Bændablaðið - 08.03.2018, Side 58

Bændablaðið - 08.03.2018, Side 58
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 201858 MENNING&LISTIR Gudrun Kloes á Laugarbakka í Miðfirði rekur bókaútgáfuna túrí ehf.: Gefur út framtíðarspennusögu, matreiðslubækur og póstkort Gudrun Kloes á Laugarbakka í Miðfirði rekur þar bókaútgáfuna túrí ehf. en hún var stofnuð árið 2003. túrí ehf. er ekta landsbyggðarfyrirtæki, en Gudrun er fyrrverandi atvinnuráðgjafi, starfaði við það í 15 ár, fyrst hjá Hagfélagi og síðan hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra á Hvammstanga, þýskukennari, þýðandi og póstburðarkona, svo eitthvað sé nefnt af fyrri störfum hennar. Fyrsta bókin sem Gudrun gaf út var Islandkochbuch, bók um íslenska matargerð á þýsku, en hún kom einnig fljótlega út á frönsku með heitinu Cuisiner islandais. Starfsemin var svo víkkuð út þegar útgáfa á póstkortum hófst, en Gudrun fékk kúamyndir frá listamanninum og bóndanum á Búrfelli, Jóni Eiríkssyni, sem jafnframt er sveitungi hennar. Nú er bókaútgáfan túrí að gefa út spennubókina „Leitin að engli dauðans“ eftir Jóhann Fönix Arinbjarnarson, ættaður frá Brekkulæk. Þetta er önnur bók Jóhanns, en fyrri skáldsaga hans, Skaðamaður, kom út árið 2010 og seldist að sögn Gudrunar ágætlega. Framtíðarspennusaga Gudrun segir hina nýju bók Jóhanns spá fyrir um framtíðina eftir hrun lýðræðisins í Bandaríkjunum, en bókin gerist á árinu 2039. Sagt er frá Gladys sem er 17 ára gömul og þarf skyndilega að yfirgefa fjölskyldu sína, vini og allt sem henni þykir vænt um þegar upp kemst að faðir hennar er einn valdamesti mafíuforingi landsins. Leggur hún á mikinn flótta þvert yfir Bandaríkin ásamt dularfullum launmorðinga sem þátt tók í byltingu sem varð landinu að falli. Lögreglumenn, leyniþjónustan, hermenn, öryggismyndavélar og njósnabúnaður af ýmsu tagi leitar uppi hvert fótspor sem þau skilja eftir sig. Markmiðið er að komast yfir til Kanada, þar sem allt er óbreytt að undanskildu því að reistur hefur verið múr á landamærunum til að aftra Bandaríkjamönnum að komast yfir landamærin. „Þessi bók segir frá breyttum heimi, hann er að sumu leyti grimmari og háskalegri en nútíminn, en að öðru leyti öruggari og upplýstari,“ segir Gudrun. „Bókin er auðvitað skáldsaga, ekki spádómsrit.“ Prentar allt á Íslandi Gudrun er í óða önn að kynna þessa nýju spennubók og segir viðtökur góðar. Jafnframt sinnir hún öðrum verkum á vegum útgáfunnar, hefur endurútgefið uppskriftarbækur sínar en þær seljast jafnan vel á ferðamannastöðum. „Ég reyni að prenta allt efni frá útgáfunni hér á Íslandi þrátt fyrir hagstætt gengi og stundum betri tilboð í útlöndum. Mér finnst betra að fylgja verkinu eftir, vera í samskiptum við þá sem það vinna og geta skoðað sýniseintök hér heima,“ segir Gudrun. Dásemdin ein á Laugarbakka Íbúar á Laugarbakka eru 47 talsins, en staðurinn stendur við Miðfjarðará og hefur byggst upp í nokkrum áföngum. Saga Grettis sterka Ásmundssonar tengist staðnum sterkum böndum, en í sögunni fór m.a. fram hestaat á Löngufit, neðan Laugarbakka. „Það er yndislegt að búa á Laugarbakka, hér er 3ja stjörnu hótel rekið í endurbættu og breyttu húsnæði grunnskólans og er það opið árið um kring. Hér er einnig handverkshús, bensínsala, félagsheimili, tjaldsvæði og ættarmótaþjónusta er rekin hér á staðnum og vinsælt að blása til slíkra móta hér,“ segir Gudrun. Þá nefnir hún að um nokkurra ára skeið hafi tónlistarhátíðin Norðanpaunk verið haldin á Laugarbakka, en þar koma saman og gera sér dagamun helstu pönkarar landsins. Þá er gróðurhúsið Skrúðvangur með jarðarberjarækt á Laugarbakka, Jógahús Pálínu er rekið þar sömuleiðis auk þess sem flinkir handverksmenn og -konur starfa á svæðinu. „Ekki má svo gleyma því að tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti er sannur Laugarbakkamaður sem og Jóhann Fönix höfundur. Það er sem sagt dásemd ein að búa hér,“ segir Gudrun. /MÞÞ Laugarbakki stendur við Miðfjarðará og byggðist upp í nokkrum áföngum. Húsið Laugarbakki sem staðurinn dregur nafn sitt af. Hestar á beit við Syðri Reyki, ofan Laugarbakka. ekta landsbyggðarfyrirtæki. IS Hurðir I Sími 564 0013 I www.ishurdir.is I ishurdir@ishurdir.is IÐNAÐARHURÐIR BÍLSKÚRSHURÐIR • Íslensk framleiðsla, smíði og samsetning. • Allar hurðir smíðaðar samkvæmt máli. • Áratuga reynsla starfsmanna í hurðum. • Hágæða hráefni. • Þolir íslenskt veðurfar. • Sér meðhöndlaðar brautir gegn ryði og álagi. • Stuttur afgreiðslutími. HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Mótorar og varahlutir á lager Hröð og góð þjónusta Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON á ÍSLANDI MHG VERSLUN EHF 544-4656 - MHG.IS Bænda iblb . s Fa obce ok

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.