Fóstra

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Fóstra - 01.10.1931, Qupperneq 21

Fóstra - 01.10.1931, Qupperneq 21
Fóstra. 1. hefti. I. ár. 19 margra á fullorðins aldri. Það er hreinlæti með hárið. Það er algengur ósómi, að drengir í skólanum sjást með úfinn og síðan hárlubba. Drengirnir þurfa að klippast oftar, en nú á sjer stað. Þetta krefur nútíma menning. Útlitið verður snyrtilegra, en auk þess auðveldara að halda höfðinu hreinu. Hárklipping ungu stúlknanna, nú á dögum, er mikil umbót, frá sjónarmiði þrifnaðar og hreinlætis. Ennþá er því miður til lús í barnaskólanum. En það er mikil hjálp gegn óþrifunum, að drengir sjeu snoðkliptir, en stúlkur með skorið hár. — Það er ekki ætið svo auð- velt verk að útrýma óværu eða nit úr hári. Skólahjúkr- unarkonan mun fús á að leiðbeina mæðrunum í þessu efni. Á flestum heimilum mun það góður og gamall siður á helgum, að þvo börnin og baða um kroppinn. En fætur vilja óhreinkast fljótt. Aukalegt fótabað í miðri viku ætti að verða fastur siður! Unun væri, ef segja mætti um íslensk skólabörn, að þau væru heilsugóð og snyrtileg, með kurteisa fram- komu og viðmót! Gunnl. Claessen. Dr. med.

x

Fóstra

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fóstra
https://timarit.is/publication/1425

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.