Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Síða 6
6
Dr. Björn Karlsson brunamálastjóri
Nýjungar í brunamálum
Miklar breytingar hafa nýverið orðið í
starfsumhverfi Brunamálastofnunar
og má þar nefna nýja lagasetningu
árið 2001, auknar kröfur um skilvirkni í ríkis-
rekstri og breytingar í rekstri sveitarfélaga. Þess-
ar breytingar hafa mikil áhrif á starfsemi stofn-
unarinnar.
I lögum um brunavarnir sem gengu í gildi
2001 eru gerðar auknar kröfur á hendur sveitar-
félögum, slökkviliðsstjórum og slökkviliðum um
öryggi þegnanna, atvinnulífsins og umhverfisins.
I framhaldi af gildistöku laganna voru jafnframt
gefnar út reglugerðir og leiðbeiningar þar sem
kröfurnar voru útfærðar nánar. Helstu ástæður
þessara auknu krafna um öryggi eru þær að þjóð-
félagið er orðið mun viðkvæmara fyrir skaða en
áður hefur verið.
Sameining slökkviliða
Mestan hluta 20. aldarinnar voru sveitarfélög á
Islandi rétt rúmlega 200 að tölu. En frá árinu
1990 til ársins 2003 hefur sveitarfélögum fækk-
að úr 204 í 105, eða um nær helming. A 12.
landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga
haustið 2002 var mörkuð stefna um að sam-
bandið skyldi vinna að því að sveitarfélög
stækki með frjálsri sameiningu, m.a. til að
tryggja sjálfsforræði byggðarlaga, gera stjórn-
sýslu markvissari og tryggja gæði þjónustu.
Þannig má gera ráð fýrir stækkun sveitarfélaga
og þar með aukinni samvinnu eða sameiningu
slökkviliða á næstu árum.
Á Islandi starfa um 60 slökkvilið og um 1500
slökkviliðsmenn, þar af um 300 í aðalstarfi og
1200 í hlutastarfi. Tvö þessara liða eru mjög
stór atvinnulið, Slökkvilið Keflavíkurflugvallar
og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, en liðin
búa við ákaflega mismunandi aðstæður hvað
varðar starfsskyldur og lagaumhverfi. Tvö
minni atvinnumannaslökkvilið eru starfandi en
önnur slökkvilið eru að mestu skipuð hluta-
starfandi slökkviliðsmönnum. Ljóst er að starfs-
skilyrði og þarfir slökkviliða á Islandi eru ákaf-
lega mismunandi. Brunamálastofnun og Bruna-
málaskólinn verða því að veita mjög misleitum
markhópi þjónustu sína.
Brunamálastofnun hefur veitt 11 aðilum
(rúmlega 30 sveitarfélögum eða brunavarna-
samlögum) styrki vegna skýrslugerðar um fyrir-
hugaða samvinnu slökkviliða. Sem dæmi má
nefna slökkviliðin í Ólafsvík, Grundarfirði og
Stykkishólmi, sem ákveðið hafa að vinna saman
vegna búnaðar sem þarf til mengunarslysavið-
bragðs, samvinnu um eldvarnaeftirlit, æfingar
og margt fleira og eru nú að vinna skýrslu þar
sem slík samvinna er skipulögð og skjalfest.
Nám slökkviliðsmanna
Ný lög um brunavarnir gerðu það að verkum
að ýmsum nýjum verkefnum var hleypt af
stokkunum. Má þar nefna nýja reglugerð um
Brunamálaskólann og réttindi og skyldur
slökkviliðsmanna, sem gekk í gildi í október
2001. Skyldubundið nám slökkviliðsmanna
jókst við gildistöku reglugerðarinnar, en þó sér-
staklega nám atvinnuslökkviliðsmanna, sem
aukist hefur um helming. Á árinu 2002 var
unnið mikið starf við að þróa nýja námsvísa,
nýtt námsefni og nýtt kennsluefni vegna þess-
ara breytinga. I byrjun árs 2003 hófst svo hið
nýja nám hlutastarfandi slökkviliðsmanna, sam-
kvæmt nýjum námsvísum og kennsluefni.
Nám atvinnuslökkviliðsmanna skiptist í For-
nám (tvær vikur), Atvinnuslökkviliðsmaður
(þrír mánuðir) og Stjórnandi (þrjár vikur). Búið
er að þróa nýtt náms- og kennsluefni fýrir nám-
skeiðið Atvinnuslökkviliðsmaður. Nemendur á
slíkum námskeiðum eru fýrst og fremst starfs-
menn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins,
Slökkviliði Akureyrar og Brunavörnum Suður-
nesja. Sem stendur er mikilvægt að slíkt nám-
skeið verði haldið fýrir þá starfsmenn sem hófu
störf hjá SHS á árunum 2000 og 2001. Þeir
starfsmenn þurfa að vísu einnig að taka langt
námskeið í sjúkraflutningum og nýlega var
ákveðið að sjúkraflutninganámskeiðið skyldi
haldið haustið 2003 en Atvinnuslökkviliðs-
mannanámskeiðið um vorið 2004.
Einnig hefur Brunamálaskólinn í samvinnu
við Slökkvilið Keflavíkurflugvallar hafið undir-
búning að því að grunnnám atvinnuslökkviliðs-
manna í Brunamálaskólanum verði viðurkennt
af þar til bærum aðilum í Bandaríkjunum,
þannig að slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli
geti einnig stundað sitt lögbundna grunnnám í
Brunamálaskólanum. Slík vinna mun þó taka
einhvern tíma.
Innra starf Brunamálastofnunar
Vegna aukinna krafna stjórnvalda um skilvirkni
og hagkvæmni í ríkisrekstri og vegna margvís-
legra nýjunga í slíkum rekstri, hefur verið lögð
áhersla á innra starf stofnunarinnar. Síðastliðið
ár lögðu starfsmenn mikla vinnu í að móta
stefnu Brunamálastofnunar 2002 til 2007 og er
sú stefnumótun nú til umsagnar í umhverfis-
ráðuneytinu. Starfsmannahandbók var tekin
saman þar sem safnað er saman ýmsu efni um
réttindi og skyldur starfsmannanna. Starfs-
mannastefna var sett fram og unnin var ferla-
greining með verklagsreglum og starfslýsingum.
Sem stendur er verið að koma á fót skjalastjórn-
unarkerfi í forritinu GoPro og byrjað er að
undirbúa árangursstjórnunarsamning við um-
hverfisráðuneytið. Undirritaður telur mjög
mikilvægt að unnið sé markvisst að þessum
innri málum, bæði vegna mögulegra aukinna
verkefna stofnunarinnar og eins vegna aukinna
krafna stjórnvalda um skilvirkni.
I þessu sambandi er jafnframt vert að minna
á að stofnunin flutti í mun stærra og hentugra
húsnæði að Skúlagötu 21 um síðustu áramót og
um leið breyttust símanúmer stofnunarinnar.
Ennfremur hefur stofnunin tekið í notkun nýtt
merki og kynningargögn hennar hafa tekið
miklum breytingum.
Flókið og breytilegt umhverti
Mjög mismunandi þarfir slökkviliða ásamt
hraðri þróun í byggingariðnaði, atvinnulífi,
rekstri sveitarfélaga og ríkisrekstri gerir starfs-
umhverfi Brunamálastofunar flókið og síbreyti-
legt. Viðskiptaaðilar stofnunarinnar eru mjög
víður og breytilegur hópur og taka verður mið
af því í starfmu.
Slökkviliðsstjórar og slökkviliðsmenn eru
óneitanlega einn allra mikilvægasti markhópur
Brunamálastofnunar. Við viljum gjarna hafa lif-
andi og ánægjulegt samstarf við þennan mikil-
væga hóp. Eg vil nota þetta tækifæri til þess að
hvetja slökkviliðsstjóra og slökkviliðsmenn til
þess að leita óhikað til okkar ef upplýsinga er
þörf eða ef koma þarf ábendingum á framfæri.
Það má gera hvort sem er í gegnum síma á opn-
unartíma eða í gegnum vef stofnunarinnar,
www.brunamal.is. Þar er að finna ýmsar gagn-
legar upplýsingar um brunamál, Brunamála-
stofnun og starfsmenn hennar.
Slökkviliðsmaðurinn