Fóstra

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Fóstra - 01.10.1931, Qupperneq 16

Fóstra - 01.10.1931, Qupperneq 16
14 Fóstra. 1. hefti. I. ár. Börn gleyma sjer í leikjum og látum. Þau hafa fæst hjá sér tímamæli. Skólarnir eru að reyna að kenna nemöndum sín- um stundvísi. Gengur það misjafnlega, og liggja að því margar rætur. Foreldrar og húsbændur eiga að sjá um, að börnum og unglingum sje lijálpað til að koma á rjettum tíma í skóla. Allur þorri húsbænda og foreldra gerir þetta, en engir mega úr leik skerast. Nemendur geta ekki verið stundvísir, án aðstoðar heimilanna, og síst þeir, sem yngstir eru. Munið þetta: Snemma þurfa þeir til hvildar að ganga, sem árla verða úr rekkju að rísa. Sú óhæfa má ekki henda for- eldra nje húsbændur að senda börn sin út um borg í erindagerðum, þegar komið er að skólatima. Lögregla Reykjavikur ætlar nú að leggja þeim heim- ilum og börnum lið, er helst þurfa þess. Mun hún hafa vakandi auga á kveldnorpi barna. Kennarafundir liafa samþykt að leita til yfirvalda borgarinnar um framkvæmd í þessu efni. Hefir þótt nauðsynlegt að gera eitthvað til þess að minna börn á hættutíma. Gæti komið til mála að hringja klukkum, þegar börn ættu að fara heim til sin eftir erfiði dagsins. Hallgrímur Jónsson.

x

Fóstra

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fóstra
https://timarit.is/publication/1425

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.