Fóstra - 01.10.1931, Qupperneq 7
Ávarp.
Þessi litla bók á að vera eins og framrjett hönd frá
skólunum til heimilanna og er vonað, að henni verði
tekið lilýlega. Það er hin fyrsta tilraun til að koma á
samvinnu hinna tveggja stofnana, heimilis og skóla,
sem hafa það sameiginlega markmið að verða börnun-
um að liði. Uppeldi barna er svo þýðingarmikið og
vandasamt starf, að öllu, sem reynt er að gera í þarf-
ir þess, ætti að vera vel tekið. Sumargjöfin annast út-
gáfu þessa heftis, og er það nú undir viðtökum fólks-
ins komið, hvort annað hefti kemur fljótlega, og livað
af öðru, svo að úr þvi verði tímarit, sem ræðir aðallega
uppeldismál. Það virðist mjög hjáleitt, að algerð þögn
sje um uppeldi barna, meðan tíinarit og liátalarar hera
góð ráð um land alt til að bæta búf járuppeldið.
Sumargjöf hefir nú á fjórða hundrað fjelaga, en hún
þarf að verða að foreldrafjelagi Reykjavíkur og sje þar
enginn kennari og ekkert foreldri utanveltu. Mætti sá
kraftur fylgja þvi fjelagi, sem umskapaði þennan bæ.
Heimili og skóli verða að vinna saman, og tímarit, sem
ræddi af einlægni og áhuga málefni foreldra og keim-
ara, yrði þarft tæki í þvi starfi. Sumargjöf hefir nokkr-
um sinnum reynt að koma á almennum foreldrafund-
um, en þó að 3—4 lmndruð hafi mætt, þegar best gegndi,
verður það að teljast sáralííið i stað, þar sem 30 þús-
undir eru saman komnar. Tilraun til að stefna öllum
foreldrum hjer saman mun jafnan reynast erfið, einkum