Fóstra

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Fóstra - 01.10.1931, Qupperneq 29

Fóstra - 01.10.1931, Qupperneq 29
Fóstra. 1. hefti. I. ár. 27 gott er. Það er þetta vandaverk, sem siðgæðisuppeldinu er ætl- að að vinna. Meðan barnið er ungt, hefir heimilið einkum þenn- an vanda, síðar kemur svo skólinn því til hjálpar. En ábyrgðin hvilir á öllum þeim, sem umgangast barnið. Það er staðreynd, sem margir eru sorglega gleymnir á. Nú er þess að geta, að mörgum þykir starfsemi barnaskól- ans hjer í Reykjavík þannig háttað, að eigi verði árangur sem erfiði. Er oft þangað vitnað, þegar sterk orð þarf að nota og langt að jafna. Það er að vísu vinur, sá sem til vamms segir, en þó munu flest þau ámæli, er skólinn hefir hlotið, hafa orðið stofnuninni til tjóns eins. Og er það ekki fyrir það, að þau kunni ekki að vera sönn, heldur fyrst og fremst vegna þess í hvaða anda og af hve litlum skilningi þau eru mælt. Það sem hefir valdið þvi, að skólanum hefir eigi áunnist um siðgæðisuppeldið svo sem skyldi, er einkum þetta: 1. Kenslufyrirkomulagið. Skólinn hefir fremur verið lær- dóms- en uppeldis-stofnun. Oftar spurt um hvað lært er, en hvernig er lifað. Hugsað meira um höfuðið en hjartað. Og svo hafa prófin verið eins og vöndur, sem vofað hefir yfir höfðum kennara og nemenda, á svipaðan hátt og vöndur sá, er ógnar hverjum togaraskipstjóra, er illa fiskar. 2. Of lítil samvinna milli foreldra og kennara. 3. Hin miklu skólabákn. Húsin eru helmingi stærri en þau ættu að vera og börnin, sem þar dvelja, helmingi fleiri en nú- tímauppeldisvisindi telja heppilegt, að þvi sleptu, að tví- eða jafnvel þrí-sett er í báða skólana. ö. Ógætilegt og óbilgjarnt umtal um skólann, sem hefir vak- ið virðingarleysi fyrir stofnuninni og komið niður á starfinu. 5. íslensk einþykkni og of litil rækt við almennar fjelags- dygðir. Dreifbýli um margar aldir á máske einhverja sök á því, að vjer erum eftirbátar frændþjóða vorra um þetta. Með góðum vilja og samstarfi má takast að uppræta þá ágalla, sem hjer hefir verið vikið að. Það er athyglisvert, að hver einasti Reykvíkingur, sem elst hjer upp, dvelur á bernskuskeiði í barnaskóla Reykjavikur. Skólinn er því einmitt svo tilvalinn staður — næst heimilinu — til þess að þroska þær dygðir, sem hverjum góðum þjóð- fjelagsborgara eru til prýði og farsældar. Og sje þörf á um-

x

Fóstra

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fóstra
https://timarit.is/publication/1425

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.