Fóstra - 01.10.1931, Page 10

Fóstra - 01.10.1931, Page 10
8 Fóstra. 1. hefti. I. ár. líta upp úr bókinni, hvenær, sem einhver grein hefir verið lesin, og spyrja sjálfan sig að þessu líkum spurn- ingum: „Hvaða efni var í þessari grein? Hvert var aðal- atriðið? Er það samkvæmt öðru, sem jeg hefi heyrt og lesið? Er það satt og rjett? Hvað var fallegast í greininni? o. s. frv. Lestur veldur engum þroska, nema því aðeins, að hann valdi hugsun um lesefnið. Varist að vinna fyrir börnin, hjálpið þeim til að hjálpa sjer sjálf. Leggið snemma grundvöll að sjálf- stæði, það verður lieilladrýgsti arfurinn. Heilsan fyrst ætti að vera einkunnarorð foreldra. Heilsan er grundvöllur að allri gæfu barnsins. Skorti hana stoðar lítt auður, mentun og alt annað ágæti Það eru því ill skifti, að selja heilsu barns fyrir bók- vit. Hafi barnið sex stundir afgangs skólavist, svefni og máltíðum, þá ætti það að verja fjórum þeirra til úti- leikja með góðum fjelögum, en tveimur til náms, skifta þeim í tvær námsstundir og sje leikstund á milli. Þetta er ekki aðeins g'ott fyrir lieilsu barnsins, lieldur er það og hagur fyrir námið. Því að fárra mínútna nám í skerpingi eftir útiveru vei’ður að meira gagni en margra stunda nauðungarnám. Það er vaixdasamasta staða, sem til er, að vera móð- ir og faðir. Reynið að skilja barnið, konxast að hugsunum þess og hvötuixx og orsökuixi að athöfnum þess, það er eina ráðið, til þess að hjálpa þvi, án þess að gera því rangt til. Ef barnið á að læra að heiðra föður sinn og móður, og sýna þeim trúnað, þá verða foreldrarnir að heiðra barnið. Munið altaf, að það er mannleg vera, með mann- legum tilfinningum. Særið þær ekki að óþörfu. Talið

x

Fóstra

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fóstra
https://timarit.is/publication/1425

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.