Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Síða 11

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Síða 11
11 Mikill áhugi — Við fengum styrk frá LSS, SHS og Bruna- málastofnun til fararinnar í haust. I samtölum okkar við slökkviliðsmenn í Fremont kom fram að þar ríkir mikil ánægja með námskeið- ið og félagar okkar þar sögðu það hafa komið að góðu gagni. Við höfum upplifað þetta með svipuðum hætti hér. Það kom meðal annars fram í umsögnum þeirra sem sátu námskeiðið á vegum Sjúkraflutningaskólans. Við höfum jafnframt orðið varir við mikinn áhuga hjá heilbrigðisstofnunum og læknum og hjúkrun- arfræðingum sem þar starfa. Námskeiðið er fjórar kennslustundir. Markmið þess er að auka færni og þekkingu viðbragðsaðila til að bregðast við á vettvangi alvarlegra atburða þannig að álag í starfi verði sem minnst. Þátttakendur eiga að vera færari en áður um að veita viðstöddum syrgjendum mannlegan og faglegan stuðning, sem sagt að segja og gera hið rétta. Haraldur og Björn segja að sú þekking sem menn öðlist á námskeiðinu geti einnig nýst í mannlegum samskiptum almennt þótt það sé fyrst og fremst miðað við störf viðbragðsaðila á vettvangi. - Framkoma viðbragðsaðila á vettvangi skiptir miklu máli. Það að halda sig til hlés, segja ekkert og gera ekkert, má hæglega túlka þannig að viðkomandi sé alveg sama um það sem gerst hefur og þann missi sem fólk hefur orðið fyrir. Nauðsynlegt er fyrir fólk í starfi eins og okkar að hafa í huga að fólk getur munað það ævilangt hvernig við bregðumst við á vettvangi, til góðs eða ills, segja þeir. Töffaraskapur á undanhaldi Þessi mál hafa lengi verið þeim félögum hug- leikin. Björn hefur um langt skeið verið framarlega í flokki hvað varðar félagastuðn- ing innan SHS og stóð að því á sínum tíma ásamt Stefáni Halldórssyni að gefa út bækl- inginn „Tekist á við eftirköst sálræns áfalls“. - Þegar félagastuðningurinn fór af stað fyrir rúmum áratug var mikill töffaraskapur í gangi hjá sumum í liðinu. Sumir sögðu að slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamenn ættu einfaldlega að þola það álag sem fylgdi starfinu og ekki orð um það meir! Þetta hefur mikið breyst síðan og við verðum varir við að nýliðarnir eru yfirleitt mjög fegnir að þessi stuðningur skuli vera fyrir hendi. Félagastuðningurinn er fyrst og fremst fólginn í því að bregðast við erfiðum útköllum og viðra skoðanir manna og tilfinningar í kjölfar þeirra. Námskeiðið sem við erum að bjóða núna telst frekar til fyrirbyggjandi aðgerða. Þetta tvennt fer ágæt- lega saman og gerir menn einfaldlega hæfari til þess að bregðast rétt við gagnvart sjálfum sér og öðrum, segja Haraldur og Björn. Heimsókn til ■ ■>■1 ■■■JK ■ * W* i slokkviliðsins i Fremont Slökkviliðs- og sjúkraflutningamennirnir Haraldur Guðjónsson og Björn Björnsson heimsóttu slökkviliðið £ Fremont í október 2002 um leið og þeir sóttu leiðbeinenda- námskeið vegna námskeiðs Mary Reigel um að segja og gera hið rétta við erfiðar aðstæð- ur á vettvangi. Þeir kynntust störfúm slökkviliðsins í Fremont og fer stytt frásögn þeirra af því hér á eftir: I Fremont búa um 200.000 manns en slökkviliðið þjónar alls 250.000 íbúum. í slökkviliði Fremont eru 11 stöðvar, þrír menn eru í hverri áhöfn en á þremur stöðv- um eru tvær áhafnir. I hverri áhöfn er einn varðstjóri og tveir slökkviliðsmenn. Asamt eldsútköllum sinnir slökkviliðið sjúkraútköllum á slökkvibílunum en sjúkra- bílarnir eru reknir af einkaaðila. Þannig sinnir slökkviliðið sjúkraútköllum á slökkvi- bílunum en sjúklingurinn er síðan fluttur með sjúkrabílnum. Slökkviliðsmennirnir eru allir með sjúkraflutningaréttindi (EMT- Basic) en að minnsta kosti einn bráðatæknir (EMT-Paramedic) er í hverri áhöfn. Liðið er vel útbúið hvað varðar sjúkraþáttinn og er búnaðurinn alveg eins í öllum dælubílum og báðum stigabílunum. Starfsmenn eru skráðir í eitt ár í senn á hverri stöð og geta síðan sótt um flutning ef þeir vilja. Virtust þeir nokk- uð ánægðir með þetta fyrirkomulag. Slökkvi- liðið rekur einnig neyðarlínuna og er hún staðsett á einni stöðinni. Eins og fyrr segir er ein viðbótaráhöfn á þremur stöðvum. Ein þeirra er sérhæfð í eit- urefnaslysum og hinar tvær eru sérhæfðar á stigabíl með björgunartækjum. Stöðvarnar hafa ákveðið hlutverk hver fyrir allt slökkvi- liðið, svo sem umsjón með sjúkralager og fatamálum. Frábærar móttökur Móttökurnar sem við fengum hjá slökkviliði Fremont voru vægast sagt frábærar og sama má segja um allt viðmótið. Chris Huntze stöðvarstjóri á stöð níu er tengiliður okkar við slökkviliðið £ Fremont. Hann er frum- kvöðull að bæði félagastuðningi og sorgar- stuðningi £ liðinu. Við fengum að gista á stöð n£u og fórum með þeim £ útköll. Segja má að persónulegur aðbúnaður þeirra sé ekki eins góður og við Hamldur og Chris Huntze stöðvarstjóri sem var tengiliður þeirra Björns þegar þeir heim- sóttu liðið í Fremont. Mary Reigel er höfundur námskeiðsins að segja oggera hið rétta sem sagt er frá hér á undan. Slökkviliðið í Fremont þjónar 250þúsund manna byggð. Slökkviliðsmaðurinn

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.