Bændablaðið - 08.03.2018, Qupperneq 62
62 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. mars 2018
Tilkynningar
Á lögbýlið eða bæjarnafnið þitt skráð
samsvarandi lén? Stendur til að hefja
sölu beint frá býli, eða bjóða upp á
heimagistingu á Internetinu? Lén
er hvoru tveggja fyrir vef, t.d. www.
merkigil.is, og fyrir tölvupóst, t.d.
monika@merkigil.is. Kannaðu hvort
lén sem samsvarar bæjarnafninu
þínu er skráð á https://www.isnic.is/
is/. Nánari upplýsingar og ráðgjöf fæst
í síma 578-2030, eftir morgunmjaltir
og fyrir kvöldmjaltir.
Veiði
Tveir vinir óska eftir langtímaleigu
á gæsa- og andaveiðilandi, akri/
ökrum, nýræktum, tjörnum. Gjarnan
ekki lengra frá Reykjavík en 2-3 tíma
akstur. Einnig koma til greina stakir
dagar. Vinsamlega sendið uppl. á
jkgudmundsson@gmail.com eða
hringið í síma 699-2317.
Leiga
Ungt par með barn óskar eftir
langtíma leigu á jörð í fullum rekstri.
Blandað bú kemur helst til greina.
Uppl. í síma 845-3160, Þröstur.
Þjónusta
Opnum kl. 8 alla virka daga, bara
mæta og við klippum þig. Sími 587-
2030, heitt á könnunni. Allir velkomnir.
Topphár, Dvergshöfða 27, Rvk.
Tek að mér viðgerðir á flestum
tegundum sjálfskiptinga. Hafið
samband í síma 663-9589 til
að fá upplýsingar og tilboð. HP
transmission Akureyri, netfang: einar.
g9@gmail.com, Einar G.
Málningarþjónustan M1 ehf. tekur að
sér öll almenn málningarstörf. Tilboð
eða tímavinna. Uppl. í síma 696-2748
eða loggildurmalari@gmail.com
RG Bókhald, Alhliða bókhaldsþjón-
usta. Get tekið að mér fleiri verkefni.
Ragna, sími 772-9719, netfang:
rgbokhald@gmail.com
Sanddreifarar fyrir
traktóra
Nokkrar stærðir í boði,
Vinnslubreidd 1–2,3 m
Verð frá: 340.000 kr. + vsk.
Fjölplógur VB-3200
Vinnslubreidd 3,2 m,
SBM tengi, 1,2 t
Verð frá: 1.390.000 kr. + vsk.
Snjótönn, 3000 HD
3 m, með Euro festingu
Verð: 290.000 kr. + vsk.
Salt- og sanddreifari, HZS-10
Fyrir þrítengi, 1 m³
Verð: 1.300.000 kr. + vsk.
Fjölplógur,
PUV 3300 3,3 m
Verð: 695.000 kr. + vsk.
Aflvélar ehf., Vesturhraun 3,
210 Garðabær, S: 480-0000
www.aflvelar.is sala@aflvelar.is
Fjölplógur, PUV 3300
3,3 m
Verð: 890.000 kr. + vsk.
Salt- og sanddreifari, EPT15
Verð: 1.190.000 kr. + vsk.
Til sölu tvö olíumálverk eftir
Veturliða Gunnarsson.
Stærðirnar eru 90x120 cm í römmum.
Önnur myndin er af Dyrfjöllunum og
hin er af Njarðvíkurfjöllunum.
Stend í flutningum og vildi gjarnan
að einhver sem kann að meta þessi
listaverk fái að njóta þeirra.
Upplýsingar í síma 699-5905.
Borgarfjörður Eystri
Auglýsinga- og
áskriftarsími
Bændablaðsins
er 563-0303
AUGLÝSING VEGNA ÚTBOÐS Á VEIÐI Í
HÍTARÁ, GRJÓTÁ, TÁLMA OG HÍTARVATNI Á MÝRUM
Veiðifélag Hítarár óskar hér með eftir tilboði í lax- og silungsveiði á starfssvæði félagsins fyrir
árin 2019 til 2022, að öllum árum meðtöldum, samkvæmt meðfylgjandi útboðsskilmálum og
fyrirliggjandi upplýsingum.
Útboðsgögn eru hjá umsjónarmanni útboðsins, Ólafi Sigvaldasyni, formanni Vf. Hítarár, Brúarhrauni,
311 Borgarnesi. Sími: 661 9860 og netfang: oli@emax.is. Gögnin verða afhent í tölvupósti gegn
10.000.- kr. skilagjaldi.
Frestur til að skila tilboði rennur út fimmtudaginn 12. apríl 2018, kl. 12:00.
Tilboðin verða opnuð opnuð í veiðihúsi Vf. Hítarár laugardaginn 14. apríl 2018 kl. 14:00 í viðurvist
þeirra bjóðenda sem þess óska.
Tilboðum skal skila til:
Ólafs Sigvaldasonar,
Brúarhrauni, 311 Borgarnesi
dnæB a
garýsingS áaum l
0030365 - -
rH áaa fhf i
Eldri blöð
má finna
hér á PDF:
MENNING&LISTIR
Fornar hafnir
Út er komin bókin Fornar
hafnir – útver í aldanna rás
eftir Karl Jeppesen. Hér er að
finna ljósmyndir og frásagnir
af 160 verstöðvum á Íslandi.
Ferðalagið hefst á Horni og fer
síðan hringferð allt í kringum
landið. Áningarstaðirnir eiga
það allir sameiginlegt að héðan
reru forfeður okkar í landinu til
fiskjar.
Karl sagði í samtali við
Bændablaðið að allvíða á landinu
megi greina búðir sem hafa að hluta
sokkið og horfið í gras eða sand.
„Annars staðar hefur nútíminn
ruðst yfir hinar fornu minjar með
landfyllingum og mannvirkjum.
En jafnt er landslag staðanna og
útsýn þaðan til menja um hina
hörðu lífsbaráttu og mannlíf liðinna
alda.“
Útver allt í kringum landið
„Aðdragandi bókarinnar er að
fyrir nokkrum árum vann ég að
fræðslumyndbandi um þann tíma
sem oft er nefndur enska og þýska
öldin og í þeirri vinnu kom ég
á ýmsa staði á landinu þar sem
bændur höfðu stundað útgerð í
mismiklum mæli.
Síðar fór ég að kynna mér
stórvirki Lúðvíks Kristjánssonar,
Íslenska sjávarhætti, þar sem
hann fjallar meðal annars um
fornar verstöðvar á Íslandi og
segir frá staðsetningu þeirra. Oft
líktust þessir staðir litlum þorpum
á vertíðum og þar bjuggu 300 til
400 manns. Flest útveranna voru
samt minni og heimaver í nágrenni
bóndabæja og sum þeirra voru í
notkun allt frá landnáni.“
Margra ára vinna
Karl segir að eftir að áhugi hans var
vakinn hafi hann tekið markvisst
til verka og hann heimsótt
ákveðin landsvæði til að mynda
útverin. „Fyrsta ferðin var farin
2011 og síðan þá hef ég heimsótt
útgerðarstaði og tekið myndir af
þeim.
Fyrr á öldum þóttu mikil
hlunnindi að eiga kost á stað til
uppsáturs, það sem gott var að
lenda bát og verja hann gegn
sjógangi. Algengt var að bændur
ættu útróðrarskip og voru byggðar
verbúðir við næstum hverja vík á
strandlengjunni.“
Karl segir að ástand verbúðanna
sé slæmt og þær hafi grotnað niður
og orðnar grasi vaxnar, komnar á
kaf í sand eða hreinlega horfnar í
sjóinn vegna brots. Annars staðar
hafa þær horfið undir hafnar- eða
önnur mannvirki. Bókin er liðlega
300 síður í stóru broti og hefur að
geyma 550 litmyndir. Útgefandi er
bókaútgáfan Sæmundur.
Karl
Jeppesen