Fóstra - 01.10.1931, Side 31

Fóstra - 01.10.1931, Side 31
Fóstra. 1. hefti. I. ár. 29 Útdráttur úr bráðabirgðareglum fyrir nemendur barnaskóla Reykjavíkur. Báðir barnaskólarnir í Reykjavík hafa komið sjer saman um eftirfarandi reglur, og eru þær birtar hjer foreldrunum til leiðbeiningar. I. Börnin eiga að vera komin á skólaleiksvæði, áður en hringt er inn í fyrstu kenslustund á degi hverjum. II. Börnin komi í skóla þvegin og greidd og svo þokkalega búin sem ástæður leyfa. III. Sjerhvert barn skal hafa með sjer í skóla allar bækur og öll áhöld, sem það leggur sér til og þarf að nota. IV. Æskilegt og nauðsynlegt er að börn fari ekki inn í kenslustofur á skóm þeim, sem þau nota úti. V. Börnin eiga að vera á skólaleiksvæði í stundahljei. Aðalumsjónarmaður leyfir brottgöngu af leiksvæði, ef barn þarf nauðsynlega að fara burtu. VI. Heilsusamlegt og æskilegt er að börnin fái mjólk í skólanum. VII. Börnin eiga að fara vel með alla skólamuni. VIII. Verði barn veikt eða hindrað frá skólagöngu af öðrum gildum ástæðum, eiga foreldrar eða hús- bændur að tilkynna það skólastjóra eða bekkjarkenn- ara sama daginn eða hinn næsta, ef barnið kemur þá eigi. IX. Þegar kenslu er lokið á degi hverjum, gangi börnin prúðmannlega heim til sín og tefji ekki á leið- inni.

x

Fóstra

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fóstra
https://timarit.is/publication/1425

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.