Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Qupperneq 19
19
út með Eyjafirði að Árskógsströnd vestan
megin og að Grenivík austan megin, inn all-
an Eyjafjörð og út fyrir Ljósavatn í austri.
- En í raun lítum við svo á að starfssvæð-
ið hafi engin mörk. Við erum reiðubúnir að
senda mannskap og tæki eins fljótt og auðið
er til nágranna okkar á stóru svæði. Við get-
um sent mannskap út fyrir starfssvæðið án
áhættu og Flugfélag Islands getur flutt
menn og búnað frá okkur í raun hvert á
land sem er. Við höfum veitt aðstoð vestur í
Húnavatnssýslur og austur að Grímsstöð-
um. Hér á Akureyri er miðstöð sjúkraflutn-
inga fyrir Norðurland. Við sinnum sjúkra-
flugi og menntunarmálum fyrir alla flugvelli
á landsbyggðinni. Auk þess förum við reglu-
lega í sjúkraflug til Grænlands. Svo við
erum að starfa á ansi breiðum grunni, segir
Erling.
Átak í menntun
og endurmenntun
Hann sér fyrir sér að ýmsar breytingar verði
á starfsemi liðsins á næstu árum, ekki síst
vegna nýlegra laga um mengunarvarnir.
Liðið fékk aukið framlag til menntunarmála
á þessu ári og framundan er átak í endur-
og símenntun starfsmanna.
- Slökkvilið Akureyrar er vel búið og öfl-
ugt lið en við þurfum sífellt að vinna í
menntun starfsmanna og viðhaldi og end-
urnýjun tækjabúnaðar. Við höfum hug á að
senda fleiri starfsmenn á neyðarbílsnám-
skeið og nám slökkviliðsmanna sem nú er í
hendi Brunamálaskólans sem er að taka
miklum breytingum. Það er mikill fengur
að því fyrir okkur að hafa fengið Sjúkra-
flutningaskólann hingað norður og það væri
ákjósanlegt ef unnt væri að standa að miklu
leyti að námi slökkviliðsmanna hér í héraði
einnig. Auk reglulegra verkefna þurfum við
að þjálfa starfsmenn til þess að geta starfað á
nýju þjónustuborði Neyðarlínunnar sem
verið er að vinna í að setja upp á Akureyri.
Bregðast við nýjum
og auknum skyldum
— Lög um brunavarnir leggja okkur skyldur
á herðar og við þurfum að bregðast við því.
Þetta á einnig við eldvarnaeftirlit og við-
brögð við mengunaróhöppum. Við búum
ekki að nálægð við önnur öflug slökkvilið
eins og stóru Iiðin fyrir sunnan. Við þurfurn
því að stilla okkar liði upp þannig að við
getum brugðist við nánast hvaða aðstæðum
sem er. Við höfum mjög ákveðnar hug-
myndir um hvernig við viljum efla viðbúnað
vegna mengunaróhappa og teljum að ákjós-
anlegast væri að koma upp sameiginlegum
viðbúnaði á því sviði fyrir allt Norðurland
og standa sameiginlega að búnaðarkaupum
og þjálfun slökkviliðsmanna. Og hvað eld-
varnaeftirlit snertir er ljóst að við þyrftum að
auka þann þátt í starfseminni Einnig þar
horfum við mjög til samstarfs við önnur
slökkvilið og sveitarfélög, segir Erling.
Slökkvi-
liðsstjórinn
Erling Júlínusson tók við starfi slökkvi-
liðsstjóra hjá Slökkviliði Akureyrar í
febrúar síðastliðnum. Hann fæddist í
Reykjavík 17. ágúst 1964, sonur Júl-
ínusar G. Jóhannessonar úrsmiðs og
Eddu Kolbrúnar Klemenzdóttur. Kona
Erlings er Margrét Ósk Reynisdóttir
leikskólakennari. Þau eiga tvær dætur.
Erling á föðurætt að rekja til Akureyrar
og Eyjafjarðar um marga ættliði.
Hann varð húsasmiður 1983 og fékk
meistararéttindi síðar. Vann við smíðar
og á millilandaskipum en hóf störf hjá
Slökkviliði Reykjavíkur 1993. Hann
varð stöðvarstjóri hjá Slökkviliði höfuð-
borgarsvæðisins þegar það var stofn-
að sumarið 2000 með sameiningu
Slökkviliðs Reykjavíkur og Slökkviliðs
Hafnarfjarðar. Erling var í köfunarflokki
Slökkviliðs Reykjavíkur frá upphafi og
var jafnframt í landflokki liðsins en
hann annast björgun fólks utan alfara-
leiða. Hann hefur sótt fjölda nám-
skeiða innan lands og utan vegna
starfa sinna, meðal annars stjórnunar-
nám fyrir slökkviliðsmenn í Sandö í
Svíþjóð.
Slökkviliðsmaðurinn