Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Page 20
__ 20
Slökkvilið Akureyrar í hnotskurn
Sagan: Vísir að Slökkviliði Akureyrar
varð til í upphafi 20. aldar eftir endur-
tekna stórbruna í bænum. Ragnar
Olafsson varð fyrsti slökkviliðsstjórinn árið
1904 og sama ár voru fest kaup á handdæl-
um, slöngum og strigafötum. Ari síðar voru
sett lög um Slökkvilið Akureyrar. Fyrsti
slökkvibíllinn var keyptur 1930. I ársbyrjun
1953 hófust fastar vaktir á slökkvistöðinni
sem þá var við Geislagötu 9. Sérstakur eld-
varnaeftirlitsmaður var fyrst ráðinn 1974.
Slökkvistöðin: Liðið er til húsa í glæsilegri
slökkvistöð við Árstíg 2 sem tekin var í notk-
un í september 1993.
Starfsmenn: Alls 29, þar af eru 24 slökkvi-
liðs- og sjúkraflutningamenn á vöktum. I for-
varnadeild liðsins eru 2 starfsmenn
Slökkviliðsstjóri: Erling Þór Júlínusson.
Varaslökkviliðsstjóri: Ingimar Eydal.
Yfireldvarnaeftirlitsmaður: Magnús Viðar
Arnarsson.
Vaktir: Fjórskiptar. Á daginn eru þrír vakt-
hafandi á slökkvistöð við Árstíg auk fjögurra
dagmanna og tveir á slökkvistöð á Akureyrar-
flugvelli. Um nætur eru fjórir á Árstíg og
einn á flugvellinum.
Slökkvibílar: Forystubíll liðsins er MAN 19-
463, árgerð 1999, með 2.500 lítra vatnstanki
og 3.000 lítra dælu. Liðið hefur auk þess yfir
að ráða nýlegum MAN 610 dælubíl á Akur-
eyrarflugvelli, árgerð 2001. Klippur eru í
báðum bílunum. Aðrir bílar: Man 16-192
dælubíll árgerð 1987, sérútbúinn fyrir dreif-
býli, Ford F600 dælublll árgerð 1975, MAN
26-321 dælu- og tankbíll árgerð 1984, Ford
F750 dælubíll (varabíll) árgerð 1953, Ford
F50 þjónustubíll árgerð 2002, Saab bremsu-
mælingabíll, Volvo F-720 körfubíll árgerð
1983. Auk þess er væntanlegur þjónustubíll,
Nissan Double Cab árg. 2003.
Samanlögð dælugeta: 13.700 1/mín.
Reykköfúnartæki: Bandarísk af gerðinni Scott.
Sjúkrabílar: Þrír Ford Econoline 4x4, ár-
gerðir 1993, 1998 og 2000, Volkswagen
Syncro árgerð 2002, Ford F350 árgerð 1999.
Tveir bílanna eru með stuðtækjum og full-
komnum endurlífgunarbúnaði, hinir eru al-
mennir flutningsbílar.
Búnaður vegna sjúkraflugs: Tvö flugstell og
fylgdarbúnaður sem útbúinn hefur verið í sam-
vinnu við slysadeild Fjórðungssjúkrahússins.
Eldsútköll 2002: 145.
Sjúkraflutningar 2002: 1.195, þar af 299
bráðatilfelli.
Sjúkraflug 2002: 188, þar af sjö erlendis.
Menntun starfsmanna: Nær allir starfsmenn
eru með grunnnám sjúkraflutninga, tíu hafa
sótt neyðarbílsnámskeið og einn nám í
bráðatækni. Allir starfsmenn hafa tilskilda
menntun vegna slökkvistarfa.
Árlegur rekstrarkostnaður: Um 162 millj-
ónir króna.
Starfsmenn Slökkviliðs Akureyrar eru 29 talsins en þar af eru 24 slökkviliðs- og sjúkraflumingamenn á vöktum.
Slökkviliðsmaðurinn