Fréttablaðið - 21.05.2020, Qupperneq 10
Miðað við spá
Seðlabankans um
verðbólgu og framleiðslu-
slaka sé ég ekki betur en að
frekari stýrivaxtalækkanir
séu nauðsynlegar til þess að
örva hagkerfið.
Ásdís
Kristjánsdóttir,
forstöðumaður
efnahagssviðs
Samtaka
atvinnulífsins
5%
4%
3%
2%
1%
2015 2016 2017 2018 2019 2020
✿ Vaxtaálag á útlánum1
1Mismunur á vegnum meðalvöxtum á óverðtryggðum útlánum stóru
viðskiptabankanna þriggja og meginvöxtum Seðlabankans. Nýjustu
tölur eru bráðabigðatölur. Heimildir: Seðlabanki Íslands
n Ný húsnæðislán n Ný útlán til fyrirtækja
Tímapantanir á opticalstudio.is
og í síma 511 5800
SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK
Sjónmælingar
eru okkar fag
Seðlabank ast jór i seg ir ekki víst að aukin skuld-setning muni leysa vanda þeirra fyrirtækja sem hafa orðið fyrir verulegu tekju-tapi vegna heimsfaraldurs
kórónuveirunnar. Mikilvægt sé að
fyrirtæki semji fyrst við kröfuhafa
áður en þau leiti á náðir ríkissjóðs.
„Brúarlánin og að einhverju
leyti stuðningslánin eru einn val-
möguleikinn sem fyrirtækjum
stendur til boða við endurskipu-
lagningu skulda en ég held að stór
hluti af vandamálum þeirra verði
ekki leystur með frekari lánum,“
segir Ásgeir Jónsson í samtali við
Markaðinn.
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu-
maður efnahagssviðs Samtaka
atvinnulífsins, segir nýja þjóð-
hagsspá Seðlabankans „í bjart-
sýnni kantinum“. Það komi á óvart
að bankinn geri ekki ráð fyrir meiri
samdrætti í fjárfestingu í ár.
Grunnspá bankans gerir ráð fyrir
að samdráttur heildarfjármuna-
myndar verði ríf lega sex prósent í
ár en vaxi svo á ný á næsta ári.
„Þetta er því miður fjarri því sem
við sjáum og heyrum frá okkar
félagsmönnum. Eru meiri líkur á
að tuga prósenta samdráttur verði
í fjárfestingu á árinu og muni vara
eitthvað fram á næsta ár,“ segir
Ásdís.
Fjárfestar tóku almennt vel í 0,75
prósentustiga lækkun stýrivaxta
Seðlabankans en til marks um það
lækkaði ávöxtunarkrafa óverð-
tryggðra ríkisskuldabréfa um 10 til
46 punkta í viðskiptum gærdags-
ins. Á hlutabréfamarkaði hækkaði
úrvalsvísitala Kauphallarinnar um
tæplega eitt prósent.
Ásdís segir að miðað við nýja spá
Seðlabankans um verðbólgu og
framleiðsluslaka fái hún ekki betur
séð en að frekari stýrivaxtalækk-
anir séu nauðsynlegar til þess að
örva hagkerfið.
Vaxtaálagið rýkur upp
Þrátt fyrir lækkandi stýrivexti – en
þeir hafa lækkað úr 3 prósentum í
febrúar í 1 prósent nú - hefur vaxta-
álag á fyrirtækjalán haldið áfram
að hækka en í nýútkomnu maíhefti
Peningamála er tekið fram að vextir
á nýjum slíkum lánum séu nú um
fimm prósentustigum yfir megin-
vöxtum Seðlabankans.
Auknar lántökur leysa ekki vandann
Seðlabankastjóri telur að fjárhagsvandi margra fyrirtækja verði ekki leystur með auknum lántökum. Forstöðumaður hjá Sam-
tökum atvinnulífsins segir koma á óvart að Seðlabankinn geri ekki ráð fyrir meira en sex prósenta samdrætti í fjárfestingu í ár.
Hörður Ægisson
hordur@frettabladid.is
Kristinn Ingi Jónsson
kristinningi@frettabladid.is
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Bankinn spáir átta prósenta samdrætti landsframleiðslu í ár en fimm prósenta vexti árið 2021. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Ásgeir segist ekki hafa áhyggjur
af lausafjárþurrð í bankakerfinu,
enda séu bankarnir fullir af lausafé.
Hins vegar sé ljóst að erfiðara verði
fyrir bankana að lækka útlánavexti
þegar stýrivextir eru orðnir mjög
lágir. Það sé áhyggjuefni.
„Ég útiloka ekki að við grípum til
einhverra aðgerða í framhaldinu
til þess að reyna að örva bankana,“
segir hann.
Aðspurður hvort til greina komi
– til þess að stuðla að auknum útlán-
um bankanna – að gera f leiri bréf,
svo sem sértryggð skuldabréf, veð-
hæf í viðskiptum við Seðlabankann
og að bankinn láni til lengri tíma í
senn segir Ásgeir að það komi til
skoðunar.
Nú þegar peningastefnunefnd
hafi ákveðið að hætta að bjóða upp
á einsmánaðarbundin innlán eigi
bankinn kost á því að breyta reglum
sínum um endurhverf viðskipti.
Hann hafi haft áhyggjur af því að
bankarnir hafi að öðrum kosti
getað hagnast (e. arbitrage) með
jákvæðum vaxtamun gagnvart
Seðlabankanum á því að geyma
fé sitt á bundnum innlánsreikningi
í bankanum.
Horfast í augu við breytta tíma
Ásgeir segist hafa lagt áherslu á það í
samtölum sínum við fulltrúa bank-
anna að lokið verði við útfærslu
brúar- og stuðningslána áður en
aðrar aðgerðir verði ræddar.
Hann segir bankana munu að
óbreyttu ráða vel við að endur-
sk ipu leg g ja ferðaþjónust u na .
Hættan sé hins vegar sú að áhrif
efnahagsáfallsins muni teygja sig
víðar með tilheyrandi tjóni fyrir
bankana.
„Með aðgerðum okkar erum við
að reyna að örva innlenda eftir-
spurn eins og við getum til þess að
koma í veg fyrir að önnur fyrirtæki
sem eru ekki í ferðaþjónustu en eru
háð innlendri eftirspurn lendi á
bönkunum,“ útskýrir Ásgeir.
Eins og áður sagði leggur seðla-
bankastjóri áherslu á að fyrirtæki
nái samkomulagi við kröfuhafa
áður en ríkissjóður komi að borð-
inu, eins og hann orðar það.
„Fyrirtækin þurfa að semja við
sína kröfuhafa eins og til að mynda
leigusala. Það virðist sem dæmi
sem leigufélögin ætli ekki að lækka
leigu, heldur ætlast til þess að aðrir
gefi eftir og þau geti haldið áfram
að innheimta þessa háu leigu sem
hefur myndast víða, sérstaklega í
miðbænum, síðustu ár,“ segir hann.
Ferðaþjónustan og aðrir henni
tengdir þurfi að horfast í augu við
breytta tíma. Aðlögun þurfi að eiga
sér stað.
Bjartsýn spá Seðlabankans
Samkvæmt fyrrnefndri þjóðhags-
spá Seðlabankans eru horfur á átta
prósenta samdrætti landsfram-
leiðslu í ár. Vegur þar þyngst yfir
áttatíu prósenta fækkun í komum
ferðamanna til landsins.
Spá bankans gerir þó ráð fyrir að
efnahagsumsvif taki smám saman
að færast í eðlilegt horf á seinni
hluta þessa árs og er spáð tæplega
fimm prósenta hagvexti á næsta ári.
Þó tekur bankinn fram að óviss-
an sé mikil og þróun mála muni
ráðast af framvindu faraldursins.
Aðspurð segir Ásdís það vekja
athygli hve bjartsýnn bankinn sé á
fjárfestingu í ár.
„Efnahagsáfall af þeirri stærðar-
gráðu sem verið er að spá mun hafa
mikil og víðtæk áhrif á fjárfest-
ingaáform fyrirtækja. Eftir algjört
stopp í stórum hluta efnahagslífs-
ins er nú verið að slaka á takmörk-
unum. Enn ríkir þó mikil óvissa um
framhaldið og við vitum í raun ekki
hvenær efnahagsumsvifin ná sér
eðlilega á strik á ný.
Slík óvissa hefur eðli máls sam-
kvæmt bein áhrif á fjárfestingar-
ákvarðanir fyrirtækja.
Seðlabankinn spáir því að sam-
drátturinn í fjárfestingu atvinnu-
veganna verði aðeins sex prósent
nú í ár en til samanburðar mældist
ríflega sautján prósenta samdráttur
í fyrra.
Þá gerir Seðlabankinn ráð fyrir
að fjárfesting atvinnuvega vaxi á ný
strax á næsta ári,“ segir hún.
Væntingar um þróun mála um
þessar mundir gefa því miður, að
sögn Ásdísar, ekki tilefni til annars
en að fjárfesting muni dragast enn
meira saman.
2 1 . M A Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð