Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Síða 26

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2003, Síða 26
26 Líflegt vetrarstarf hjá Brunatæknifélaginu Stjórn félagsins sem kjörin var d aðalfundi í apríl: Guðrún Ólafsdóttir gjaldkeri, Halldór Vilhjálmsson for- maður, Gunnar Kristjdnsson varaformaður, Björn Ingi Sverrisson ritari og Helgi Ivarsson meðstjómandi. Hefðbundinni starfsvertíð Brunatæknifélags Is- lands lauk 4. apríl 2003 með ráðstefnu í tengsl- um við aðalfund félagsins. A vertíðinni voru haldnir átta fundir, tveir morgunverðarfundir og sex síðdegisfundir. Þeir voru sem hér segir: Aukaaðalfundur félagsins var haldinn í slökkvistöðinni á Keflavíkurflugvelli 25. októ- ber 2002. Aðalverkefni fundarins var að fara yfir lög félagsins og endurskoðaðar tillögur laganefndar um breytingar á þeim. Þann 20. nóvember var fundur þar sem þrír fyrirlesarar létu ljós sitt skína. Bjarni Kjartans- son, framkvæmdastjóri forvarnadeildar SHS, ræddi um eldvarnir og reglugerðakúltúrinn í því starfsumhverfi. Formaður LSS, Vernharð Guðnason, kynnti Brunavarnaátakið 2002 sem slökkviliðsmenn hafa staðið fyrir árlega fyrir jólahátíðirnar nú í mörg ár. Þriðji og síðasti fyr- irlesari fundarins var Elísabet Pálmadóttir, nýr skólastjóri Brunamálaskólans, og skýrði hún fundarmönnum frá framtíðarsýn skólans. Morgunverðarfundur var haldinn 27. nóv- ember. Fundarefnið var „Brunavarnir eldri húsa“. Fimm fyrirlesarar voru á fundinum. Fyrstur var Dr. Björn Karlsson brunamálastjóri og ræddi hann um hvernig tekið er á bruna- vörnum eldri húsa í Svíþjóð, hvernig gerð er áhættugreining og mögulegar mótvægisaðgerð- ir. Gunnar Kristjánsson, yfirverkfræðingur hjá VSI, talaði um vandamálin sem tengjast því að engar reglugerðir eru til um brunavarnir eldri húsa. Hvað knýr á um úrbætur - brunatækni- lega úttekt ásamt tímasettri verkáætlun - eigið eftirlit fyrirtækja og hvar úrbóta er helst þörf. Þriðji fyrirlesarinn var Guðmundur Gunnars- son, arkitekt hjá arkitektur.is ehf., en hann sat um tíma í húsfriðunarnefnd ríkisins. Hann talaði um nauðsyn á að tryggja brunavarnir í friðuðum húsum og nefndi sem dæmi tvær friðaðar kirkjur sem brunnu og hvernig tekið var á afleiðingunum. Bjarni Kjartansson, fram- kvæmdastjóri forvarnadeildar SHS, fjallaði um hvað felst í byggingarleyfi og hvað gerist ef framkvæmdir við byggingar eru hafnar og leyf- ið er ekki í lagi - hvað er hægt að ganga langt í að ná fram kröfum slökkviliða. Óskar Þor- steinsson, sviðsstjóri forvarnadeildar SHS, ræddi um átak í skoðun húsa við Laugaveginn, sýndi myndir og gerði grein fyrir framkvæmd skoðunarinnar og niðurstöðum hennar. „Hvað býr í loganum?“ var efni fundar sem haldinn var 11. desember síðastliðinn. Dr. Björn Karlsson brunamálastjóri talaði um log- ann og brunaverkfræði hans. Björn fór í stór- um dráttum yfir eðlisfræði kertalogans og upp- lýsti að hægt væri að lýsa mjög mörgum grundvallaratriðum klassískrar eðlis- og efna- fræði með því að rannsaka kertalogann. Ágúst Kvaran, kennari við efnafræðiskor Háskóla Is- lands, flutti fyrirlestur sem hann kallaði “Hvað býr í loganum?”. Ágúst fór yfir eðlis- og efna- fræði logans, hreyfiorkuna, mismunandi fasa, Ijómun, hita og önnur orkuform varðandi log- ann. Einnig lýsti hann tilraunum og rann- sóknum sem gerðar hafa verið á loganum. Á janúarfúndi gaf Guðmundur Gunnars- son, yfirverkfræðingur Brunamálastofnunar, yfirlit yfir helstu bruna 2002, samanburð manntjóna milli ára aftur til 1988 og heildar- brunatjón hvers árs fyrir sig. Höskuldur Ein- arsson, stöðvarstjóri hjá SHS, sagði frá verk- efni slökkviliðsins í brunanum að Fákafeni 9. Birgir Finnsson, framkæmdastjóri útkallsdeild- ar SHS, skýrði frá slökkvistarfinu við stór- brunann að Laugavegi 40 og 40A. Þann 21. febrúar síðastliðinn var haldinn fundur í Keflavík. Fjallað var um framtíðar skipulagsmál á þjónustusvæðinu við flugstöð Leifs Eiríkssonar og í Reykjanesbæ. Fyrirlesarar voru Ómar Ingvarsson, yfirmaður flugvallar- sviðs hjá Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli, og Viðar Már Aðalsteinsson, forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar. Á morgunverðarfúndi 26. febrúar var rætt um brunavarnir háhýsa með glerfronta. Fyrsti fyrirlesarinn var Gunnar Kristjánsson, varafor- maður BTI. Lýsti hann kröfunum sem gerðar eru í nágranalöndum okkar, helstu vandamál- um við hönnun háhýsa, helstu lausnum við hönnun þeirra og nauðsyn þess að bruna- tæknileg hönnun sé gerð. Guðmundur Gunn- arsson, yfirverkfræðingur Brunamálastofnunar, sagði að engar sérkröfur giltu um háhýsi á Is- landi og rakti sögu reglugerða síðan 1965, sýndi myndir og lýsti bruna í háhýsum, meðal annars í Belgíu og Los Angeles. Benti hann á oftrú á getu viðbragðsaðila við slíkar aðsæður. Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri SHS, sagði að fyrirhyggja og undirbúningur væru mjög mikilvæg, 98 prósent tíma SHS færi í þessi at- riði en tvö prósent í að bregðast við. Hrólfur benti á að reglur væru ekki til og hlutverka- skipting því ekki skýr og tók fyrir helstu vandamál slökkviliða við eldsvoða í háhýsum. Inga Hersteinsdóttir, verkfræðingur hjá VSI, lýsti hver væri skilgreining á háhýsi erlendis og þeim öryggiskröfum sem gerðar eru í Banda- ríkjunum. Böðvar Tómasson, verkfræðingur á VSI, lýsti markmiðum brunahönnunar há- hýsa, sérstökum vandamálum við það og lausnum þeirra. Þann 12. mars var haldinn góður fundur um brunavarnir í skipum. Fyrirlesarar voru þrír. Helgi Ivarsson eldvarnafulltrúi viðraði skoðanir sínar á brunavörnum í skipum og síðan hélt Þráinn Skúlason, leiðbeinandi Slysa- varnaskóla sjómanna, fyrirlestur um skólafyrir- komulagið og öryggi sjómanna. Loks hélt Björgvin Tómasson frá NORTEK ehf. fyrir- lestur um brunaviðvörunarkerfi í skipum. Aðalíúndur félagsins og ráðstefna í tengsl- um við hann var haldinn 4. apríl. Þema ráð- stefnunar var „Brunavarnir - eítirlit". Helgi ívarsson var ráðstefnustjóri en hann undirbjó °g skipulagði ráðstefuna. Ráðstefnan hófst með ávarpi umhverfisráðherra, Sifjar Friðleifs- dóttur, og opnaði hún formlega nýja vefsíðu félagins, www.brunamal.is/bti. Dr. Björn Karlsson brunamálastjóri ávarpaði þingið og gerði grein fyrir endurskoðun byggingalaga. Inga Hersteinsdóttir verkfræðingur var með fyrirlestur um eigið eftirlit eigenda og forráða- manna með brunavörnum í atvinnuhúsnæði. Trond Dilling, senioringeniör, DBE, fjallaði um laga- og reglugerðaumhverfið í Noregi. Óskar Valdimarsson, forstjóri Framkvæmda- sýslu ríkisins, lýsti framkvæmda- og hönnun- areftirliti með byggingum í eigu ríkisins. Pétur Valdimarsson, eftirlitsmaður hjá Brunamála- stofnun, kynnti gagnagrunn á eftirlitssviði. Ólafur Ásmundsson, eldvarnaeftirlitsmaður hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli, lýsti að- ferðum liðsins við að ná árangri í brunavörn- um. Síðastur var byggingafulltrúinn í Hafnar- firði, Erlendur Arni Hjálmarsson. Hann fór yfir þátt byggingafulltrúa í úttektum og eftir- liti er varðar brunavarnir. Slökkviliðsmaðurinn

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.