Fréttablaðið - 21.05.2020, Page 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 1 6 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 2 1 . M A Í 2 0 2 0
Hágæða harðparket
í miklu úrvali
Harðparket er með einstaklega
sterkt yfirborð sem býður upp
á mikinn umgang og viðhaldið er
svo til ekkert, svo er það líka fallegt!
Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • parki@parki.is • 595 0570
VIÐSKIPTI Ásgeir Jónsson seðla-
bankastjóri segir ekki víst að aukin
skuldsetning muni leysa vanda fyr-
irtækja sem hafa orðið fyrir veru-
legu tekjutapi vegna heimsfaraldurs
kórónuveirunnar. Mikilvægt sé að
fyrirtæki semji fyrst við kröfuhafa
áður en þau leiti á náðir ríkissjóðs.
„Brúarlánin og að einhverju leyti
stuðningslánin eru einn valmögu-
leikinn sem fyrirtækjum stendur
til boða við endurskipulagningu en
ég held að stór hluti af vandamálum
þeirra verði ekki leystur með frek-
ari lánum,“ segir Ásgeir.
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu-
maður efnahagssviðs Samtaka
atvinnulífsins, segir nýja spá Seðla-
bankans „í bjartsýnni kantinum“.
Það komi á óvart að bankinn geri
ekki ráð fyrir meiri samdrætti í fjár-
festingu í ár.
– hae, kij / sjá síðu 10
Aukin lántaka
sé ekki lausnin
Hlauparar sem kjósa umferðarnið fremur en félagsskap geta farið að fordæmi mannsins sem skokkaði einn síns liðs frá Hafnarfirði til Kef lavíkur í súldinni síðdegis í gær. Spáð er 6 til 12
stiga hita á höfuðborgarsvæðinu á morgun og skúrum en ágætu útivistarveðri sunnanlands um helgina. Norðlendingar munu þurfa að bíða eftir sólinni fram yfir helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
FERÐAÞJÓNUSTA Fyrstu hóppant-
anirnar erlendis frá, eftir að kórón-
uveirufaraldurinn byrjaði að geisa,
hafa borist til Ferðafélags Íslands.
Tveir þýskir hópar pöntuðu í vik-
unni ferðir og gistingu í skálum
félagsins í ágúst og greiddu þær upp
að fullu. „Þetta eru tveir litlir hópar
en vissulega mjög ánægjuleg tíð-
indi,“ staðfestir Páll Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Ferðafélagsins.
Skálar félagsins á hálendinu opna
fyrir gistingu í lok júní og segir Páll
að síðustu mánuðir hafi verið sér-
stakir. „Óvissan hefur verið mikil
en það sem hefur komið okkur á
óvart er að mjög lítið hefur verið
um af bókað skálapláss í sumar.
Fólk hefur haldið að sér höndum,
Íslendingar og útlendingar. Það
bendir til þess að erlendir ferða-
menn hafi haldið í vonina um að
geta heimsótt landið þrátt fyrir allt
og ekki viljað slá ferðina til Íslands
út af borðinu,” segir Páll.
Hann segist hafa orðið var við
mikinn áhuga Íslendinga á ferðum
upp á hálendið. Það skapi þó ákveð-
in vandræði því að ekki sé hægt að
selja þeim gistingu sem þegar hefur
verið bókuð af útlendingum.
„Við verðum heldur betur vör við
það að Íslendingar ætla að ferðast
innanlands í sumar.
Það er mikið um fyrirspurnir og
síðustu misseri hafa um 200 nýir
félagsmenn gengið í Ferðafélag
Íslands. Núna eru meðlimir orðnir
um tíu þúsund talsins “ segir Páll.
– bþ
Bókanir glæðast á ný
Fyrstu erlendu hóparnir hafa pantað ferðir hjá Ferðafélagi Íslands. Hóparnir
greiddu ferðir í ágúst að fullu. Framkvæmdastjóri er bjartsýnn fyrir sumarið.
Mjög lítið hefur
verið um afbókað
skálapláss.
Páll Guðmundsson,
framkvæmda-
stjóri Ferðafélags
Íslands
FÓTBOLTI Félög í Pespi-Max deild
karla gera ráð fyrir tapi upp á 447
milljónir króna í ár, eða meðaltekju-
tapi um 21 prósent vegna COVID-19
faraldursins. Í skýrslu sem Deloitte
gerði í samvinnu við KSÍ. Einn-
ig kemur fram að tap í efstu deild
var 68 milljónir króna á síðasta ári.
Gert er ráð fyrir að heildartekjurnar
verði rúmir tveir milljarðar en
útgjöldin um 2,5 milljarðar.
Barna- og unglingamót skila
knattspyrnudeildunum miklum
tekjum. Þannig fengu Blikar um
110 milljónir í tekjur fyrir sín mót.
– bb / sjá síðu 26
Gera ráð fyrir
að tapa hálfum
milljarði króna
Tap félagsliða í efstu
deild karla nam 68 millj-
ónum króna á síðasta ári.