Fóstra - 01.10.1931, Page 13

Fóstra - 01.10.1931, Page 13
Fóstra. 1. hefti. I. ár. 11 Nokkrar leiðbeiningar til mæðra. Sjerhverjir foreldrar muiiu óska eftir að hörn þeirra verði að nýtum og góðum mönnum í þjóðfjelaginu. Skólanum er umliugað um, að barnið hljóti þá fræðslu, sem geti orðið þvi að gagni í lífinu, en skól- inn einn er ekki megnugur að veita slíka fræðslu ’án aðstoðar heimilanna og þá sjerstaklega móðurinnar. Fyrir hverri góðri móður lilýtur að vaka umhugsun- in um velferð barns hennar og hún ein er færari en nokkur annar einstaklingur um að tryggja framtíð barnsins með því að kenna því þær venjur ,sem hjálpi þvi gegnum alt lífið. I þessu atriði vill skólinn vera móðurinni lijálplegur, en gleymum ekki að á heimilinu er hornsteinninn lagður. Hraustur likami er eitt af aðalskilyrðunum fyrir því, að barnið geti notið sín. Heilbrigðisreglur þær er hjer fara á eftir eru settar fram mæðrunum til íhugunar og leiðbeiningar. 1. Klæðnaður. Fötin eru heppilegust hlý og einföld og þannig sniðin, að þau hindri ekki lireyfingar barns- ins. Varist teygjubönd, sem þrengja að (stöðva hlóð- rásina). 2. Fæði. Látið barnið drekka eins mikla mjólk og hægt er, en ekki te eða kaffi. Einfalt og kjarngott fæði er hollast (mjólk, hafragrautur, ostur, brauð, smjör, grænmeti, kartöflur, ávextir, egg, en fisk og kjöt ekki oftar en einu sinni á dag). Varist of mikið krydd. Gef- ið barninu ekki sætindi á milli máltíða, en geymið þau þangað til á eftir máltíðinni. Látið barnið tyggja fæð- una vel. Látið barnið drekka 3—4 glös af vatni á dag. Gefið barninu lýsi, ef það er of ljett. Gætið þess, að

x

Fóstra

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fóstra
https://timarit.is/publication/1425

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.