Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Qupperneq 15

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Qupperneq 15
15 Skoðunarmenn SHS hafa gert jjölmargar athugasemdir sem lúta að brunavörnum á miðbœjarsvœðinu. Frá sjónarhóli skoðunarmanns Ljóst var strax í upphafl að um verulega stórt verkefni væri að ræða og ekki yrði hægt að fara í það af fullum þunga fyrr en öðrum verkefnum sem fyrir lágu hefði verið sinnt þannig að verkefnið komst ekki almennilega í gang fyrr en um miðjan mars. Auk þess þarf samhliða Laugavegsátakinu að sinna ýmsum öðrum tilfallandi verkefnum. Tíminn sem fer í verkefnið er þó ekki aðalmálið heldur hvernig muni ganga að fá eigendur til að lag- færa helstu ágalla. í framhaldi af Laugavegsátakinu þyrfti að skoða önnur hverfi gamalla húsa á höfuð- borgarsvæðinu, t.a.m. í Hafnarfirði, en það er slökkviliðsstjóra að ákveða hvort og þá hvenær það yrði gert. Mitt mat á verkefninu er að um sé að ræða vinnu sem á eftir að skila sér með færri og smærri brunum ef farið verður eftir ábendingum okkar og kröfum verði fylgt eftir. Áherslur Við skoðun hefur mest áhersla verið lögð á eftirfarandi: • Reykskynjarar — brunaviðvörunarkerfi • Flóttaleið — a.m.k. tvær greiðar undan- komuleiðir • Utljós og aðrar neyðarlýsingar • Slökkvibúnaður - valinn miðað við efni og aðstæður • Brunahólfanir - reykþéttingar • Klæðningar — sérstaklega gangar og stiga- hús • Reyklosun - gluggalaus stigahús o.fl. • Umgengni og ruslsöfnun bæði inni og úti • Rafmagn, gas o.fl. Samskipti við eigendur Um 80 eigendur fasteigna höfðu samband og lýstu yfir áhuga á að vera viðstaddir skoðun. Af þessum hópi á eftir að skoða hjá innan við tíu aðilum. Þetta fólk hefur verið áhugasamt um að koma eldvörnum í lag í sínu húsnæði og reyndar eru eldvarnirnar í sæmilegu lagi hjá þeim flestum. Eigendur fyrirtækja við Laugaveg vissu af þessu átaki fljótlega eftir brunann því starfs- maður forvarnadeildar mætti á fund hjá Laugavegssamtökunum og skýrði fundar- mönnum frá því sem til stæði. Fékk málið já- kvæðar undirtektir. Eigendur fasteigna á Laugavegssvæðinu hafa flestir tekið skoðunarmönnum vel og sýnt áhuga og skilning á málinu. Vonandi verður svo áfram. Því miður eru sumar bygg- ingarnar svo langt frá því að standast kröfur nútímans að fara þarf krókaleiðir til að bæta ástandið svo kostnaður við lagfæringar verði ekki verulegur fjárhagslegur baggi fyrir eig- endur. Ein lausnin gæti falist í viðvörunar- kerfi og öruggum flóttaleiðum. Áberandi er hve margir eru farnir að átta sig á því að breyta þarf ímynd miðbæjarins með því að snyrta lóðir og bæta útlit bygg- inga. Fyrirhugaðar eru breytingar á skipulagi á nokkrum svæðum og reikna má með því að einhver af eldri húsunum muni víkja fyrir nýjum. Baldur S. Baldursson, verkefnastjóri hjá forvarnadeild SHS, tók saman. Stuðst var við áfangaskýrshc Óskars Þorsteinssonar, sviðsstjóra hjá forvarnadeild SHS. G. PALMASON ehf Funahöfða 12 - Pósthólf 10117 - 130 Reykjavík Sími 567 4080 - Fax 567 4084 - gpalma@isgatt.is RAFLAGNIR - BOÐLAGNIR -TÖLVULAGNIR Brunamálastofnun Skúlagata 21 101 Reykjavík Sími 591 6000 Fax 591 6001 brunamal@brunamal.is www.brunamal.is »> Skrifstofan er opin virka daga kl. 8-16 Slökkviliðsmaðurinn

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.