Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Síða 25
25
Myndin var tekin þegarjyrsta útskrijiin fórjram
ejtir flutning Sjúkraflutningaskólans tilAkureyrar.
ans. Skólinn er þegar byrjaður að útskrifa
nemendur því í byrjun maí útskrifuðust 42
nemendur sem luku grunnnámskeiði í sjúkra-
flutningum sem haldin voru í mars og apríl.
Sér til halds og trausts hefur Hildigunnur
fjögurra manna stjórn sem skipuð er fulltrú-
um FSA, Háskólans á Akureyri, LSS og heil-
brigðisráðuneytisins. Sjö manna ráð er skóla-
stjóra til faglegrar ráðgjafar en það er skipað
fulltrúum Háskólans á Akureyri, Rauða kross
fslands, LSS, SHS, Slökkviliðs Akureyrar og
Landspítala - háskólasjúkrahúss.
Góð aðstaða til kennslu
- Ég hef miklar væntingar til starfa fagráðs-
ins. Því er ætlað í samvinnu við mig að leggja
línurnar um faglegu hliðina en ég held að það
sé ljóst að ýmislegt mun breytast í því sam-
bandi á næstu árum, segir Hildigunnur.
Hún segir að skólinn búi við ágætar að-
stæður til kennslu bæði á Akureyri og á höf-
uðborgarsvæðinu. Á báðum stöðunum er
jafnframt fjöldi fólks sem getur leiðbeint á
námskeiðum skólans; sjúkraflutningamenn,
læknar og hjúkrunarfræðingar. Skólinn hefur
aðgang að kennslumiðstöð SHS í slökkvi-
stöðinni á Tunguhálsi og á Akureyri hefur
skólinn góða aðstöðu á FSA og hjá Slökkvi-
liði Akureyrar. Hildigunnur segir að skólinn
muni í æ ríkari mæli nota nútíma fjarskipta-
tækni til þess að miðla þekkingu til sjúkra-
flutningamanna um allt land auk þess sem
reynt verður að bjóða upp á námskeið svæðis-
bundið.
- Myndfundabúnaður mun vafalaust nýt-
ast okkur að einhverju Ieyti til þess að ná til
sem flestra sjúkraflutningamanna. Slíkur
búnaður er nú fyrir hendi víða um land og
við höfum þegar reynslu af því að nota hann.
Þessi búnaður nýtist til námskeiðahalds en
við getum jafnframt haldið fræðslufundi og
staðið fyrir fyrirlestrum með hjálp þessa bún-
aðar. Skólinn hefur einnig komið sér upp
heimasíðu og ég sé fyrir mér að hún muni
gegna mikilvægu hlutverki í framtíðinni.
Sem stendur er hún fyrst og fremst upplýs-
ingasíða en þegar fram líða stundir verður
hún gagnvirk og mun koma að góðum not-
um við ýmiss konar nám á vegum skólans.
Nám á háskólastigi?
— Ég tel að framtíð skólans geti verið björt.
Ég fmn fýrir mikilli jákvæðni gagnvart flutn-
ingi skólans til Akureyrar og í því felst mikill
styrkur fýrir mig og skólann. Við höfum að-
gang að stórum hópi hæfra og metnaðarfullra
leiðbeinenda og að mínu mati ríkir mikill
metnaður í hópi sjúkraflutningamanna.
Framundan er vinna við að endurskipuleggja
fagmenntun sjúkraflutningamanna. Við
þurfum að átta okkur á því hver staða þessar-
ar menntunar er nú og spyrja síðan hvað við
viljum og hver þörfin er fýrir menntun. Það
er Ijóst að staðan er allgóð á stærri stöðunum
en sjúkraflutningamenn á smærri stöðum
víða um land eiga erfiðara um vik með að
sækja nauðsynlega menntun og við ætlum að
stuðla að því að bæta aðstöðu þeirra til náms.
Það reynir vissulega sjaldnar á menntun
sjúkraflutningamanna í hinum dreifðari
byggðum en þeir eru engu að síður oft að fást
við alvarleg tilvik og þurfa að kunna að fást
við þau þegar á reynir og kröfurnar til þeirra
eru miklar, segir Hildigunnur.
Hún segist jafnvel geta séð fýrir sér að innan
fárra ára geti sjúkraflutningamenn sótt fram-
haldsnám á háskólastigi hér innanlands. Hóp-
ur sjúkraflutningamanna hefur sótt nám í
bráðatækni við Center for Emergency Medicin
í Pittsburgh í Bandaríkjunum og Hildigunnur
segir að það sé alveg inni í myndinni að leita
eftir samstarfi við stofnunina þannig að hægt
væri að hafa hluta af bráðatækninámi hér á
landi svo eitthvað sé nefnt.
— Það er verkefni Sjúkraflutningaskólans
að þróa nám fýrir sjúkraflutningamenn. Við
erum staðráðin í að efla það og möguleikarn-
ir á því sviði eru vissulega miklir, segir
Hildigunnur.
Skóla-
stjórinn
Hildigunnur Svavarsdóttir hjúkrunar-
fræðingur tók við starfi skólastjóra
Sjúkraflutningaskólans 1. desember
2002. Hún útskrifaðist sem hjúkrun-
arfræðingur frá Háskólanum á Akur-
eyri árið 1992 og var því með þeim
fyrstu sem útskrifuðust þaðan. Hún
starfaði síðan um skeið á slysadeild
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri
(FSA) en 1997 lauk hún masters-
námi í hjúkrun í Skotlandi. Að því
loknu sneri hún aftur á FSA og frá
janúar 2000 var hún verkefnisstjóri
fræðslumála innan stofnunarinnar
uns hún tók við starfi skólastjóra.
Hún er auk þess lektor í hjúkrun við
Háskólann á Akureyri.
Heimasíða Sjúkraflutningaskólans
www.ems.nett.is
Slökkviliðsmaðurinn