Fréttablaðið - 21.05.2020, Síða 4
Við erum að sýna
fólki virðingu sem
er í sérstaklega erfiðri stöðu
og er jaðarsettast af öllum
íbúum samfélagsins.
Svandís Svavarsdóttir,
heilbrigðisráðherra
JEEP® GRAND CHEROKEE
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 534 4433 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
VERÐ FRÁ: 11.290.000 KR.
• 3.0 V6 250 HÖ. DÍSEL, 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING
• 570 NM TOG
• HÁTT OG LÁGT DRIF
• RAFDRIFIN LÆSING Í AFTURDRIFI
• LOFTPÚÐAFJÖÐRUN AÐ FRAMAN OG AFTAN
• HLÍFÐARPLÖTUR UNDIR VÉL, KÖSSUM OG SKIPTINGU
• BI-XENON LED FRAMLJÓS MEÐ ÞVOTTAKERFI
• RAFDRIFIN OPNUN Á AFTURHLERA
• ÍSLENSKT LEIÐSÖGUKERFI
• BAKKMYNDAVÉL MEÐ BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ
• FJARLÆGÐASKYNJARAR AÐ FRAMAN OG AFTAN
• BLINDHORNSVÖRN
STAÐALBÚNAÐUR M.A.:
Á ALVÖRU JEPPA MEÐ ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIFI
FERÐASTU UM ÍSLANDALLT
BÍLL Á MYND: JEEP® GRAND CHEROKEE OVERLAND 33” BREYTTUR
jeep.is
HEILBRIGÐISMÁL Svandís Svavars
dóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti
í gær ákvörðun sína um að veita sex
milljón króna styrk til Frú Ragn
heiðar, skaðaminnkunarverkefnis
Rauða krossins. Styrkurinn kemur
til viðbótar við níu milljóna styrk
sem verkefninu var veittur þegar
styrkjum var úthlutað til félagasam
taka sem starfa að heilbrigðismálum
fyrr á þessu ári.
Frú Ragnheiður er sjálf boða
liðaverkefni sem býður fólki sem
notar vímuefni í æð upp á skaða
minnkandi þjónustu, svo sem nýjar
nálar, ásamt því að veita heilbrigðis
þjónustu. Þjónustan er veitt í sérút
búnum bíl sem er á ferðinni um
höfuðborgarsvæðið sex kvöld í viku.
Í svari Rauða krossins við fyrir
spurn Fréttablaðsins segir Bryn
hildur Bolladóttir, upplýsingafull
trúi Rauða krossins, að styrkurinn
sé afar mikilvægur til að halda verk
efninu gangandi en að enn vanti
mikið upp á.
„Styrkur sem þessi aðstoðar okkur
auðvitað við að halda verkefninu
áfram en það vantar enn töluvert
fjármagn til þess að halda verkefn
inu úti. Fjárþörfin er mjög mikil,“
segir Brynhildur.
Rauði krossinn heldur úti skaða
minnkunarverkefnum ekki aðeins á
höfuðborgarsvæðinu heldur einnig á
Akureyri og er stefnt á að fara af stað
með álíka verkefni á Suðurnesjum.
„Það er ljóst að þörfin fyrir skaða
minnkunarverkefni er mikil og það
er ábyrgðarhlutverk að halda úti sam
felldri þjónustu,“ segir Brynhildur.
Frá því að kórónuveirufaraldurinn
skall á hafa áherslur Frú Ragnheiðar
breyst að mörgu leyti þrátt fyrir að
markmiðið með þjónustunni sé
enn hið sama, að ná til jaðarsettra
hópa í samfélaginu og bjóða þeim
skaðaminnkandi þjónustu í formi
heilbrigðisþjónustu og nálaskipti
þjónustu. Með tilkomu faraldursins
var lögð aukin áhersla á að koma
upplýsingum um COVID19 til þess
hóps sem þangað leitar.
Breyttar áherslur verkefnisins
og upplýsingagjöf hefur gengið vel
samkvæmt Brynhildi og ekki hefur
komið upp smit í skjólstæðinga
hópi Frú Ragnheiðar. „Margir okkar
skjólstæðinga hafa ekki tækifæri til
að fylgjast með fréttum enda um 65
prósent þeirra heimilislausir og því
gríðarlega mikilvægt að koma til
dæmis upplýsingum um smitvarnir
til þeirra,“ bætir hún við.
Þá segir hún faraldurinn hafa
haft gríðarleg áhrif á bæði starfið
og skjólstæðinga verkefnisins. „Það
er minna af efnum í umferð og þau
eru dýrari og erfiðara að nálgast þau.
Þá hefur ofbeldi aukist,“ segir Bryn
hildur.
Vel hefur gengið að halda starf
seminni gangandi þrátt fyrir far
aldurinn og einungis hefur ein vakt
dottið út frá því að samkomubann
var sett á. „Helsta breytingin var
kannski f lóknara verklag og slíkt
en verkefnið er auðvitað ekkert
annað en skjólstæðingarnir svo að
erfiðleikar sem þeir glíma við birtast
okkur mjög greinilega.“
birnadrofn@frettabladid.is
Frú Ragnheiður fær aukið fé
Heilbrigðisráðherra veitti í gær Frú Ragnheiði sex milljóna styrk til verkefnisins. Enn vantar mikið fjár-
magn til að halda verkefninu gangandi. COVID-19 hefur orsakað skort á efnum og ofbeldi hefur aukist.
COVID-19 hefur haft mikil áhrif á starfið og margir skjólstæðingar óupplýstir um smitvarnir. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Það er minna af
efnum í umferð og
þau eru dýrari og erfiðara
að nálgast þau. Þá hefur
ofbeldi aukist.
Brynhildur Bolla-
dóttir, upplýs-
ingafulltrúi Rauða
krossins.
HEILBRIGÐISMÁL Frumvarp heil
brigðisráðherra um neyslurými
varð að lögum á Alþingi í gær.
Með lögunum er sveitarfélögum
heimilað að koma á fót vernduðu
umhverfi þar sem einstaklingar
geta neytt ávana og fíkniefna í æð
undir eftirliti starfsfólks þar sem
gætt er fyllsta hreinlætis, öryggis
og sýkingavarna. Markmið laganna
er að auka lífsgæði og bæta heilsu
far þeirra sem neyta ávana og
fíkniefna í æð og draga úr neyslu
slíkra efna utandyra á almanna
færi.
„Við erum með þessu móti að
bjarga mannslífum. Við erum að
sýna fólki virðingu sem er í sér
staklega erfiðri stöðu og er jaðar
settast af öllum íbúum samfélags
ins og gríðarlega mikilvægt að við
mætum því þar sem það er statt,“
sagði Svandís Svavarsdóttir heil
brigðisráðherra þegar greidd voru
atkvæði um málið á Alþingi. – aá
Samþykkja lög
um neyslurými
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra þakkaði þingheimi í gær.
REYK JAVÍK Framk væmdir eru
hafnar við frágang og innrétt
ingar á funda og vinnuaðstöðu
f y rir nemendur Háskólans í
Reykjavík í náðhúsinu svokallaða
sem er viðbygging við braggann
sem stendur við Nauthólsvík. Er
gert ráð fyrir að framkvæmdum
verði lokið í haust og muni kosta
18 milljónir króna.
Bygg ing ar full trú inn í Reykja vík
hef ur samþykkt breyt ing ar á hús
inu frá áður út gefn um aðal upp
drátt um Arki búll unn ar, sem voru
samþykktar árið 2018. Náðhúsið er
ein þriggja bygginga við braggann
sem að loknum framkvæmdum
verður hluti af frumkvöðlasetrinu
Seres. Verður þar 55 fermetra opið
skrif stofu og kynn ing ar rými fyrir
16 til 20 manns.
„Nokkrar breytingar hafa verið
gerðar frá fyrri hönnun á vegum
háskólans og mun háskólinn bera
kostnað af endurhönnun, frágangi
og innréttingum,“ segir í svari HR
við fyrirspurn Fréttablaðsins.
Framkvæmdum var hætt haustið
2018 eftir að í ljós kom að kostn
aður hafði farið langt fram úr fjár
heimildum, höfðu framkvæmdirn
ar þá kostað 415 milljónir króna.
Bar HR og borginni ekki saman
um hvort búið væri að af henda
skólanum náðhúsið. „Þegar bragga
málið kom upp sögðum við að það
kæmi ekki til greina að setja meira
fé í þessar byggingar og það hefur
gengið eftir,“ segir Dóra Björt Guð
jónsdóttir, oddviti Pírata í Reykja
vík.
„Braggamálið er dæmi um erf
itt mál sem kom upp og var tekið
á af auðmýkt og ábyrgð, ekki
yfirhylmingu og afneitun. Við
umturnuðum öllu stjórnkerfinu í
kjölfar braggamálsins og styrktum
eftirlit.“ – ab
Kostar 18 milljónir að klára viðbyggingu braggans
Bragginn í Nauthólsvík hefur kost-
að skildinginn.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
2 1 . M A Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð