Fóstra - 01.10.1931, Page 17

Fóstra - 01.10.1931, Page 17
Fóstra. 1. hefti. I. ár. 15 Stundahlje í skólum. Frímínútur skólans eru vinnuhlje til hvíldar og hressingar nemendum. Námið er erfiði. Frímínúturnar eru því venja, sem nauðsyn skólalífsins hefir skapað. Börn og foreldrar verða því að skilja, að frímínúturnar eru ekki óþarfa iðjuleysi, sem ekkert sje meint með, heldur mikilsverð- ur liður i skólastarfinu, sem ekki má vanrækja. Sje það Jgert, er nám og vinna skólans einnig vanrækt. Skólar eru bygðir með stórum leiksvæðum. Þar er nemendum ætlað að dvelja í stundahljei og hafa frelsi til leikja, teyga hreint, ferskt loft, rjetta úr sjer, reyna á vöðva sína og örfa blóðrás. Inni í þröngum skóla- stofum verður slíkt ekki framkvæmt, svo að gagni sje. Veðrátta hjer á landi er svo mild, að stormar og kuld- ar hamla sjaldan útiveru i frímínútum. Besta lækning við kvefi er að koma út í hreint loft, og ættu foreldrar að læra að óttast meira vonda loftið en kuldann. Hafi barn heilsu til að sækja skóla, er það fært um að koma út í frímínútum, enda munu kennarar gæta þess, að börnin fari þá í yfirhafnir sínar, ef kait er veður. Vegna votviðra er nauðsynlegt að gæta þess, að fóta- búnaður barnanna sje sem bestur. Öll börn ættu þvi að hafa færi á að skifta um skó, áður en þau ganga inn í kenslustofur, bæði vegna heilsu þeirra og hreinlætis. Auk þeirra atriða, sem hjer hafa verið nefnd, má það ekki gleymast,-að í frímínútunum gefst hvað best tæki- færi til að æfa og nema borgaralegar dygðir, til dæmis að umgangast aðra kurteislega.

x

Fóstra

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fóstra
https://timarit.is/publication/1425

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.