Fóstra

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Fóstra - 01.10.1931, Qupperneq 11

Fóstra - 01.10.1931, Qupperneq 11
Fóstra. 1. hefti. I. ár. 9 við það eins og þjer mynduð tala við fullorðinn mann, sem þjer bæruð virðingu fyrir. Varist að gera lítið úr barninu eða gera það hlægi- legt. Varist að tala um það í viðurvist þess. Berið það aldrei saman við önnur börn, svo að þjer ekki fóstrið með því öfund og óvild. Gleymið ekki einu barninu af áhuga fyrir öðru. Virðið hina guðdómlegu einlægni barnsins, og sýnið því einlægni á móti. Gefið því skýr- ingu á öllu, sem það vill vita, með orðum, sem það skilur. Ætlið ekki skólanum einum fræðslustarfið. Það veit- ir ekki af að bæði skóli og heimili vinni að því. Eng- inn hefir slik skilyrði og þjer, til þess að hafa áhrif á barnið. Þjer hafið endalaust færi á að tala við það í einrúmi, það hefir kennarinn sjaldan. Þjer eruð með barninu langtum lengri tima en liann, og getið fremur en kennarinn veitt því tækifæri til starfs, sem sje við þess hæfi. En umfram alt þarf að komast á samstarf milli skóla og heimilis og gagnkvæm hjálp, annars er hætt við að annað rífi niður, það sem hitt byggir upp. Gerist þvi starfandi fjelagar í Barnavinafjelaginu Sumargjöf, sem hefir velferð allra barna borgarinnar að aðaltakmarki. Hjálpið til að gera fjelagið að öflug- um tengilið milli skóla og heimila. Steingr. Arason. Við getum aldrei leyst hnútinn, fyr en okkur skilst það, að mentun foreldranna er eins mikill hluti af barnauppeldinu og afskifti okkar af börnunum sjálf- um. • Abbott.

x

Fóstra

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fóstra
https://timarit.is/publication/1425

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.