Fóstra - 01.10.1931, Page 24

Fóstra - 01.10.1931, Page 24
22 Fóstra. i. heiti. í. ár. raunvísindanna. En nú á síðari tímum hafa orðið til fjölmargar fræðigreinar, sem hafa manninn að rann- sóknarefni, hver á sinn hátt. Sem dæmi má nefna: likamsbyggingarfræði, fjelags- fræði (sociology), mannfræði o. fl. Af þessum fræði- greinum fæst uppeldisfræðin sennilega við margþætt- ust viðfangsefni. Hún verður meira og minna að taka í sína þjónustu allar hinar fyrnefndu fræðigreinar, og þó nokkrar fleiri, svo sem trúfræði og siðfræði. Ef við tökum til samanburðar við uppeldisfræðina þá fræði- grein, sem hefir flesta starfsmenn hjer á landi, læknis- fræðina, þá sjáum við, að til þess að geta orðið læknar hjer á landi, þarf að minsta kosti 12 ára nám eftir barnaskóla. En til að geta orðið barnakennari, þarf i mesta lagi 3 ára framhaldsnám, en flestir ljúka þvi á 2 árum. Læknarnir fást, eins og kunnugt er, við að græða kaun líkamans, rista hann sundur og sauma saman o. s. frv. Þeir verða þvi að gagnþekkja likamshygginguna, að öðrum kosti eiga þeir á hættu að gera jafnmikið tjón sem gagn, að drepa eins oft og þeir lækna. Hlut- verk kennarans er að sjá um vöxt og viðgang bæði likama og sálar á þvi skeiði æfinnar, þegar hvorttveggja er viðkvæmast. Það ætti þvi að vera hverjum manni með fullu viti ljóst, að kennari, sem ekki ber minsta skyn á vaxtarlögmál sálar og líkama barna, hann er jafnlíklegur til að gera tjón sem gagn. Önnur hlið á þessu máli eru launakjör kennara. Fyrst og fremst er ekki hægt að krefjast mikillar undir- húningsmentunar af mönnum, sem búa við jafnmikil sultarkjör og barnakennarar. í öðru lagi, þá koma fjár- hagsörðugleikarnir beinlinis niður á kennarastarfinu.

x

Fóstra

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fóstra
https://timarit.is/publication/1425

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.