á að unnin er áburðaráætlun þar sem gögn úr skýrsluhaldinu og niðurstöður hey- og jarðvegssýna eru höfð til stuðnings. Meðal þess sem haldið er til haga eru upplýsingar um áburðargjöf og uppskeru í Jörð.is og út frá þeim upplýsingum er unnin skýrsla þar sem spildur á búinu eru bornar saman. Slíkur samanburður gefur þeim sem til þekkja, möguleika á að greina hvort það kunni að vera ástæða til að skoða hvort ræktunarskilyrðum einhverra túna sé ábótavant og einnig hvort uppskeran sé í samræmi við það áburðarmagn sem borið var á. Meðal þess sem er reiknað út í skýrslunni er kostnaður í ábornu N, P og K á hvert þurrefniskíló í uppskeru og á fóðureiningar. Í þeim útreikningi eru áætluð nýtanleg áburðarefni í búfjáráburði reiknuð til jafns við áburðarefni í tilbúnum áburði. Áhugavert er síðan að bera saman niðurstöður „Sprotabændanna“ en þeir hafa fengið slíkan samanburð sendan. Rétt er að hafa í huga að svona samanburður takmarkast af mörgum þáttum og til dæmis er ekki tekið tillit til beitar og uppskerutíma. Verðmæti áburðarefnanna var reiknað út frá lægsta áburðarverði ársins 2017 samkvæmt verðskrám áburðarsalanna. Flutningskostnaði og viðskiptakjörum var haldið utan við og einnig var ekki tekið tillit til eðlis- og efnafræðilegra eiginleika áburðarins. Einnig verður að hafa fyrirvara á útreikningum þar sem munur getur verið á aukaefnum. Verðmæti köfnunarefnis reiknaðist 162 kr/kg, fosfórs er 218 kr/kg og kalís er 117 kr/kg. Talsverður breytileiki var á áburðargjöf og uppskeru á milli búa en að meðaltali kostaði kíló þurrefnis í uppskerunni 7 krónur í áburði en breytileikinn var frá 3 kr. og upp í 12,4 kr. Niðurstöðurnar gefa til kynna að víða sé hægt að ná fram hagræðingu í notkun áburðar. Það er þó einnig ljóst að skráning skýrsluhalds í jarðrækt þarf almennt að batna til að samantekt sem þessi gefi sem gleggsta mynd af þessum þætti í kostnaði við gróffóðuröflun. Góð nýting búfjáráburðar er mikilvæg og þarf að skoðast í samhengi við heildar áburðarkostnað uppskerunnar. Þar sem verðmæti áburðarefna í búfjáráburði eru metin til jafns við áburðarefni í tilbúnum áburði getur sá sem e.t.v. nýtir búfjáráburðinn illa, komið vel út úr greiningu á áburðarkostnaði á uppskerunni. Þetta og fleira þarf því að skoðast í stærra samhengi. Það eru því þeir sem eru með hátt hlutfall áburðar úr búfjáráburði og með lágan heildaráburðarkostnað á kíló þurrefnis sem koma best út úr þessari greiningarvinnu. Rétt er að nefna að allir bændur sem hafa skráð bæði áburðargjöf og uppskeru geta fengið svona yfirlit hjá RML. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Samantekt á uppskeru og áburðargjöf Borgar Páll Bragason fagstjóri í nytjaplöntum hjá RML bpb@rml.is Umsókn um orlofsdvöl Undirrituð/Undirritaður sækir hér með um: Umsóknina skal senda fyrir . nk. á netfangið ho bondi.is eða á póstfang Bændasamtaka Íslands: Bændahöllin v/Hagatorg, 107 Reykjavík, merkt Orlofsdvöl sumarið 201 Sumarið 201 Nafn umsækjanda Kennitala Heimilisfang Símanúmer Undirskrift félaga og dagsetning Póstnúmer og staður Hefur þú áður fengið úthlutað orlofsdvöl í sumarhúsi hjá Bændasamtökunum? Já Nei Orlofsdvöl að Hólum - Tímabilið: Orlofsdvöl á Flúðum - Tímabilið: Hér að neðan er að finna umsóknareyðublað um orlofsdvöl í húsunum að Hólum í Hjaltadal og á Flúðum, Hrunamannahreppi sumarið 201 . Frestur til að skila inn umsóknum rennur út . 201 . Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir: Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir eftir umsóknum um styrki til stuðnings við nýsköpun, vöruþróun kynningar- og markaðsstarf til stuðnings íslenskri sauðfjárrækt. Sjá nánari upplýsingar inn á heimasíðu sjóðsins www.fl.is, undir Markaðssjóður/verklagsreglur. Styrkþegar geta verið einstaklingar, hópar, félög, samtök, rannsóknarstofnanir, háskólar eða fyrirtæki. Styrkhæf eru þau verkefni sem talin eru styrkja íslenska sauðfjárrækt og falla undir það að teljast nýsköpun, vöruþróun, kynningar- eða markaðsstarf. Umsókn skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar: a) Listi yfir þá sem eiga aðild að verkefninu. b) Yfirlit um tilgang og markmið verkefnis. c) Tímaáætlun verkefnisins og upplýsingar um helstu áfanga þess. d) Fjárhagsáætlun verkefnisins í heild. e) Upplýsingar um hvernig niðurstöður verkefnisins verða kynntar eða nýttar. Umsóknafrestur er til 1. apríl n.k. Reglur um styrkina og umsóknareyðublöð má finna á www.fl.is/ markaðssjóður. Aðeins er tekið við umsóknum á eyðublöðunum sem þar er að finna. Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri 311 Borgarnesi, merktum: Markaðssjóður. Nánari upplýsingar veitir Þórhildur Þorsteinsdóttir, framkvæmda- stjóri Framleiðnisjóðs landbúnaðarins hjá thorhildur@fl.is. Framleiðnisjóður landbúnaðarins Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnesi Sími 430-4300

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.